Aðlögun í boði ESB 30. ágúst 2010 06:00 Hörðustu Evrópusinnar hafa undanfarið reynt að telja lesendum Fréttablaðsins trú um að hægt sé að ná samningum við Evrópusambandið um stærstu hagsmunamál Íslands. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að stækkunarstjóri Evrópusambandsins hafi gefið þá yfirlýsingu að Íslendingar fái ekki afslátt frá reglum ESB. Orð stækkunarstjórans koma heim og saman við orð evrópskra þingmanna sem heimsótt hafa Ísland á síðustu mánuðum. Ítrekað hefur komið fram að unnt væri að semja um tímabundnar undanþágur frá reglum ESB. Þá kemur það sama fram í svari utanríkisráðuneytisins við spurningum undirritaðs um varanlegar undanþágur frá reglum Evrópusambandsins. Málið virðist byggt á röngum forsendum, eða var þingheimur blekktur? Dettur virkilega einhverjum í hug að nærri þrjátíu ríki Evrópusambandsins muni laga sig að Íslandi? Evrópusambandið ætlar að setja fjóra milljarða króna í að „kynna“ sjálft sig fyrir Íslendingum ásamt því að kosta ýmis verkefni ásamt breytingum á stofnunum og stjórnsýslu. Mótframlag úr ríkissjóði, sem hefur m.a. orðið að skerða kjör aldraðra og öryrkja, er einn milljarður króna. Dýrasta ímyndarherferð Íslandssögunnar er því að öllu óbreyttu að hefjast. Herferðin mun snúast um að selja Íslendingum laskaða ímynd og hún er hafin. Fjölmiðlum hefur verið boðið til Brussel, hagsmunasamtökum hefur verið boðið og þannig verður áfram haldið. Vinnubrögðin minna mjög á hvernig útrásarvíkingar og spillt viðskiptakerfi keyptu sér ímynd Íslendinga sem svo hrundi haustið 2008. ESB-þingmaður sem heimsótti Alþingi upplýsti hvernig fjármunum ESB var varið í að snúa ímyndinni í sínu landi. Það var m.a. gert með því að finna út hvar andstaðan var mest og fjármunum varið sérstaklega í að fá þessa hópa til að skipta um skoðun. Það var gert með viðtölum, dreifibréfum, bæklingum og með því að „funda“ með stjórnum samtaka og hópa. Er það með þessum hætti sem „upplýst“ umræða mun fara fram á Íslandi? Verður það þannig að stjórnum félagasamtaka og hagsmunasamtaka, fjölmiðlafólki og embættismönnum, verður boðið á „upplýsingafundi“ þar sem allt er innifalið? Við munum að sjálfsögðu reyna að sjá til þess að umræðan verði eðlileg haldi hún áfram en réttast væri að Alþingi samþykkti lög er banna að tekið sé við fjármunum frá Evrópusambandinu meðan aðlögunarviðræðurnar fara fram. Þeim viðræðum ber hins vegar að hætta nú þegar enda byggðar á röngum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Hörðustu Evrópusinnar hafa undanfarið reynt að telja lesendum Fréttablaðsins trú um að hægt sé að ná samningum við Evrópusambandið um stærstu hagsmunamál Íslands. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að stækkunarstjóri Evrópusambandsins hafi gefið þá yfirlýsingu að Íslendingar fái ekki afslátt frá reglum ESB. Orð stækkunarstjórans koma heim og saman við orð evrópskra þingmanna sem heimsótt hafa Ísland á síðustu mánuðum. Ítrekað hefur komið fram að unnt væri að semja um tímabundnar undanþágur frá reglum ESB. Þá kemur það sama fram í svari utanríkisráðuneytisins við spurningum undirritaðs um varanlegar undanþágur frá reglum Evrópusambandsins. Málið virðist byggt á röngum forsendum, eða var þingheimur blekktur? Dettur virkilega einhverjum í hug að nærri þrjátíu ríki Evrópusambandsins muni laga sig að Íslandi? Evrópusambandið ætlar að setja fjóra milljarða króna í að „kynna“ sjálft sig fyrir Íslendingum ásamt því að kosta ýmis verkefni ásamt breytingum á stofnunum og stjórnsýslu. Mótframlag úr ríkissjóði, sem hefur m.a. orðið að skerða kjör aldraðra og öryrkja, er einn milljarður króna. Dýrasta ímyndarherferð Íslandssögunnar er því að öllu óbreyttu að hefjast. Herferðin mun snúast um að selja Íslendingum laskaða ímynd og hún er hafin. Fjölmiðlum hefur verið boðið til Brussel, hagsmunasamtökum hefur verið boðið og þannig verður áfram haldið. Vinnubrögðin minna mjög á hvernig útrásarvíkingar og spillt viðskiptakerfi keyptu sér ímynd Íslendinga sem svo hrundi haustið 2008. ESB-þingmaður sem heimsótti Alþingi upplýsti hvernig fjármunum ESB var varið í að snúa ímyndinni í sínu landi. Það var m.a. gert með því að finna út hvar andstaðan var mest og fjármunum varið sérstaklega í að fá þessa hópa til að skipta um skoðun. Það var gert með viðtölum, dreifibréfum, bæklingum og með því að „funda“ með stjórnum samtaka og hópa. Er það með þessum hætti sem „upplýst“ umræða mun fara fram á Íslandi? Verður það þannig að stjórnum félagasamtaka og hagsmunasamtaka, fjölmiðlafólki og embættismönnum, verður boðið á „upplýsingafundi“ þar sem allt er innifalið? Við munum að sjálfsögðu reyna að sjá til þess að umræðan verði eðlileg haldi hún áfram en réttast væri að Alþingi samþykkti lög er banna að tekið sé við fjármunum frá Evrópusambandinu meðan aðlögunarviðræðurnar fara fram. Þeim viðræðum ber hins vegar að hætta nú þegar enda byggðar á röngum forsendum.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar