Vinstri grænir kæra fleiri myndbirtingar af Steingrími 22. apríl 2009 15:00 Steingrímur J. Sigfússon formaður VG. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært auglýsingu Vefþjóðviljans, andriki.is sem haldið er úti af hægri mönnum, til siðanefndar SÍA en auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar er birt mynd af Steingrími J. Sigfússyni formanni flokksins og vill flokkurinn kanna hvort myndbirtingin standist siðareglur SÍA. Áður hefur VG kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi fyrir svipaðar auglýsignar sem birst hafa í héraðsblöðum. Stjórnarmaður Andríkis segir merkilegt að VG hafi ekki gert neina efnislega athugasemd við auglýsinguna. Fordæmi eru fyrir myndbirtingum af fólki úr öðrum flokkum í kosningum. Auglýsing Vefþjóðviljans sem birtist í dag fjallar um að laun formanna stjórnarandstöðuflokkanna hafi hækkað um 50% með samþykkt „eftirlaunafrumvarpsins" svokallaða. Þegar vinstri flokkarnir hafi síðan tekið við 1.febrúar hafi Steingrímur verið búinn að fá 15 milljónir króna vegna þessa. Síðan er sagt frá því að Steingrímur hafi kallað frumvarpið „ósóma" en ekki séð ástæðu til þess að endurgreiða umrædda upphæð. Í kæru VG sem undirrituð er af Finni Dellsén miðlægum kosningastjóra flokksins segir að birting myndarinnar af Steingrími sé óheimil samkvæmt siðareglum SÍA og stjórnin beðin um að úrskurða í málinu. „Það er merkilegt að Vinstri grænir hafa enga efnislega athugasemd við auglýsinguna. Þeir vilja bara stoppa hana vegna myndbirtingar af Steingrími. Það er eins og þeim þyki það mikið feimnismál að Steingrímur hefur hagnast um 15 milljónir króna vegna eftirlaunafrumvarpsins svonefnda frá árinu 2003. Þuríður Bachman þingmaður VG var einn af upphaflegum flutningsmönnum frumvarpsins en Steingrímur kallaði það nýlega ósóma. Hvers vegna skilar hann þá ekki þessum 15 milljónum af ósómanum?," segir Glúmur Jón Björnsson stjórnarmaður Andríkis. Glúmur segir að myndbirtingar af andstæðingum í auglýsingum stjórnmálaflokka þekkist í gegnum tíðina. Nefnir hann í því sambandi auglýsingu frá Samfylkingunni í aðdraganda kosninganna 2003 þar sem myndir af öllum fyrrum forsætisráðherrum landsins voru birtar ásamt mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi forsætisráðherraefni flokksins. Fréttastofa hefur einnig undir höndum auglýsingu frá Frjálslyndaflokknum sem dreift var í hús. Þar er birt auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum síðan í kosningunum 2007 þar sem er mynd af Geir H. Haarde. Einnig má benda á barmmerki sem ungir vinstri grænir hafa dreift undanfarið með mynd af Bjarna Benediktsson formanni Sjálfstæðisflokksins með áletruninni, „Olía á eldinn".Auglýsing Frjálslynda flokksinsAuglýsing VefþjóðviljansBarmmerki UVG Kosningar 2009 Tengdar fréttir VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna. 21. apríl 2009 21:16 Sjálfstæðismenn fá frest fram yfir kosningar til að svara kæru VG Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa frest fram yfir kosningar til að kom á framfæri sínum sjónarmiðum vegna kæru Vinstri grænna til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður siðanefndarinnar SÍA. Hann vill ekki tjá sig efnislega um kæruna. 22. apríl 2009 10:34 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært auglýsingu Vefþjóðviljans, andriki.is sem haldið er úti af hægri mönnum, til siðanefndar SÍA en auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar er birt mynd af Steingrími J. Sigfússyni formanni flokksins og vill flokkurinn kanna hvort myndbirtingin standist siðareglur SÍA. Áður hefur VG kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi fyrir svipaðar auglýsignar sem birst hafa í héraðsblöðum. Stjórnarmaður Andríkis segir merkilegt að VG hafi ekki gert neina efnislega athugasemd við auglýsinguna. Fordæmi eru fyrir myndbirtingum af fólki úr öðrum flokkum í kosningum. Auglýsing Vefþjóðviljans sem birtist í dag fjallar um að laun formanna stjórnarandstöðuflokkanna hafi hækkað um 50% með samþykkt „eftirlaunafrumvarpsins" svokallaða. Þegar vinstri flokkarnir hafi síðan tekið við 1.febrúar hafi Steingrímur verið búinn að fá 15 milljónir króna vegna þessa. Síðan er sagt frá því að Steingrímur hafi kallað frumvarpið „ósóma" en ekki séð ástæðu til þess að endurgreiða umrædda upphæð. Í kæru VG sem undirrituð er af Finni Dellsén miðlægum kosningastjóra flokksins segir að birting myndarinnar af Steingrími sé óheimil samkvæmt siðareglum SÍA og stjórnin beðin um að úrskurða í málinu. „Það er merkilegt að Vinstri grænir hafa enga efnislega athugasemd við auglýsinguna. Þeir vilja bara stoppa hana vegna myndbirtingar af Steingrími. Það er eins og þeim þyki það mikið feimnismál að Steingrímur hefur hagnast um 15 milljónir króna vegna eftirlaunafrumvarpsins svonefnda frá árinu 2003. Þuríður Bachman þingmaður VG var einn af upphaflegum flutningsmönnum frumvarpsins en Steingrímur kallaði það nýlega ósóma. Hvers vegna skilar hann þá ekki þessum 15 milljónum af ósómanum?," segir Glúmur Jón Björnsson stjórnarmaður Andríkis. Glúmur segir að myndbirtingar af andstæðingum í auglýsingum stjórnmálaflokka þekkist í gegnum tíðina. Nefnir hann í því sambandi auglýsingu frá Samfylkingunni í aðdraganda kosninganna 2003 þar sem myndir af öllum fyrrum forsætisráðherrum landsins voru birtar ásamt mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi forsætisráðherraefni flokksins. Fréttastofa hefur einnig undir höndum auglýsingu frá Frjálslyndaflokknum sem dreift var í hús. Þar er birt auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum síðan í kosningunum 2007 þar sem er mynd af Geir H. Haarde. Einnig má benda á barmmerki sem ungir vinstri grænir hafa dreift undanfarið með mynd af Bjarna Benediktsson formanni Sjálfstæðisflokksins með áletruninni, „Olía á eldinn".Auglýsing Frjálslynda flokksinsAuglýsing VefþjóðviljansBarmmerki UVG
Kosningar 2009 Tengdar fréttir VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna. 21. apríl 2009 21:16 Sjálfstæðismenn fá frest fram yfir kosningar til að svara kæru VG Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa frest fram yfir kosningar til að kom á framfæri sínum sjónarmiðum vegna kæru Vinstri grænna til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður siðanefndarinnar SÍA. Hann vill ekki tjá sig efnislega um kæruna. 22. apríl 2009 10:34 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna. 21. apríl 2009 21:16
Sjálfstæðismenn fá frest fram yfir kosningar til að svara kæru VG Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa frest fram yfir kosningar til að kom á framfæri sínum sjónarmiðum vegna kæru Vinstri grænna til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður siðanefndarinnar SÍA. Hann vill ekki tjá sig efnislega um kæruna. 22. apríl 2009 10:34