Íslenskt fyrirtæki vill selja þúsund rafjeppa hér á landi 2. desember 2010 05:00 flaggskip AMP Bílarnir sem NLE flytur inn eru af gerðinni Chevrolet Equinox frá General Motors og er breytt í rafbíl af AMP.mynd/Nle Íslenska þróunarfélagið Northern Lights Energy (NLE) hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við bandaríska fyrirtækið AMP Electric Vehicles um sölu á eitt þúsund rafjeppum hér á landi á næstu fimm árum. Verkefnið er hluti af þjóðarátaki um rafbílavæðingu Íslands sem NLE stendur að. Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, segir stefnuna ekki einungis vera að flytja 200 rafjeppa til landsins á hverju ári heldur sé stefnt að því að þeir verði settir saman á Íslandi. „Það er mjög líklegt að AMP setji upp samsetningarverksmiðju hér á Íslandi. Það er ekki eins flókið og menn halda. Við fáum svo vonandi fyrstu bílana strax í janúar.“ Gísli útskýrir að samsetningu bílanna megi líkja við módelsmíði. Íslendingar muni hins vegar setja bílana saman, en það skapi störf og spari gjaldeyri. Sighvatur Lárusson, framkvæmdastjóri NLE, segir að félagið velji sér verkefni sem „hafa samfélagslega ábyrgð, skipta máli og hafa langtíma virkni. Stærsta verkefnið okkar er þjóðarátak um rafbílavæðingu Íslands og samningurinn við AMP er einn hlutinn af því verkefni, enda þurfum við að tryggja komu rafbíla hingað til lands svo það gangi upp“. Þátttakendur í þjóðarátakinu eru nú þegar fimmtíu stofnanir og fyrirtæki. Umhverfisráðuneytið er þar á meðal. „Við stefnum á að fá á næstu mánuðum allt að 300 fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í þjóðarátakinu,“ segir Sighvatur. Pöntun á þúsund bílum hingað til lands er ein sú stærsta sem hefur verið gerð á heimsvísu, skrifar Jim Motavalli á netmiðil CBS fréttastofunnar bnet.com., en Motavalli skrifar að jafnaði fyrir The New York Times. Í grein hans kemur fram að Steve Burns, stjórnarformaður AMP, telji Ísland hafa einstakt tækifæri til að verða fyrsta landið þar sem rafbílavæðing geti haft mikla samfélagslega þýðingu. Þúsund stórir rafbílar hafi augljóslega mikla þýðingu í landi þar sem um 210 þúsund bílar séu á götunum. Ekki heillast þeir félagar minnst af því að aðeins þarf 50 megavött til að knýja alla bíla hér á landi ef þeim yrði öllum skipt út í allsherjar rafbílavæðingu. Það jafngildir þriðjungi af orkuframleiðslu Blönduvirkjunar.- shá Fréttir Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Íslenska þróunarfélagið Northern Lights Energy (NLE) hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við bandaríska fyrirtækið AMP Electric Vehicles um sölu á eitt þúsund rafjeppum hér á landi á næstu fimm árum. Verkefnið er hluti af þjóðarátaki um rafbílavæðingu Íslands sem NLE stendur að. Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, segir stefnuna ekki einungis vera að flytja 200 rafjeppa til landsins á hverju ári heldur sé stefnt að því að þeir verði settir saman á Íslandi. „Það er mjög líklegt að AMP setji upp samsetningarverksmiðju hér á Íslandi. Það er ekki eins flókið og menn halda. Við fáum svo vonandi fyrstu bílana strax í janúar.“ Gísli útskýrir að samsetningu bílanna megi líkja við módelsmíði. Íslendingar muni hins vegar setja bílana saman, en það skapi störf og spari gjaldeyri. Sighvatur Lárusson, framkvæmdastjóri NLE, segir að félagið velji sér verkefni sem „hafa samfélagslega ábyrgð, skipta máli og hafa langtíma virkni. Stærsta verkefnið okkar er þjóðarátak um rafbílavæðingu Íslands og samningurinn við AMP er einn hlutinn af því verkefni, enda þurfum við að tryggja komu rafbíla hingað til lands svo það gangi upp“. Þátttakendur í þjóðarátakinu eru nú þegar fimmtíu stofnanir og fyrirtæki. Umhverfisráðuneytið er þar á meðal. „Við stefnum á að fá á næstu mánuðum allt að 300 fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í þjóðarátakinu,“ segir Sighvatur. Pöntun á þúsund bílum hingað til lands er ein sú stærsta sem hefur verið gerð á heimsvísu, skrifar Jim Motavalli á netmiðil CBS fréttastofunnar bnet.com., en Motavalli skrifar að jafnaði fyrir The New York Times. Í grein hans kemur fram að Steve Burns, stjórnarformaður AMP, telji Ísland hafa einstakt tækifæri til að verða fyrsta landið þar sem rafbílavæðing geti haft mikla samfélagslega þýðingu. Þúsund stórir rafbílar hafi augljóslega mikla þýðingu í landi þar sem um 210 þúsund bílar séu á götunum. Ekki heillast þeir félagar minnst af því að aðeins þarf 50 megavött til að knýja alla bíla hér á landi ef þeim yrði öllum skipt út í allsherjar rafbílavæðingu. Það jafngildir þriðjungi af orkuframleiðslu Blönduvirkjunar.- shá
Fréttir Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira