Innlent

Milljarðauppbygging í Helgu­vík og verð­bólgan hjaðnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttunum verðum við á Suðurnesjunum en í morgun var samingur undirritaður um milljarða uppbyggingu í Helguvík sem fjármögnuð verður af Atlantshafsbandalaginu.

Mark Rutte framkvæmdastjóri NATO er einnig staddur hér á landi og við ræðum við sérfræðing um stöðu Atlantshafsbandalagsins í breyttri heimsmynd. 

Þá segjum við frá nýjustu verðbólgutölunum sem bárust í morgun en hún hjaðnar nú hressilega sem kom sérfræðingum töluvert á óvart.

Einnig höldum við áfram umfjöllun okkar um fæðingarorlofið og þær breytingar sem sumir vilja gera á kerfinu.

Í sportpakka dagsins fjöllum við síðan um landsleik Íslands og Þýskalands á HM í handbolta kvenna og fjöllum um framhaldið á mótinu og stemmninguna í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×