Íran/Ísland Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 18. júní 2009 06:00 Hálfa leið um hnöttinn reis fólk úr rekkju í morgun eftir órólega nótt. Gærdaginn var mótmælt á götum. Lögregla hefur farið um götur og hús, leitað nafntogaða menn uppi og fangelsað með hörkulegum hætti: blaðamenn, sem reynst hafa iðnir síðustu viku að greina frá massífum mótmælum, eru horfnir bak við lás og slá. Skeinuhættum stjórnvöldum hefur tekist að koma helstu gagnrýnendum sínum í bann. Útvarpssendingar frá erlendum stöðvum eru djammaðar, vefsetrum lokað, SMS-sendingar læstar, fjölmiðlar lúta valdi stjórnvalda. Klerkaveldið nötrar og sjálfskipuð stjórn sem situr eftir spilltar kosningar situr magnþrota með ónýtt umboð. Um göturnar fer ungt fólk og konur eru í framlínunni. Næstu dagar verða örlagaríkir: munu mótmæli almennings hrinda valdhöfum sem eru kennistéttunum þóknanlegar, lýtur valdastéttin í lægra haldi fyrir „skrílnum"? Það á ekki af Íran að ganga: þetta forna stórveldi með sinni gjöfulu og ríku menningu hefur mátt þola leppstjóra stórveldanna, harðstjórn kennivalds og nú vill hin unga þjóð rjúfa bönd fortíðarinnar og grípur til vopna sem víða hafa dugað: lýðræðis í kosningum eftir svo kvika og almenna umræðu og þátttöku að undrum sætti víða um heim. Hvert sem menn vilja leita upphafsins má finna kjarnann í hugsuninni: Víst getum við. Og varðar okkur um þá eitthvað í Langtbortistan? Ekki er þeirra barátta okkar? Ekki situr hér slíkt kenniveldi, gæslumenn gamalla hugmynda, stirðnaðra hagsmuna? Ekki þurfum við að gá hvort Facebook virkar, Netið sé tengt, pressan standi sig? Við trúum að Netið haldi, lífið líði áfram, peningafárið í kringum okkar nái brátt mörkum, endileysunni ljúki, en sjáum engin merki þess í bráð. Og yfir okkur kusum við ríkisstjórn sem grípur ryðguð vopn, skattahækkanir og álögur, henni er um megn að stytta böndin þegar þarf, skera niður og endurskipuleggja í ríkisrekstrinum. Hún er magnþrota um miðjan morgun. Og þá fellur krafan um aðgerðir á okkur: heima við, í fyrirtækjunum, í hinni virku umræðu á torgum og túnum, hvar sem við komum saman. Flokkaböndin skulu sundur, málefnin lifna í samtali um hvað sameinar og hvað skilur að. Nýr sáttmáli lagður, gömul gildi fægð svo skíni: við skulum jöfn. Lýðræðið verður virkt á ný. Og karl sem flytur milli hreppa leggur fram hina sanngjörnu kröfu sem nú skal enn brýnd: einn maður, eitt atkvæði. Kosningarétturinn verður að byggja á jafnræði. Annars eru kosningar ekki lýðræðislegar, kosninganiðurstöður falsaðar því reglurnar byggjast á rangindum. Þegar þeim rangindum verður eytt getum við kosið á ný fulltrúa sem sannanlega eru kjörnir af jöfnum rétti atkvæða. Daginn fyrir baráttudag verkalýðsins í vor lýsti leiðarahöfundur eins íhaldssamasta blaðs Bandaríkjanna áhyggjum yfir hinu heita sumri sem fram undan væri í gömlu álfunni, Evrópu. Því til sanninda voru nefnd ólæti almennings í Reykjavík og víðar. Sumarið er komið: Íran er nær en við sjáum á kortinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Hálfa leið um hnöttinn reis fólk úr rekkju í morgun eftir órólega nótt. Gærdaginn var mótmælt á götum. Lögregla hefur farið um götur og hús, leitað nafntogaða menn uppi og fangelsað með hörkulegum hætti: blaðamenn, sem reynst hafa iðnir síðustu viku að greina frá massífum mótmælum, eru horfnir bak við lás og slá. Skeinuhættum stjórnvöldum hefur tekist að koma helstu gagnrýnendum sínum í bann. Útvarpssendingar frá erlendum stöðvum eru djammaðar, vefsetrum lokað, SMS-sendingar læstar, fjölmiðlar lúta valdi stjórnvalda. Klerkaveldið nötrar og sjálfskipuð stjórn sem situr eftir spilltar kosningar situr magnþrota með ónýtt umboð. Um göturnar fer ungt fólk og konur eru í framlínunni. Næstu dagar verða örlagaríkir: munu mótmæli almennings hrinda valdhöfum sem eru kennistéttunum þóknanlegar, lýtur valdastéttin í lægra haldi fyrir „skrílnum"? Það á ekki af Íran að ganga: þetta forna stórveldi með sinni gjöfulu og ríku menningu hefur mátt þola leppstjóra stórveldanna, harðstjórn kennivalds og nú vill hin unga þjóð rjúfa bönd fortíðarinnar og grípur til vopna sem víða hafa dugað: lýðræðis í kosningum eftir svo kvika og almenna umræðu og þátttöku að undrum sætti víða um heim. Hvert sem menn vilja leita upphafsins má finna kjarnann í hugsuninni: Víst getum við. Og varðar okkur um þá eitthvað í Langtbortistan? Ekki er þeirra barátta okkar? Ekki situr hér slíkt kenniveldi, gæslumenn gamalla hugmynda, stirðnaðra hagsmuna? Ekki þurfum við að gá hvort Facebook virkar, Netið sé tengt, pressan standi sig? Við trúum að Netið haldi, lífið líði áfram, peningafárið í kringum okkar nái brátt mörkum, endileysunni ljúki, en sjáum engin merki þess í bráð. Og yfir okkur kusum við ríkisstjórn sem grípur ryðguð vopn, skattahækkanir og álögur, henni er um megn að stytta böndin þegar þarf, skera niður og endurskipuleggja í ríkisrekstrinum. Hún er magnþrota um miðjan morgun. Og þá fellur krafan um aðgerðir á okkur: heima við, í fyrirtækjunum, í hinni virku umræðu á torgum og túnum, hvar sem við komum saman. Flokkaböndin skulu sundur, málefnin lifna í samtali um hvað sameinar og hvað skilur að. Nýr sáttmáli lagður, gömul gildi fægð svo skíni: við skulum jöfn. Lýðræðið verður virkt á ný. Og karl sem flytur milli hreppa leggur fram hina sanngjörnu kröfu sem nú skal enn brýnd: einn maður, eitt atkvæði. Kosningarétturinn verður að byggja á jafnræði. Annars eru kosningar ekki lýðræðislegar, kosninganiðurstöður falsaðar því reglurnar byggjast á rangindum. Þegar þeim rangindum verður eytt getum við kosið á ný fulltrúa sem sannanlega eru kjörnir af jöfnum rétti atkvæða. Daginn fyrir baráttudag verkalýðsins í vor lýsti leiðarahöfundur eins íhaldssamasta blaðs Bandaríkjanna áhyggjum yfir hinu heita sumri sem fram undan væri í gömlu álfunni, Evrópu. Því til sanninda voru nefnd ólæti almennings í Reykjavík og víðar. Sumarið er komið: Íran er nær en við sjáum á kortinu.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun