Darling spurði hvert hann ætti að senda Icesave-reikninginn 12. apríl 2010 15:24 Alistair Darling spurði hvert hann ætti að senda Icesave-reikninginn. Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði við Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskitparáðherra og Jón Sigurðssonar fyrrverandi stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, að Bretar myndu ábyrgjast innistæður Icesave í Bretlandi að fullu. Hann spurði síðan íslenska föruneytið hvert hann ætti að senda reikninginn. Þessi fundur átti sérs tað í London 2. september 2008, mánuði fyrir hrun. Þá segir í skýrslunni að ríkisstjórnin hafi ekki reynt að koma Icesave í skjól eftir þennan fund. Á fundinum var meðal annars Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytis og Áslaug Árnadóttir, formaður stjórnar TIF. Jón Sigurðsson reifaði sjónarmið íslenskra stjórnvalda á fundinum. En haft er eftir Jónínu S. Lárusdóttur að Darling hafi sagst gera ráð fyrir því að bresk stjórnvöld myndu ábyrgjast innstæður að fullu og spurt hvert síðan ætti að senda reikninginn. Clive Maxwell, starfsmaður breska fjármálaráðuneytisins, lýsti því skömmu síðar á fundi með Sverri Hauki Gunnlaugssyni, sendiherra Íslands í London, að Darling hefði orðið fyrir vonbrigðum með þennan fund sinn með íslenskum embættismönnum. Fram kom í máli Maxwell að Darling hefði þótt sem Íslendingarnir áttuðu sig ekki á alvarleika málsins. Í þessu samhengi tekur rannsóknarnefnd Alþingis fram að ekki verður séð að fundur viðskiptaráðherra og stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins með fjármálaráðherra Bretlands hafi með neinu móti dregið úr áhyggjum innan breska stjórnkerfisins af málefnum Landsbankans eða liðkað fyrir lausn vandans. Þá segir í skýrslunni að íslensku fundarmönnunum gat ekki dulist að Darling taldi verulega hættu á að Landsbankinn gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart innstæðueigendum í Bretlandi. Þá segir einnig orðrétt í skýrslunni: „Loks verður ekki séð að á næstu vikum eftir fundinn hafi viðskiptaráðherra eða aðrir ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands kannað hvaða leiðir kynnu að vera færar til að greiða fyrir flutningi Icesave reikninganna yfir í dótturfélag." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði við Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskitparáðherra og Jón Sigurðssonar fyrrverandi stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, að Bretar myndu ábyrgjast innistæður Icesave í Bretlandi að fullu. Hann spurði síðan íslenska föruneytið hvert hann ætti að senda reikninginn. Þessi fundur átti sérs tað í London 2. september 2008, mánuði fyrir hrun. Þá segir í skýrslunni að ríkisstjórnin hafi ekki reynt að koma Icesave í skjól eftir þennan fund. Á fundinum var meðal annars Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytis og Áslaug Árnadóttir, formaður stjórnar TIF. Jón Sigurðsson reifaði sjónarmið íslenskra stjórnvalda á fundinum. En haft er eftir Jónínu S. Lárusdóttur að Darling hafi sagst gera ráð fyrir því að bresk stjórnvöld myndu ábyrgjast innstæður að fullu og spurt hvert síðan ætti að senda reikninginn. Clive Maxwell, starfsmaður breska fjármálaráðuneytisins, lýsti því skömmu síðar á fundi með Sverri Hauki Gunnlaugssyni, sendiherra Íslands í London, að Darling hefði orðið fyrir vonbrigðum með þennan fund sinn með íslenskum embættismönnum. Fram kom í máli Maxwell að Darling hefði þótt sem Íslendingarnir áttuðu sig ekki á alvarleika málsins. Í þessu samhengi tekur rannsóknarnefnd Alþingis fram að ekki verður séð að fundur viðskiptaráðherra og stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins með fjármálaráðherra Bretlands hafi með neinu móti dregið úr áhyggjum innan breska stjórnkerfisins af málefnum Landsbankans eða liðkað fyrir lausn vandans. Þá segir í skýrslunni að íslensku fundarmönnunum gat ekki dulist að Darling taldi verulega hættu á að Landsbankinn gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart innstæðueigendum í Bretlandi. Þá segir einnig orðrétt í skýrslunni: „Loks verður ekki séð að á næstu vikum eftir fundinn hafi viðskiptaráðherra eða aðrir ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands kannað hvaða leiðir kynnu að vera færar til að greiða fyrir flutningi Icesave reikninganna yfir í dótturfélag."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira