Henning: Ánægður og stoltur yfir að hafa fengið þetta tækifæri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2009 12:55 Henning Henningsson, nýr þjálfari A-landsliðs kvenna. Henning Henningsson, nýráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í körfubolta, er mjög spenntur fyrir nýja starfinu en hann var ráðinn sem þjálfari liðsins í gær. „Ég er mjög ánægður og stoltur yfir að hafa fengið þetta tækifæri. Það er mikill heiður fyrir alla þjálfara að fá að þjálfa A-landslið. Ég er búin að vera mjög lengi í kringum þennan kvennabolta og mér finnst þetta mjög mikil viðurkenning fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni," sagði Henning Henningsson um nýja starfið. Henning tekur við starfi Ágúst Björgvinssonar sem var sagt upp störfum í síðustu viku. „Maður hefði svo sem viljað taka við liðinu af betra tilefni en engu að síður þá er þetta lið sem er vel skipað. Aðalatriðið hjá okkur í þessu verkefni er dvelja ekki við það sem búið er heldur einbeita sér að verkefnunum sem eru framundan. Það verður mitt markmið að innstilla leikmann á það og ég hef engar áhyggjur af því að það takist ekki," sagði Henning. „Það er rétt rúmur mánuður í fyrsta mót þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Þetta eru stelpur sem eru búnar að spila saman mjög lengi og þær þekkja hvora aðra mjög vel orðið," sagði Henning og hefur ekki áhyggjur af undirbúningnum fyrir komandi verkefni. Henning þekkir leikmennina líka mjög vel enda búin að þjálfa þær flestar á einhverjum tímapunkti annaðhvort með félagsliðum eða yngri landsliðum. „Ég mun byrja með 22 manna hóp sem Ágúst skildi við. Ég ætla að funda með þeim hópi en það getur vel verið að ég kalli einhverjar til í kjölfarið. Ég sé til með það. Þetta var bara ákveðið í gærkvöldi þannig að ég er rétt að setja mig í stellingar," sagði Henning. Það er stutt í fyrstu æfinguna enda ekki langt í fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Ég mun byrja að æfa á næstu dögum, það verður keyrt af stað og það verða ekki margar æfingar þangað til ég sker niður hópinn. Ég þekki kannski 18 af 22 leikmönnum og ég er síðan búin að spila móti hinum í allan vetur þannig að ég veit alveg hvað þær geta. Ég þarf ekki langan tíma til þess að skera þennan hóp niður," segir Henning og stefnan hefur þegar verið tekin á gullið á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. „Íslensk körfuboltalið fara aldrei með annað markmið á Smáþjóðaleika en til að vinna og það verður svo hjá okkur líka," sagði Henning að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Henning Henningsson, nýráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í körfubolta, er mjög spenntur fyrir nýja starfinu en hann var ráðinn sem þjálfari liðsins í gær. „Ég er mjög ánægður og stoltur yfir að hafa fengið þetta tækifæri. Það er mikill heiður fyrir alla þjálfara að fá að þjálfa A-landslið. Ég er búin að vera mjög lengi í kringum þennan kvennabolta og mér finnst þetta mjög mikil viðurkenning fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni," sagði Henning Henningsson um nýja starfið. Henning tekur við starfi Ágúst Björgvinssonar sem var sagt upp störfum í síðustu viku. „Maður hefði svo sem viljað taka við liðinu af betra tilefni en engu að síður þá er þetta lið sem er vel skipað. Aðalatriðið hjá okkur í þessu verkefni er dvelja ekki við það sem búið er heldur einbeita sér að verkefnunum sem eru framundan. Það verður mitt markmið að innstilla leikmann á það og ég hef engar áhyggjur af því að það takist ekki," sagði Henning. „Það er rétt rúmur mánuður í fyrsta mót þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Þetta eru stelpur sem eru búnar að spila saman mjög lengi og þær þekkja hvora aðra mjög vel orðið," sagði Henning og hefur ekki áhyggjur af undirbúningnum fyrir komandi verkefni. Henning þekkir leikmennina líka mjög vel enda búin að þjálfa þær flestar á einhverjum tímapunkti annaðhvort með félagsliðum eða yngri landsliðum. „Ég mun byrja með 22 manna hóp sem Ágúst skildi við. Ég ætla að funda með þeim hópi en það getur vel verið að ég kalli einhverjar til í kjölfarið. Ég sé til með það. Þetta var bara ákveðið í gærkvöldi þannig að ég er rétt að setja mig í stellingar," sagði Henning. Það er stutt í fyrstu æfinguna enda ekki langt í fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Ég mun byrja að æfa á næstu dögum, það verður keyrt af stað og það verða ekki margar æfingar þangað til ég sker niður hópinn. Ég þekki kannski 18 af 22 leikmönnum og ég er síðan búin að spila móti hinum í allan vetur þannig að ég veit alveg hvað þær geta. Ég þarf ekki langan tíma til þess að skera þennan hóp niður," segir Henning og stefnan hefur þegar verið tekin á gullið á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. „Íslensk körfuboltalið fara aldrei með annað markmið á Smáþjóðaleika en til að vinna og það verður svo hjá okkur líka," sagði Henning að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira