Elsta einkenni New York borgar selt hótelkóngi 31. maí 2009 09:16 Ítalski hótelkóngurinn Valter Mainetti hefur fest kaup á Flatiron byggingunni í New York en þessi hníflaga bygging er elsta einkenni New York borgar og jafnframt fyrsti skýjakljúfurinn sem byggður var í borginni árið 1902. Margir New York búar eru miður sín út af þessum kaupum og telja að Mainetti mun eyðileggja hinar fögur úthliðar byggingarinnar með auglýsingum og glysi. Mainetti segist ætla að breyta byggingunni í lúxushótel. Hann getur þó ekki breytt byggingunni sjálfri að neinu leyti enda er hún alfriðuð. Það var félag Mainetti, Sorgente Group, sem keypti ráðandi hlut í Flatiron en kaupverðið var ekki gefið upp. Fasteignamatið nemur hinsvegar 190 milljónum dollara, eða rúmir 23 milljörðum kr.,að því er segir í umfjöllun börsen.dk um málið. Þessi frétt kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að greint var frá því að tvær aðrar þekktar byggingar í New York hefðu verið selda Aröbum. Þetta eru GM byggingin og Chrysler byggingin. New York búar spyrja sig nú hvort allt Stóra epplið (Big Apple) verði selt útlendingum. Sjálfur segir Mainetti í samtali við Daily Mail að þeir muni passa vel upp á það listaverk sem Flatiron byggingin er. Því miður fyrir hann þarf hann að bíða í allt að áratug eftir að núverandi leigjendur hússins eru tilbúnir að yfirgefa það. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ítalski hótelkóngurinn Valter Mainetti hefur fest kaup á Flatiron byggingunni í New York en þessi hníflaga bygging er elsta einkenni New York borgar og jafnframt fyrsti skýjakljúfurinn sem byggður var í borginni árið 1902. Margir New York búar eru miður sín út af þessum kaupum og telja að Mainetti mun eyðileggja hinar fögur úthliðar byggingarinnar með auglýsingum og glysi. Mainetti segist ætla að breyta byggingunni í lúxushótel. Hann getur þó ekki breytt byggingunni sjálfri að neinu leyti enda er hún alfriðuð. Það var félag Mainetti, Sorgente Group, sem keypti ráðandi hlut í Flatiron en kaupverðið var ekki gefið upp. Fasteignamatið nemur hinsvegar 190 milljónum dollara, eða rúmir 23 milljörðum kr.,að því er segir í umfjöllun börsen.dk um málið. Þessi frétt kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að greint var frá því að tvær aðrar þekktar byggingar í New York hefðu verið selda Aröbum. Þetta eru GM byggingin og Chrysler byggingin. New York búar spyrja sig nú hvort allt Stóra epplið (Big Apple) verði selt útlendingum. Sjálfur segir Mainetti í samtali við Daily Mail að þeir muni passa vel upp á það listaverk sem Flatiron byggingin er. Því miður fyrir hann þarf hann að bíða í allt að áratug eftir að núverandi leigjendur hússins eru tilbúnir að yfirgefa það.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira