Sameiginleg sóknaráætlun 29. janúar 2010 06:00 Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir skrifa um sóknaráætlun fyrir Ísland Ísland þarf á sameiginlegri framtíðarsýn að halda. Sú sýn verður ekki, og á ekki eingöngu að vera hugsuð og sett fram af nokkrum stjórnmálamönnum. Framtíðarsýn þjóðar verður að byggjast á sameiginlegum grunni og hana verður að móta á lýðræðislegan hátt. Á næstu vikum verða haldnir 8 þjóðfundir um allt land undir merkjum Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Á þessum fundum verður, með aðferðafræði þjóðfundar Mauraþúfunnar, rætt um leiðir fyrir landið allt og einstaka landshluta til að sækja fram og einnig til að styrkja innviði samfélagsins. Líkt og á þjóðfundinum sjálfum er hér farin ný leið til að leiða saman hagsmunaaðila og einstaklinga af viðkomandi svæði sem valdir verða af handahófi úr þjóðskrá. Sóknaráætlanir fyrir hvern landshluta verða byggðar á niðurstöðum þessara funda, á grundvelli greiningar á stöðu hvers landshluta, mati á lykilstyrkleikum svæðanna, brýnustu viðfangsefnum þeirrar og tækifærum til framtíðar. Ólíkar raddir - ólíkar hugmyndirkatrín jakobsdóttirStrax eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna vorið 2009 var hafist handa við undirbúning sóknaráætlunar sem miðar að því að styrkja innviði samfélagsins og finna þeim krafti sem býr í þjóðinni farveg. Ein helsta krafa Íslendinga eftir hrunið er að raddir allra fái að hljóma og að ólíkar hugmyndir, til dæmis um verðmætasköpun, fái notið sín.Íslendingar þurfa á því að halda að allir kraftar séu virkjaðir, bæði fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild. Til þess að það megi verða þurfa innviðir samfélagsins að vera sterkir. Sóknaráætlun er ætlað að forgangsraða fjárfestingum framtíðarinnar til að tryggja að svo verði og tryggja að uppbygging samfélagsins byggist á stoðum lýðræðis, jafnréttis og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Uppbygging samfélagsinsÁ síðustu áratugum hefur íslenskt samfélag verið í hraðri mótun. Við höfum byggt upp fjölmargar áætlanir, til dæmis í atvinnu- og byggða- og samgöngumálum. Um margt hafa þessar áætlanir reynst okkur vel. Hins vegar er ljóst að áherslur í atvinnumálum og nýtingu auðlinda hafa verið umdeildar, fjölbreytni hefur skort og að nú þarf sérstakt afl til að ná okkur út úr kreppunni. Við núverandi aðstæður er því mikilvægara en nokkru sinni að allar ákvarðanir byggi á skýrri framtíðarsýn og miði að því markmiði að stuðla að ábyrgri uppbyggingu, minnka atvinnuleysi og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Samþætting áætlana stjórnvalda og hugmyndafræði þeirra er stórt verkefni og mikilvægur hluti af Sóknaráætlun fyrir Ísland. Aðrar þjóðir sem hafa horfst í augu við mikla efnahagslega erfiðleika, til dæmis Írar, hafa lagt mikla áherslu á að búa til áætlanir um hvernig fjármunum ríkisins sé best varið þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins. Það er nauðsynlegt að allar áætlanir stjórnvalda, hvort sem er atvinnustefna, jafnréttisáætlun, umhverfisáætlun, samgönguáætlun eða menntastefna stefni að sama marki og leggi þannig farsælan grunn að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Takið þáttÁ næstunni verður nánar kynnt hvernig staðið verður að þjóðfundum um land allt. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með og minnum á mikilvægi þess að að sem flestar raddir heyrist í vinnunni við mótun Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Höfundar eru varaformenn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir skrifa um sóknaráætlun fyrir Ísland Ísland þarf á sameiginlegri framtíðarsýn að halda. Sú sýn verður ekki, og á ekki eingöngu að vera hugsuð og sett fram af nokkrum stjórnmálamönnum. Framtíðarsýn þjóðar verður að byggjast á sameiginlegum grunni og hana verður að móta á lýðræðislegan hátt. Á næstu vikum verða haldnir 8 þjóðfundir um allt land undir merkjum Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Á þessum fundum verður, með aðferðafræði þjóðfundar Mauraþúfunnar, rætt um leiðir fyrir landið allt og einstaka landshluta til að sækja fram og einnig til að styrkja innviði samfélagsins. Líkt og á þjóðfundinum sjálfum er hér farin ný leið til að leiða saman hagsmunaaðila og einstaklinga af viðkomandi svæði sem valdir verða af handahófi úr þjóðskrá. Sóknaráætlanir fyrir hvern landshluta verða byggðar á niðurstöðum þessara funda, á grundvelli greiningar á stöðu hvers landshluta, mati á lykilstyrkleikum svæðanna, brýnustu viðfangsefnum þeirrar og tækifærum til framtíðar. Ólíkar raddir - ólíkar hugmyndirkatrín jakobsdóttirStrax eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna vorið 2009 var hafist handa við undirbúning sóknaráætlunar sem miðar að því að styrkja innviði samfélagsins og finna þeim krafti sem býr í þjóðinni farveg. Ein helsta krafa Íslendinga eftir hrunið er að raddir allra fái að hljóma og að ólíkar hugmyndir, til dæmis um verðmætasköpun, fái notið sín.Íslendingar þurfa á því að halda að allir kraftar séu virkjaðir, bæði fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild. Til þess að það megi verða þurfa innviðir samfélagsins að vera sterkir. Sóknaráætlun er ætlað að forgangsraða fjárfestingum framtíðarinnar til að tryggja að svo verði og tryggja að uppbygging samfélagsins byggist á stoðum lýðræðis, jafnréttis og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Uppbygging samfélagsinsÁ síðustu áratugum hefur íslenskt samfélag verið í hraðri mótun. Við höfum byggt upp fjölmargar áætlanir, til dæmis í atvinnu- og byggða- og samgöngumálum. Um margt hafa þessar áætlanir reynst okkur vel. Hins vegar er ljóst að áherslur í atvinnumálum og nýtingu auðlinda hafa verið umdeildar, fjölbreytni hefur skort og að nú þarf sérstakt afl til að ná okkur út úr kreppunni. Við núverandi aðstæður er því mikilvægara en nokkru sinni að allar ákvarðanir byggi á skýrri framtíðarsýn og miði að því markmiði að stuðla að ábyrgri uppbyggingu, minnka atvinnuleysi og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Samþætting áætlana stjórnvalda og hugmyndafræði þeirra er stórt verkefni og mikilvægur hluti af Sóknaráætlun fyrir Ísland. Aðrar þjóðir sem hafa horfst í augu við mikla efnahagslega erfiðleika, til dæmis Írar, hafa lagt mikla áherslu á að búa til áætlanir um hvernig fjármunum ríkisins sé best varið þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins. Það er nauðsynlegt að allar áætlanir stjórnvalda, hvort sem er atvinnustefna, jafnréttisáætlun, umhverfisáætlun, samgönguáætlun eða menntastefna stefni að sama marki og leggi þannig farsælan grunn að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Takið þáttÁ næstunni verður nánar kynnt hvernig staðið verður að þjóðfundum um land allt. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með og minnum á mikilvægi þess að að sem flestar raddir heyrist í vinnunni við mótun Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Höfundar eru varaformenn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun