Sautján veigamiklar ástæður hrunsins 16. júní 2010 06:00 Rannsóknarskýrslan var mjög góð kortlagning á viðskipta- og stjórnmálaumhverfi liðinna ára. Hér verða taldar til margar ástæður hrunsins, margar með innbyrðis tengsl. 1. Mannauður og mannval: Mannaráðningar hafa í gegnum tíðina oft verið B ráðningar. Þar sem fólk er ráðið á grundvelli af tengslum ættar eða vináttu viðkomandi í stað hæfis. 2. Eftirlit og eftirlitsstofnanir: Skortur hefur verið á nægjanlega öflugu Fjármálaeftirliti, samkeppnis- og skattaeftirliti. Jafnframt vantar eðlilegar reglur og ramma sem stuðla að heilbrigðara viðskiptalífi og varna kennitöluflakki og þvíumlíku. 3. Byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í: Í þjóðareðlinu og meðal ráðamanna er tilhneiging til að byrgja brunninn þegar hann er tekinn að fyllast af börnum. Aðgerðir oft eftirábyggjandi í stað fyrirbyggjandi. 4. Eigendur, bankastjórar og stjórnir bankanna eru ábyrgir: Eigendur banka létu bankana lána fyrirtækjum sínum gríðarlegar upphæðir. Þannig voru lán til ákveðinna fyrirtækjablokka jafnvel yfir 50% af eiginfjárgrunni ákveðins banka. 5. Ákveðnir lögfræðingar og endurskoðendur eru ábyrgir: Þeir sem gengu erinda eigenda banka og stórfyrirtækja. 6. Aðferðafræði við yfirtöku ríkisins á Glitni banka: Mörgu var ábótavant, einkum fagmennska, og keðjuverkun átti sér stað. Þó sýnir skýrslan að bönkunum varð ekki bjargað á þessum tímapunkti. 7. Stjórnmálamenn brugðust: Stjórnmálamenn eiga að setja heilbrigðar leikreglur fyrir samfélagið og sjá til þess að til staðar sé stjórnsýsla fyrir góða framkvæmd þeirra. Ljóst er að þeir brugðust, og þarf að taka upp betri aðferðafræði hjá þeim. 8. Hamfarir og fjármálakreppa sem riðu yfir alþjóða hagkerfið einkum haustið 2008: Bankakerfið í okkar litla og opna hagkerfi, með veikum gjaldmiðli, var gríðarlega stórt hlutfall af landsframleiðslu eða um 12,5 sinnum. Gjaldmiðillinn var, og er mjög veikur og minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi. Slíkt er ekki ávísun á stöðugleika. Þegar fjármálakreppan reið yfir var það berskjaldað. 9. Ekki hlustað á trúverðuga erlenda sérfræðinga: Góðar greiningar þeirra voru rakkaðar niður af stjórnmálamönnum sem og fjölmiðlum, sem meðal annars voru í eigu eigenda bankanna. 10. Fjölmiðlafrumvarpið: Það verður að segjast að Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér varðandi ákveðna þætti fjölmiðlafrumvarpsins, þó annað hafi verið gallað. Eignarhald ákveðinna aðila á fjölmiðlum er ein af ástæðum andvaraleysis þeirra. Þeir gátu haft mikil áhrif á almenningsálitið og sveigt það að sér. 11. Menntun og fjármálalæsi ábótavant: Almenningur var oft auðvelt fórnarlamb fjármálastofnana þegar kom að óskynsamlegum lántökum. 12. Tímaleysi og áróður: Fólki var talin trú um að Íslendingar væru svo afskaplega ríkir! Höfundur skrifaði grein um þá hagfræðilegu blekkingu í Morgunblaðinu árið 2006 undir nafninu „Íslendingar sjötta ríkasta þjóð í heimi". Þar kemur fram að mikil vinna og vinnuframlag hefur hér mest að segja. 13. Skortur á ákveðnu viðskiptasiðferði og skattfræði: Gráa svæðið var stórt, menn komust upp með ótrúlega hluti í viðskiptaumhverfinu. Hluti almennings virtist og virðist einnig ekki gera sér grein fyrir til hvers það er að greiða skatta. 14. Hagstjórn ábótavant, einkum frá árinu 2000 auk veikrar stjórnsýslu: Þensluhvetjandi aðgerðir, skortur á aðhaldi í ríkisfjármálum og ýmis hagfræðileg lögmál í raun brotin. Að mörgu leyti var um að ræða gervihagvöxt keyrðan upp með lántökum. 15. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans: Aðferðafræði sem beitt var og hverjir voru handvaldir sem kaupendur. Forkastanleg vinnubrögð sem meðal annars urðu til þess að formaður einkavæðingarnefndar sagði upp stöðu sinni með orðunum „Aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum." 16. Þjóðhagsstofnun var lögð niður: Um var að ræða hlutlausan greiningaraðila. Í staðinn tóku greiningardeildir bankanna við spám! 17. Gjafakvótakerfið: Aðferðafræði og framkvæmdin. Höfundur er þó ekki á móti kvóta á aðgengi að fiskimiðum, enda málið skylt þar sem fjöldi útgerðarmanna er í ættbálki mínum við nyrsta odda landsins. Undirritaður leyfir sér að vera bjartsýnn fyrir hönd hins nýja Íslands, enda býr mikill kraftur og áræði í þjóðinni. Þó er þörf á langtímastefnumótun, fyrirbyggjandi aðgerðum og öguðum vinnubrögðum. Auk þess siðfræðikennslu, minnkun efnishyggju, beitingu réttrar aðferðafræði og innrætingu ábyrgðarkenndar - sér í lagi hjá karlmönnum. Þá er mikilvægt að grunnþekking fjármála og hagfræði sé hluti af námi bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Fjöldi fólks og fjölskyldna á um sárt höfuð að binda sökum atriða hér talin upp í greininni. Á blogginu hakonthor.blog.is, hefur verið farið ítarlegar í saumana á einstökum atriðum hér, m.a. í áður birtum greinum í blöðum eða á vef. Einnig er þessi grein þar í aðeins lengri útgáfu. Höfundi er mikið í mun að þeir útrásargemlingar og aðrir sem tekið hafa peninga frá þjóðinni greiði sem allra mest til baka. Það kýs ég enn frekar en að þeir sitji í lengri tíma á kostnað skattgreiðenda á hvíldarheimilum svo sem Kvíabryggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknarskýrslan var mjög góð kortlagning á viðskipta- og stjórnmálaumhverfi liðinna ára. Hér verða taldar til margar ástæður hrunsins, margar með innbyrðis tengsl. 1. Mannauður og mannval: Mannaráðningar hafa í gegnum tíðina oft verið B ráðningar. Þar sem fólk er ráðið á grundvelli af tengslum ættar eða vináttu viðkomandi í stað hæfis. 2. Eftirlit og eftirlitsstofnanir: Skortur hefur verið á nægjanlega öflugu Fjármálaeftirliti, samkeppnis- og skattaeftirliti. Jafnframt vantar eðlilegar reglur og ramma sem stuðla að heilbrigðara viðskiptalífi og varna kennitöluflakki og þvíumlíku. 3. Byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í: Í þjóðareðlinu og meðal ráðamanna er tilhneiging til að byrgja brunninn þegar hann er tekinn að fyllast af börnum. Aðgerðir oft eftirábyggjandi í stað fyrirbyggjandi. 4. Eigendur, bankastjórar og stjórnir bankanna eru ábyrgir: Eigendur banka létu bankana lána fyrirtækjum sínum gríðarlegar upphæðir. Þannig voru lán til ákveðinna fyrirtækjablokka jafnvel yfir 50% af eiginfjárgrunni ákveðins banka. 5. Ákveðnir lögfræðingar og endurskoðendur eru ábyrgir: Þeir sem gengu erinda eigenda banka og stórfyrirtækja. 6. Aðferðafræði við yfirtöku ríkisins á Glitni banka: Mörgu var ábótavant, einkum fagmennska, og keðjuverkun átti sér stað. Þó sýnir skýrslan að bönkunum varð ekki bjargað á þessum tímapunkti. 7. Stjórnmálamenn brugðust: Stjórnmálamenn eiga að setja heilbrigðar leikreglur fyrir samfélagið og sjá til þess að til staðar sé stjórnsýsla fyrir góða framkvæmd þeirra. Ljóst er að þeir brugðust, og þarf að taka upp betri aðferðafræði hjá þeim. 8. Hamfarir og fjármálakreppa sem riðu yfir alþjóða hagkerfið einkum haustið 2008: Bankakerfið í okkar litla og opna hagkerfi, með veikum gjaldmiðli, var gríðarlega stórt hlutfall af landsframleiðslu eða um 12,5 sinnum. Gjaldmiðillinn var, og er mjög veikur og minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi. Slíkt er ekki ávísun á stöðugleika. Þegar fjármálakreppan reið yfir var það berskjaldað. 9. Ekki hlustað á trúverðuga erlenda sérfræðinga: Góðar greiningar þeirra voru rakkaðar niður af stjórnmálamönnum sem og fjölmiðlum, sem meðal annars voru í eigu eigenda bankanna. 10. Fjölmiðlafrumvarpið: Það verður að segjast að Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér varðandi ákveðna þætti fjölmiðlafrumvarpsins, þó annað hafi verið gallað. Eignarhald ákveðinna aðila á fjölmiðlum er ein af ástæðum andvaraleysis þeirra. Þeir gátu haft mikil áhrif á almenningsálitið og sveigt það að sér. 11. Menntun og fjármálalæsi ábótavant: Almenningur var oft auðvelt fórnarlamb fjármálastofnana þegar kom að óskynsamlegum lántökum. 12. Tímaleysi og áróður: Fólki var talin trú um að Íslendingar væru svo afskaplega ríkir! Höfundur skrifaði grein um þá hagfræðilegu blekkingu í Morgunblaðinu árið 2006 undir nafninu „Íslendingar sjötta ríkasta þjóð í heimi". Þar kemur fram að mikil vinna og vinnuframlag hefur hér mest að segja. 13. Skortur á ákveðnu viðskiptasiðferði og skattfræði: Gráa svæðið var stórt, menn komust upp með ótrúlega hluti í viðskiptaumhverfinu. Hluti almennings virtist og virðist einnig ekki gera sér grein fyrir til hvers það er að greiða skatta. 14. Hagstjórn ábótavant, einkum frá árinu 2000 auk veikrar stjórnsýslu: Þensluhvetjandi aðgerðir, skortur á aðhaldi í ríkisfjármálum og ýmis hagfræðileg lögmál í raun brotin. Að mörgu leyti var um að ræða gervihagvöxt keyrðan upp með lántökum. 15. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans: Aðferðafræði sem beitt var og hverjir voru handvaldir sem kaupendur. Forkastanleg vinnubrögð sem meðal annars urðu til þess að formaður einkavæðingarnefndar sagði upp stöðu sinni með orðunum „Aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum." 16. Þjóðhagsstofnun var lögð niður: Um var að ræða hlutlausan greiningaraðila. Í staðinn tóku greiningardeildir bankanna við spám! 17. Gjafakvótakerfið: Aðferðafræði og framkvæmdin. Höfundur er þó ekki á móti kvóta á aðgengi að fiskimiðum, enda málið skylt þar sem fjöldi útgerðarmanna er í ættbálki mínum við nyrsta odda landsins. Undirritaður leyfir sér að vera bjartsýnn fyrir hönd hins nýja Íslands, enda býr mikill kraftur og áræði í þjóðinni. Þó er þörf á langtímastefnumótun, fyrirbyggjandi aðgerðum og öguðum vinnubrögðum. Auk þess siðfræðikennslu, minnkun efnishyggju, beitingu réttrar aðferðafræði og innrætingu ábyrgðarkenndar - sér í lagi hjá karlmönnum. Þá er mikilvægt að grunnþekking fjármála og hagfræði sé hluti af námi bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Fjöldi fólks og fjölskyldna á um sárt höfuð að binda sökum atriða hér talin upp í greininni. Á blogginu hakonthor.blog.is, hefur verið farið ítarlegar í saumana á einstökum atriðum hér, m.a. í áður birtum greinum í blöðum eða á vef. Einnig er þessi grein þar í aðeins lengri útgáfu. Höfundi er mikið í mun að þeir útrásargemlingar og aðrir sem tekið hafa peninga frá þjóðinni greiði sem allra mest til baka. Það kýs ég enn frekar en að þeir sitji í lengri tíma á kostnað skattgreiðenda á hvíldarheimilum svo sem Kvíabryggju.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun