Hátt heimsmarkaðsverð á gulli veldur áhyggjum 4. september 2009 08:58 Heimsmarkaðsverð á gulli er nú að ná því hámarki sem það náði í fyrra um það bil sem efnahagur heimsins hrundi. Verðið er nú rétt við 1.000 dollara fyrir únsuna og náði raunar 997,2 dollurum um tíma á markaðinum síðdegis í gær. Í fréttum um málið bæði á CNN og Reuters kemur fram að gullverðið sló met í mars í fyrra þegar það fór í 1.014 dollara fyrir únsuna. Í febrúar í ár fór verðið aftur hátt í 1.000 dollara vegna ótta fólks um að stórir bankar á borð við Citigroup og Bank of America væru að komast í hendur stjórnvalda vestan hafs. Af þessu tilefni setur CNN fram þá spurningu hvort að nýtt fjármálahrun sé í uppsiglingu því það eru engar augljósar skýringar til að hinni miklu verðhækkun á gulli þessa dagana. Svarið er þó kannski ekki eins grafalvarlegt. Sennilegt er talið að fjárfestar hafi ekki lengur trú á því að uppsveiflan á fjármálamörkuðum undanfarna mánuði muni halda áfram af sama krafti. Og fjárfestar hafa auk þess áhyggjur af því að veiking dollarans, í kjölfara risavaxinna aðgerða Bandaríkjastjórnar til aðstoðar fjármálastofnunum þar í landi, muni auka áhættuna á verðbólgu. Þeir sérfræðingar sem Reuters ræðir við um málið nefna einnig t.d. að á óvissutímum er gull yfirleitt það sem fjárfestar leita skjóls í. Og einn nefnir að svo virðist sem verð á ýmsum hrávörum hafi náð hámarki í bili og í slíkri stöðu leiti menn oft í gull með peninga sína. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á gulli er nú að ná því hámarki sem það náði í fyrra um það bil sem efnahagur heimsins hrundi. Verðið er nú rétt við 1.000 dollara fyrir únsuna og náði raunar 997,2 dollurum um tíma á markaðinum síðdegis í gær. Í fréttum um málið bæði á CNN og Reuters kemur fram að gullverðið sló met í mars í fyrra þegar það fór í 1.014 dollara fyrir únsuna. Í febrúar í ár fór verðið aftur hátt í 1.000 dollara vegna ótta fólks um að stórir bankar á borð við Citigroup og Bank of America væru að komast í hendur stjórnvalda vestan hafs. Af þessu tilefni setur CNN fram þá spurningu hvort að nýtt fjármálahrun sé í uppsiglingu því það eru engar augljósar skýringar til að hinni miklu verðhækkun á gulli þessa dagana. Svarið er þó kannski ekki eins grafalvarlegt. Sennilegt er talið að fjárfestar hafi ekki lengur trú á því að uppsveiflan á fjármálamörkuðum undanfarna mánuði muni halda áfram af sama krafti. Og fjárfestar hafa auk þess áhyggjur af því að veiking dollarans, í kjölfara risavaxinna aðgerða Bandaríkjastjórnar til aðstoðar fjármálastofnunum þar í landi, muni auka áhættuna á verðbólgu. Þeir sérfræðingar sem Reuters ræðir við um málið nefna einnig t.d. að á óvissutímum er gull yfirleitt það sem fjárfestar leita skjóls í. Og einn nefnir að svo virðist sem verð á ýmsum hrávörum hafi náð hámarki í bili og í slíkri stöðu leiti menn oft í gull með peninga sína.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira