Hefjum upp umræðuna 3. október 2009 06:00 Viðbrögð stjórnmálamanna, sér í lagi sjálfstæðismanna, við úrskurði mínum um Suðvesturlínu endurspeglar því miður þá umræðu sem oftar en ekki verður um umhverfismál hér á landi. Ég taldi þá umræðu tilheyra tímanum fyrir það samfélagshrun sem varð fyrir ári. Það hrun má að mörgu leyti rekja til þess að sérhagsmunir voru teknir fram fyrir almannahagsmuni og stjórnvöld gáfu sér ekki nægilegan tíma til að meta áhrif þeirra ákvarðana sem teknar voru. Það gleymdist að horfa til framtíðar. Ummæli sem fallið hafa um þetta mál dæma sig sjálf og endurspegla aðeins rökleysi þeirra sem grípa til orða eins og skemmdaverk og hryðjuverkaárás. Í úrskurði mínum komst ég að þeirri niðurstöðu að nokkur atriði tengd þessu máli væru alls ekki nægilega vel upplýst til að hægt væri að taka endanlega ákvörðun um það hvort Suðvesturlína ætti að fara í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Vegna þessara annmarka ákvað ég að fela Skipulagsstofnun að skoða málið betur. Það er skylda mín sem ráðherra að sjá til þess að mál séu nægilega vel upplýst áður en ég kemst að endanlegri niðurstöðu í svona mikilvægu máli. StöðugleikasáttmálinnÍ umræðu í fjölmiðlum hefur verið vísað til þess að ákvörðun mín fari gegn stöðugleikasáttmálanum og að miklar tafir verði á framkvæmdum tengdum álverinu í Helguvík. Ég er þess fullviss að engin þeirra sem kom að gerð stöðugleikasáttmálans hafi haft það í huga að afsláttur yrði gefinn á lögum um mat á umhverfisáhrifum til að flýta fyrir framkvæmdum. Markmið laganna er að tryggja að umhverfisáhrif framkvæmda hafi verið metin áður en leyfi er veitt fyrir þeim, draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra og stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Síðast en ekki síst er markmið laganna að kynna umhverfisáhrif framkvæmda fyrir almenningi og stuðla að því að almenningur komi að athugasemdum og upplýsingum áður en ákvarðanir eru teknar. Með því að óska eftir nánari upplýsingum frá Skipulagsstofnun tel ég mig hafa verið að gæta þess að allar upplýsingar liggi fyrir svo að ég og allir hagsmunaaðilar, almenningur þar á meðal, geti gert sér grein fyrir umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. ÓvissuþættirÞá hefur verið látið að því liggja að með úrskurði mínum sé ég að tefja framkvæmd verkefnisins og þar með að koma í veg fyrir uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Þetta er beinlínis rangt. Óvissuþættir varðandi framkvæmdina í Helguvík eru fjölmargir, svo sem orkuöflun og fjármögnun. Orka er að mestu tryggð fyrir 180.000 tonna álver en hins vegar er gert ráð fyrir að álverið verði 360.000 tonn í fullri stærð. Fátt er fast í hendi varðandi orkuöflun álversins í fullri stærð. Enn er ekki vitað hvaðan sú orka á að koma eða hvort hún sé yfir höfuð til. Ekki þarf að fara mörgum orðum um stöðu orkufyrirtækja og möguleika þeirra til að fá fjármagn til framkvæmda. Það var því ekki úrskurður minn sem setti þetta mál í uppnám, heldur er mörgum öðrum spurningum ósvarað um framkvæmdina. Þau gildi sem núverandi ríkisstjórn hefur að leiðarljósi í störfum sínum eru m.a. aukið lýðræði, opnari stjórnsýsla, aukið gagnsæi og sjálfbær þróun. Í þessu felst að allar ákvarðanir stjórnvalda verða að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi, líka þeirra sem erfa munu landið. Ég legg því til að við sem tökum ákvarðanir sem hafa áhrif á komandi kynslóðir ræðum um umhverfismál eins og fullorðið fólk án þess að fara í þann skotgrafahernað sem allt of lengi hefur einkennt málaflokkinn. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð stjórnmálamanna, sér í lagi sjálfstæðismanna, við úrskurði mínum um Suðvesturlínu endurspeglar því miður þá umræðu sem oftar en ekki verður um umhverfismál hér á landi. Ég taldi þá umræðu tilheyra tímanum fyrir það samfélagshrun sem varð fyrir ári. Það hrun má að mörgu leyti rekja til þess að sérhagsmunir voru teknir fram fyrir almannahagsmuni og stjórnvöld gáfu sér ekki nægilegan tíma til að meta áhrif þeirra ákvarðana sem teknar voru. Það gleymdist að horfa til framtíðar. Ummæli sem fallið hafa um þetta mál dæma sig sjálf og endurspegla aðeins rökleysi þeirra sem grípa til orða eins og skemmdaverk og hryðjuverkaárás. Í úrskurði mínum komst ég að þeirri niðurstöðu að nokkur atriði tengd þessu máli væru alls ekki nægilega vel upplýst til að hægt væri að taka endanlega ákvörðun um það hvort Suðvesturlína ætti að fara í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Vegna þessara annmarka ákvað ég að fela Skipulagsstofnun að skoða málið betur. Það er skylda mín sem ráðherra að sjá til þess að mál séu nægilega vel upplýst áður en ég kemst að endanlegri niðurstöðu í svona mikilvægu máli. StöðugleikasáttmálinnÍ umræðu í fjölmiðlum hefur verið vísað til þess að ákvörðun mín fari gegn stöðugleikasáttmálanum og að miklar tafir verði á framkvæmdum tengdum álverinu í Helguvík. Ég er þess fullviss að engin þeirra sem kom að gerð stöðugleikasáttmálans hafi haft það í huga að afsláttur yrði gefinn á lögum um mat á umhverfisáhrifum til að flýta fyrir framkvæmdum. Markmið laganna er að tryggja að umhverfisáhrif framkvæmda hafi verið metin áður en leyfi er veitt fyrir þeim, draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra og stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Síðast en ekki síst er markmið laganna að kynna umhverfisáhrif framkvæmda fyrir almenningi og stuðla að því að almenningur komi að athugasemdum og upplýsingum áður en ákvarðanir eru teknar. Með því að óska eftir nánari upplýsingum frá Skipulagsstofnun tel ég mig hafa verið að gæta þess að allar upplýsingar liggi fyrir svo að ég og allir hagsmunaaðilar, almenningur þar á meðal, geti gert sér grein fyrir umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. ÓvissuþættirÞá hefur verið látið að því liggja að með úrskurði mínum sé ég að tefja framkvæmd verkefnisins og þar með að koma í veg fyrir uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Þetta er beinlínis rangt. Óvissuþættir varðandi framkvæmdina í Helguvík eru fjölmargir, svo sem orkuöflun og fjármögnun. Orka er að mestu tryggð fyrir 180.000 tonna álver en hins vegar er gert ráð fyrir að álverið verði 360.000 tonn í fullri stærð. Fátt er fast í hendi varðandi orkuöflun álversins í fullri stærð. Enn er ekki vitað hvaðan sú orka á að koma eða hvort hún sé yfir höfuð til. Ekki þarf að fara mörgum orðum um stöðu orkufyrirtækja og möguleika þeirra til að fá fjármagn til framkvæmda. Það var því ekki úrskurður minn sem setti þetta mál í uppnám, heldur er mörgum öðrum spurningum ósvarað um framkvæmdina. Þau gildi sem núverandi ríkisstjórn hefur að leiðarljósi í störfum sínum eru m.a. aukið lýðræði, opnari stjórnsýsla, aukið gagnsæi og sjálfbær þróun. Í þessu felst að allar ákvarðanir stjórnvalda verða að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi, líka þeirra sem erfa munu landið. Ég legg því til að við sem tökum ákvarðanir sem hafa áhrif á komandi kynslóðir ræðum um umhverfismál eins og fullorðið fólk án þess að fara í þann skotgrafahernað sem allt of lengi hefur einkennt málaflokkinn. Höfundur er umhverfisráðherra.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar