Að „þétta raðirnar“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 9. mars 2010 06:00 Þrátt fyrir ákall Íslendinga um samstöðu og ný vinnubrögð hefur ríkisstjórn Íslands mistekist að ná samstöðu í þinginu um nokkurn skapaðan hlut. Stífni og krafa um hörð vinstri sjónarmið ríkisstjórnarflokkana einkenna umræðurnar og úr verður argaþras, skortur á samráði, barnalegar yfirlýsingar og vandræðagangur. Á tímum efnahagshamfara þarf að lágmarka innbyrðis átök stjórnmálaflokka á meðan náð er utan um brýnustu verkefnin. Til þess að það sé mögulegt þarf að einbeita sér að því að ná þverpólitískri samstöðu sem tryggir lausnir fyrir íbúa og samfélag. Slíkt vinnulag er við lýði í Reykjavíkurborg og hefur verið frá því að ófarirnar dundu yfir. Borgarfulltrúar hafa sett kraft í að leysa mál og standa sem einn maður í að tryggja velferð barna, mikilvægustu þjónustuþætti og öryggi íbúa. Borgarbúar finna að borginni er stýrt af festu og sanngirni. Hinum megin við Vonarstrætið standa aftur á móti yfir átök innan ríkisstjórnarflokkana og milli allra flokka. Ýtrustu kröfur um vinstri áherslur sem leiða til endalausra deilna, svo sem gríðarlegar skattahækkanir, stopp framkvæmda í orkuiðnaði og smáskammtalækningar í lækkun útgjalda ríkissjóðs eru allt dæmi um vinnubrögð sem eiga ekki við þegar öllu máli skiptir að slökkva elda og koma málum áfram. Á meðan Alþingi logar í illdeilum bíða Íslendingar vonlitlir eftir lausnum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Við lifum á óhefðbundnum tímum sem krefjast óhefðbundinna vinnubragða. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki enn skynjað þetta þrátt fyrir algeran ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu helgarinnar. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segja nú ítrekað að brýnt sé að „þétta raðir ríkisstjórnarflokkana". Þessar yfirlýsingar eru sorglegar og benda til þess að enn sé lagt af stað í vegferð ósamstöðu og átaka í stað þess að leita sátta og samstöðu allra flokka á Alþingi. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir ákall Íslendinga um samstöðu og ný vinnubrögð hefur ríkisstjórn Íslands mistekist að ná samstöðu í þinginu um nokkurn skapaðan hlut. Stífni og krafa um hörð vinstri sjónarmið ríkisstjórnarflokkana einkenna umræðurnar og úr verður argaþras, skortur á samráði, barnalegar yfirlýsingar og vandræðagangur. Á tímum efnahagshamfara þarf að lágmarka innbyrðis átök stjórnmálaflokka á meðan náð er utan um brýnustu verkefnin. Til þess að það sé mögulegt þarf að einbeita sér að því að ná þverpólitískri samstöðu sem tryggir lausnir fyrir íbúa og samfélag. Slíkt vinnulag er við lýði í Reykjavíkurborg og hefur verið frá því að ófarirnar dundu yfir. Borgarfulltrúar hafa sett kraft í að leysa mál og standa sem einn maður í að tryggja velferð barna, mikilvægustu þjónustuþætti og öryggi íbúa. Borgarbúar finna að borginni er stýrt af festu og sanngirni. Hinum megin við Vonarstrætið standa aftur á móti yfir átök innan ríkisstjórnarflokkana og milli allra flokka. Ýtrustu kröfur um vinstri áherslur sem leiða til endalausra deilna, svo sem gríðarlegar skattahækkanir, stopp framkvæmda í orkuiðnaði og smáskammtalækningar í lækkun útgjalda ríkissjóðs eru allt dæmi um vinnubrögð sem eiga ekki við þegar öllu máli skiptir að slökkva elda og koma málum áfram. Á meðan Alþingi logar í illdeilum bíða Íslendingar vonlitlir eftir lausnum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Við lifum á óhefðbundnum tímum sem krefjast óhefðbundinna vinnubragða. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki enn skynjað þetta þrátt fyrir algeran ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu helgarinnar. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segja nú ítrekað að brýnt sé að „þétta raðir ríkisstjórnarflokkana". Þessar yfirlýsingar eru sorglegar og benda til þess að enn sé lagt af stað í vegferð ósamstöðu og átaka í stað þess að leita sátta og samstöðu allra flokka á Alþingi. Höfundur er borgarfulltrúi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun