Slitastjórn Kaupþings ræður PwC til rannsóknarvinnu Gunnar Örn Jónsson skrifar 18. ágúst 2009 13:30 Slitastjórn Kaupþings hefur ráðið endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) til að sinna rannsókn á ráðstöfunum bankans áður en hann fór í greiðslustöðvun með sérstakri áherslu á mögulega riftun ráðstafana þrotamanns á grundvelli gjaldþrotaskiptalaga. Síðastliðið haust réð skilanefnd Kaupþings að beiðni Fjármálaeftirlitsins (FME) endurskoðunarfyrirtækið PwC til að kanna hvort bankinn eða aðilar tengdir honum hefðu á síðustu vikunum fyrir fall bankans vikið frá innri reglum hans eða brotið gegn reglum um starfsemi fjármálafyrirtækja, lögum um verðbréfaviðskipti eða almennum hegningarlögum. Ítarlegri úttekt var skilað til FME 30. desember 2008 og hefur sú úttekt þegar orðið grundvöllur frekari rannsókna. Jafnframt hafa embætti sérstaks saksóknara og rannsóknarnefnd Alþingis fengið aðgang að úttektinni. Auk fyrrnefndrar úttektar hefur mikið starf verið unnið af hálfu skilanefndar og starfsfólks hennar sem mun nýtast við undirbúning riftunarmála slitastjórnar. Kaupþing hefur verið í greiðslustöðvun frá 24. nóvember 2008. Slitastjórn bankans var skipuð 25. maí síðastliðinn. Verkefni slitastjórnar er meðal annars að kanna alla löggerninga og ráðstafanir í rekstri bankans í samræmi við riftunarákvæði gjaldþrotaskiptalaga.Viðamikil rannskókn sem nær allt að tvö ár aftur í tímann Um er að ræða viðamikla rannsókn þar sem farið verður yfir bókhald bankans og löggerninga allt að tvö ár aftur í tímann en þess má geta að færslur í bókhaldi bankans voru margar milljónir á mánuði. Helstu ráðstafanir sem koma til skoðunar eru: Lánveitingar, innlán, afleiðuviðskipti, verðbréfaviðskipti, fjármagnshreyfingar milli fyrirtækja og landa, flóknir fjármálagerningar, starfsmannatengdar greiðslur og viðskipti. Sérstaklega verða skoðuð viðskipti við nákomna aðila í skilningi gjaldþrotaskiptalaganna, stærstu hluthafa bankans, helstu stjórnendur, innherja og fleiri. Reiknað er með því að fjöldi starfsmanna PwC komi að rannsókninni sem og starfsmenn slitastjórnar og skilanefndar. Sérfræðiteymi frá PwC á Bretlandi kemur að rannsókninni frá upphafi. Ólafur Garðarson hrl. er aðstoðarmaður greiðslustöðvunar Kaupþings og á sæti í slitastjórn bankans: „Við höldum áfram þeirri vinnu sem skilanefndin hóf í haust. Stefnan er að skoða allt ofan í kjölinn en við gerum okkur grein fyrir því að umfangið er mikið. Samt sem áður er ætlunin að fara fram með fyrstu riftunarmálin í haust. Jafnframt verður eftir atvikum málum vísað til sérstaks saksóknara eða lögregluyfirvalda." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Slitastjórn Kaupþings hefur ráðið endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) til að sinna rannsókn á ráðstöfunum bankans áður en hann fór í greiðslustöðvun með sérstakri áherslu á mögulega riftun ráðstafana þrotamanns á grundvelli gjaldþrotaskiptalaga. Síðastliðið haust réð skilanefnd Kaupþings að beiðni Fjármálaeftirlitsins (FME) endurskoðunarfyrirtækið PwC til að kanna hvort bankinn eða aðilar tengdir honum hefðu á síðustu vikunum fyrir fall bankans vikið frá innri reglum hans eða brotið gegn reglum um starfsemi fjármálafyrirtækja, lögum um verðbréfaviðskipti eða almennum hegningarlögum. Ítarlegri úttekt var skilað til FME 30. desember 2008 og hefur sú úttekt þegar orðið grundvöllur frekari rannsókna. Jafnframt hafa embætti sérstaks saksóknara og rannsóknarnefnd Alþingis fengið aðgang að úttektinni. Auk fyrrnefndrar úttektar hefur mikið starf verið unnið af hálfu skilanefndar og starfsfólks hennar sem mun nýtast við undirbúning riftunarmála slitastjórnar. Kaupþing hefur verið í greiðslustöðvun frá 24. nóvember 2008. Slitastjórn bankans var skipuð 25. maí síðastliðinn. Verkefni slitastjórnar er meðal annars að kanna alla löggerninga og ráðstafanir í rekstri bankans í samræmi við riftunarákvæði gjaldþrotaskiptalaga.Viðamikil rannskókn sem nær allt að tvö ár aftur í tímann Um er að ræða viðamikla rannsókn þar sem farið verður yfir bókhald bankans og löggerninga allt að tvö ár aftur í tímann en þess má geta að færslur í bókhaldi bankans voru margar milljónir á mánuði. Helstu ráðstafanir sem koma til skoðunar eru: Lánveitingar, innlán, afleiðuviðskipti, verðbréfaviðskipti, fjármagnshreyfingar milli fyrirtækja og landa, flóknir fjármálagerningar, starfsmannatengdar greiðslur og viðskipti. Sérstaklega verða skoðuð viðskipti við nákomna aðila í skilningi gjaldþrotaskiptalaganna, stærstu hluthafa bankans, helstu stjórnendur, innherja og fleiri. Reiknað er með því að fjöldi starfsmanna PwC komi að rannsókninni sem og starfsmenn slitastjórnar og skilanefndar. Sérfræðiteymi frá PwC á Bretlandi kemur að rannsókninni frá upphafi. Ólafur Garðarson hrl. er aðstoðarmaður greiðslustöðvunar Kaupþings og á sæti í slitastjórn bankans: „Við höldum áfram þeirri vinnu sem skilanefndin hóf í haust. Stefnan er að skoða allt ofan í kjölinn en við gerum okkur grein fyrir því að umfangið er mikið. Samt sem áður er ætlunin að fara fram með fyrstu riftunarmálin í haust. Jafnframt verður eftir atvikum málum vísað til sérstaks saksóknara eða lögregluyfirvalda."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira