Skorumst ekki undan Svandís Svavarsdóttir skrifar 16. október 2009 06:00 Frá því á Umhverfisþingi um liðna helgi þar sem ég fjallaði meðal annars um samningsmarkmið Íslands í loftslagsmálum hafa ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn sett undir sig hausinn að því er virðist vísvitandi til að nesta umræðuna með blekkingum og rangfærslum. Það er sérkennilegur máti í stjórnmálum að láta sér ekki nægja raunverulegan ágreining um pólitísk markmið, leiðir og aðferðir heldur að leitast við að afflytja og skrumskæla umræðuna til þess eins að ná einni línu í fjölmiðli dagsins. Á Umhverfisþingi sagði ég að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum og var því þá haldið fram að ég hefði afsalað þjóðinni einum 15 milljörðum á því tímabili sem Kýótó-bókunin nær yfir og að mál yrðu í algjöru uppnámi í árslok 2012 þegar fyrsta skuldbindingartímabil Kýótó rennur út. Hér er um fráleita staðhæfingu að ræða, sem er úr lausu lofti gripin. Staðreyndin er sú að engar breytingar verða á losunarheimildum íslenskra fyrirtækja á skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, til ársloka 2012. Málið snýst um hvers konar kerfi við munum búa við eftir 2012. Við erum í annarri stöðu í samningaviðræðum nú en þegar samið var um Kýótó-bókunina fyrir áratug síðan. Við höfum í raun tekið upp reglur Evrópusambandsins (ESB) um losun gróðurhúsalofttegunda að hluta til, samkvæmt skuldbindingum okkar í EES- samningnum. Ísland er nú þegar, lagalega séð, hluti af viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og nú liggur fyrir að frá og með 1. janúar 2013 munu losunarheimildir til stóriðju hér á landi koma úr viðskiptakerfi ESB. Ekki liggja fyrir nákvæmar úthlutunarreglur á heimildum til ál- og járnblendiframleiðslu innan ESB. Þó bendir allt til þess að fyrirtæki á þessu sviði fái stærstan hluta heimilda og hugsanlega allar fríar í fyrstu, en síðan muni koma til vaxandi skerðingar á heimildum, sem fyrirtæki þurfa að mæta með því að draga úr losun eða kaupa heimildir. Þau fyrirtæki sem standa sig best koma best út úr þessu kerfi, en þau sem menga mikið þurfa að axla þyngri byrðar. Í þessu kerfi er það grundvallaratriði að staða fyrirtækja á ekki að vera ólík eftir ríkjum, heldur eingöngu eftir frammistöðu. Íslensk stjórnvöld hafa rætt við fulltrúa ESB um að taka á sig sameiginlega skuldbindingu gagnvart annarri losun gróðurhúsalofttegunda en þeirra sem falla undir viðskiptakerfi ESB. Slík lausn fæli einkum í sér þrennt: Í fyrsta lagi verður kerfisbreyting, þannig að íslensk fyrirtæki myndu ekki lengur sækja losunarheimildir úr séríslensku regluverki sem byggir á tímabundnu undanþáguákvæði, heldur úr samevrópsku kerfi, þar sem almennar reglur gilda. Í öðru lagi þyrftu Ísland og íslensk fyrirtæki ekki að búa við tvöfalt regluverk og miklu flóknara lagaumhverfi en önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi myndi þetta þýða að Ísland tæki upp allt regluverk ESB í loftslagsmálum, en ekki einungis viðskiptakerfið. Þessi lausn er álitin miklu hagfelldari fyrir Ísland og íslensk fyrirtæki en sú að búa við tvöfalt kerfi skuldbindinga í loftslagsmálum. Enginn aukalegur kostnaður félli á Ísland eða íslensk fyrirtæki við þessa kerfisbreytingu, hvað þá 15 milljarðar eða einhver slík tala sem menn hafa haldið á lofti. Ég sagði á nýliðnu Umhverfisþingi að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum. Við það stend ég. Það er engin von til þess að Ísland fái aukinn kvóta og nýjar flóknar sérlausnir á fundi þar sem allir verða beðnir um að draga úr losun. Ég mun gæta ítrustu hagsmuna Íslands í þessum viðræðum. Fyrir fyrirtæki sem þarfnast losunarheimilda þýðir það að þurfa ekki að standa frammi fyrir aukalegum skuldbindingum árið 2013 í viðbót við þær sem ljóst er að þau munu taka á sig með þátttöku í evrópska viðskiptakerfinu. Fyrir Ísland þýðir það að njóta sanngirni samanborið við önnur ríki og að geta borið höfuðið hátt í loftslagsmálum. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, talaði í Háskólanum á dögunum. Hann nálgaðist loftslagsmálin á merkilegan hátt. Færeyingar eiga ekki aðild að Kyoto, en þeir vilja engu að síður taka á sig skuldbindingar framtíðarinnar. ,,Við skiptum kannski hlutfallslega engu máli þegar litið er á heildarmyndina, en við viljum taka þátt í að axla byrðarnar," sagði Johannesen. Færeyingar gætu orðið okkur fyrirmynd í því að axla ábyrgð af fullri reisn. Loftslagsmálin eru að líkindum stærsta og flóknasta viðfangsefni stjórnmála komandi ára og áratuga. Þar má Ísland ekki skorast undan. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því á Umhverfisþingi um liðna helgi þar sem ég fjallaði meðal annars um samningsmarkmið Íslands í loftslagsmálum hafa ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn sett undir sig hausinn að því er virðist vísvitandi til að nesta umræðuna með blekkingum og rangfærslum. Það er sérkennilegur máti í stjórnmálum að láta sér ekki nægja raunverulegan ágreining um pólitísk markmið, leiðir og aðferðir heldur að leitast við að afflytja og skrumskæla umræðuna til þess eins að ná einni línu í fjölmiðli dagsins. Á Umhverfisþingi sagði ég að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum og var því þá haldið fram að ég hefði afsalað þjóðinni einum 15 milljörðum á því tímabili sem Kýótó-bókunin nær yfir og að mál yrðu í algjöru uppnámi í árslok 2012 þegar fyrsta skuldbindingartímabil Kýótó rennur út. Hér er um fráleita staðhæfingu að ræða, sem er úr lausu lofti gripin. Staðreyndin er sú að engar breytingar verða á losunarheimildum íslenskra fyrirtækja á skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, til ársloka 2012. Málið snýst um hvers konar kerfi við munum búa við eftir 2012. Við erum í annarri stöðu í samningaviðræðum nú en þegar samið var um Kýótó-bókunina fyrir áratug síðan. Við höfum í raun tekið upp reglur Evrópusambandsins (ESB) um losun gróðurhúsalofttegunda að hluta til, samkvæmt skuldbindingum okkar í EES- samningnum. Ísland er nú þegar, lagalega séð, hluti af viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og nú liggur fyrir að frá og með 1. janúar 2013 munu losunarheimildir til stóriðju hér á landi koma úr viðskiptakerfi ESB. Ekki liggja fyrir nákvæmar úthlutunarreglur á heimildum til ál- og járnblendiframleiðslu innan ESB. Þó bendir allt til þess að fyrirtæki á þessu sviði fái stærstan hluta heimilda og hugsanlega allar fríar í fyrstu, en síðan muni koma til vaxandi skerðingar á heimildum, sem fyrirtæki þurfa að mæta með því að draga úr losun eða kaupa heimildir. Þau fyrirtæki sem standa sig best koma best út úr þessu kerfi, en þau sem menga mikið þurfa að axla þyngri byrðar. Í þessu kerfi er það grundvallaratriði að staða fyrirtækja á ekki að vera ólík eftir ríkjum, heldur eingöngu eftir frammistöðu. Íslensk stjórnvöld hafa rætt við fulltrúa ESB um að taka á sig sameiginlega skuldbindingu gagnvart annarri losun gróðurhúsalofttegunda en þeirra sem falla undir viðskiptakerfi ESB. Slík lausn fæli einkum í sér þrennt: Í fyrsta lagi verður kerfisbreyting, þannig að íslensk fyrirtæki myndu ekki lengur sækja losunarheimildir úr séríslensku regluverki sem byggir á tímabundnu undanþáguákvæði, heldur úr samevrópsku kerfi, þar sem almennar reglur gilda. Í öðru lagi þyrftu Ísland og íslensk fyrirtæki ekki að búa við tvöfalt regluverk og miklu flóknara lagaumhverfi en önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi myndi þetta þýða að Ísland tæki upp allt regluverk ESB í loftslagsmálum, en ekki einungis viðskiptakerfið. Þessi lausn er álitin miklu hagfelldari fyrir Ísland og íslensk fyrirtæki en sú að búa við tvöfalt kerfi skuldbindinga í loftslagsmálum. Enginn aukalegur kostnaður félli á Ísland eða íslensk fyrirtæki við þessa kerfisbreytingu, hvað þá 15 milljarðar eða einhver slík tala sem menn hafa haldið á lofti. Ég sagði á nýliðnu Umhverfisþingi að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum. Við það stend ég. Það er engin von til þess að Ísland fái aukinn kvóta og nýjar flóknar sérlausnir á fundi þar sem allir verða beðnir um að draga úr losun. Ég mun gæta ítrustu hagsmuna Íslands í þessum viðræðum. Fyrir fyrirtæki sem þarfnast losunarheimilda þýðir það að þurfa ekki að standa frammi fyrir aukalegum skuldbindingum árið 2013 í viðbót við þær sem ljóst er að þau munu taka á sig með þátttöku í evrópska viðskiptakerfinu. Fyrir Ísland þýðir það að njóta sanngirni samanborið við önnur ríki og að geta borið höfuðið hátt í loftslagsmálum. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, talaði í Háskólanum á dögunum. Hann nálgaðist loftslagsmálin á merkilegan hátt. Færeyingar eiga ekki aðild að Kyoto, en þeir vilja engu að síður taka á sig skuldbindingar framtíðarinnar. ,,Við skiptum kannski hlutfallslega engu máli þegar litið er á heildarmyndina, en við viljum taka þátt í að axla byrðarnar," sagði Johannesen. Færeyingar gætu orðið okkur fyrirmynd í því að axla ábyrgð af fullri reisn. Loftslagsmálin eru að líkindum stærsta og flóknasta viðfangsefni stjórnmála komandi ára og áratuga. Þar má Ísland ekki skorast undan. Höfundur er umhverfisráðherra.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun