Hvað eru norðurljós? Siggi stormur skrifar 4. febrúar 2009 12:00 Lega norðurljósanna á Norðurhveli jarðar. Norðurljósin geta verið mikið sjónarspil enda fjöllita "tjöld" sem oft sjást geisast fram og aftur á himninum með nokkuð reglubundnum hætti yfir Íslandi. En hvaða fyrirbæri er þetta sem stundum sést og stundum ekki - fyrirbæri sem þrátt fyrir nafn sitt Norðurljós sést ekki á norðurpólnum en sést yfir Íslandi? Upphafið má rekja til sólarinnar. Yfirborð hennar sendir stöðugt frá sér svokallaðan sólvind. Hann samanstendur af hlöðnum ögnum - svokölluðum róteindum og rafeindum. Segulsvið jarðarinnar hrindir þessum ögnum yfirleitt frá sér en í námunda við pólana, Norður- og suðurpól, sleppur lítill hluti þessara agna inn í segulsvið jarðarinnar. Þetta svæði myndar nokkurkonar kraga umhverfis pólana eins og myndin sýnir. Þegar þessar agnir hafa sloppið í gegn þá fá gassameindirnar sem eru i loftinu viðbótarorku frá þessum ögnum. Þá er sagt að sameindirnar örvist og þá fara þær að senda frá sér ljós. Það er þetta ljós sem við köllum Norðurljós. Gulur og grænn er algengasti litur norðurljósanna. Hann kemur frá örvuðu súrefni í um 100 kílómetra hæð. Ef súrefni í mikilli hæð, 200 kílómetra hæð eða meira örvast verður liturinn rauður. Einnig getur köfnunarefni gefið rauðan lit en einnig bláan og fjólubláan. Norðurljósin eru því í mikilli hæð, um 90-250 km hæð og við á Íslandi erum svo heppin að vera staðsett undir þessu norðurljósabelti við allar eðlilegar aðstæður. Hins vegar er virkni norðurljósanna mismunandi allt eftir styrk sólvindanna og raunar er talað um sólstróka þegar vindarnir eru hvað öflugastir. Í gegnum aldirnar hefur myndast þjóðtrú í kringum norðurljósin. Ef norðurljósin eru á mikilli hreyfingu boðar það hvassviðri en séu þau kyrr sé von á stillum. Þá má finna þá trú að rauð norðurljós séu ofriðarboði. Sambærilega ljósadýrð er einnig að finna á suðurhveli jarðar og kallast þar suðurljós. Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Norðurljósin geta verið mikið sjónarspil enda fjöllita "tjöld" sem oft sjást geisast fram og aftur á himninum með nokkuð reglubundnum hætti yfir Íslandi. En hvaða fyrirbæri er þetta sem stundum sést og stundum ekki - fyrirbæri sem þrátt fyrir nafn sitt Norðurljós sést ekki á norðurpólnum en sést yfir Íslandi? Upphafið má rekja til sólarinnar. Yfirborð hennar sendir stöðugt frá sér svokallaðan sólvind. Hann samanstendur af hlöðnum ögnum - svokölluðum róteindum og rafeindum. Segulsvið jarðarinnar hrindir þessum ögnum yfirleitt frá sér en í námunda við pólana, Norður- og suðurpól, sleppur lítill hluti þessara agna inn í segulsvið jarðarinnar. Þetta svæði myndar nokkurkonar kraga umhverfis pólana eins og myndin sýnir. Þegar þessar agnir hafa sloppið í gegn þá fá gassameindirnar sem eru i loftinu viðbótarorku frá þessum ögnum. Þá er sagt að sameindirnar örvist og þá fara þær að senda frá sér ljós. Það er þetta ljós sem við köllum Norðurljós. Gulur og grænn er algengasti litur norðurljósanna. Hann kemur frá örvuðu súrefni í um 100 kílómetra hæð. Ef súrefni í mikilli hæð, 200 kílómetra hæð eða meira örvast verður liturinn rauður. Einnig getur köfnunarefni gefið rauðan lit en einnig bláan og fjólubláan. Norðurljósin eru því í mikilli hæð, um 90-250 km hæð og við á Íslandi erum svo heppin að vera staðsett undir þessu norðurljósabelti við allar eðlilegar aðstæður. Hins vegar er virkni norðurljósanna mismunandi allt eftir styrk sólvindanna og raunar er talað um sólstróka þegar vindarnir eru hvað öflugastir. Í gegnum aldirnar hefur myndast þjóðtrú í kringum norðurljósin. Ef norðurljósin eru á mikilli hreyfingu boðar það hvassviðri en séu þau kyrr sé von á stillum. Þá má finna þá trú að rauð norðurljós séu ofriðarboði. Sambærilega ljósadýrð er einnig að finna á suðurhveli jarðar og kallast þar suðurljós.
Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira