Ótrúlegur sigur Pittsburgh Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2009 03:14 Santonio Holmes var hetja Pittsburgh í leiknum. Nordic Photos / Getty Images Pittsburgh Steelers vann í nótt sigur á Arizona Cardinals í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, 27-23. Pittsburgh var með yfirhöndina lengst af í leiknum en síðari helmingur síðasta fjórðungsins var dramatískur í meira lagi. Pittsburgh var komið í 20-7 forystu þegar að Arizona skoraði tvö snertimörk í röð og kom sér skyndilega í forystu þegar skammt var til leiksloka. En Pittsburgh kláraði leikinn með glæsilegri sókn sem skilaði liðinu snertimarki á ögurstundu og þar með sigur í hádramatískum leik. Santonio Holmes var hetja Pittsburgh í þessari lokasókn en hann skoraði snertimarkið örlagaríka. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger keyrði áfram sókn Pittsburgh af miklum krafti sem skapaði sigur liðsins. Pittsburgh byrjaði betur og skoraði vallarmark í sinni fyrstu sókn í leiknum. Liðið náði svo að fylgja því eftir með snertimarki í upphafi annars leikhluta en Gary Russell var þar að verki. En Arizona svaraði með snertimarki sem Ben Patrick skoraði eftir sendingu leikstjórnandans Kurt Warnes. Síðasta kerfið var upp við endamarkið en sóknin taldi alls níu kerfi og 83 jarda. Arizona náði svo aftur boltanum undir lok fyrri hálfleiksins og var allt útlit fyrir að liðið myndi skora annað snertimark - ef ekki þá alla vega vallarmark og jafna metin í leiknum. En þegar að Arizona var upp við endamarkið kastaði Warner beint á varnarmanninn James Harrisson sem gerði sér lítið fyrir og hljóp allan völlinn endilangan og skoraði snertimark fyrir Pittsburgh. Sannarlega ótrúlegt hlaup sem taldi alla 100 jardana. Staðan því 17-7 í hálfleik. Jeff Reed náði svo að skora öðru sinni vallarmark fyrir Pittsburgh í lok þriðja leikhluta eftir langa sóknarlotu liðsins. Alls sextán kerfi og 79 jardar. Þar með var staðan orðin 20-7 og hún hélst þannig vel fram í fjórða leikhluta. Larry Fitzgerald, hinn öflugi útherji Arizona, hafði látið lítið fyrir sér fara í leiknum en lét svo sannarlega til sín taka í þeim fjórða. Arizona náði að klára fjögurra mínútna sókn sem taldi átta kerfi með snertimarki þegar að tæpar átta mínútur voru eftir. Kurt Warner átti djarfa sendingu á Fitzgerald á ögurstundu en sá síðarnefndi náði að grípa boltann í endasvæðinu þrátt fyrir erfiða stöðu. Arizona náði svo að koma Pittsburgh í erfiða stöðu í upphafi sinnar sóknar. Svo fór að liðið náði ekki að koma boltanum frá sér og fékk á sig sjálfmark. Þar með var munurinn orðinn fjögur stig, 20-16. Pittsburgh byrjaði næstu sókn þegar þrjár mínútur voru eftir en hún entist ekki í nema nokkrar sekúndur. Arizona fékk boltann strax aftur og kláraði annað snertimark á aðeins 21 sekúndu. Kurt Warner átti sendinguna á Larry Fitzgerald sem kláraði 64 jarda kerfi með snertimarkinu. Þar með var Arizona komið yfir í fyrsta sinn í leiknum, 23-20, og skammt til leiksloka. Margir héldu að ótrúlegur sigur Arizona væri staðreynd. En Ben Roethlisberger og félagar hans neituðu að játa sig sigraða. Með mikilli seiglu náðu þeir að keyra átta kerfi áfram, hlaupa 78 jarda og skora snertimark. Roethlisbergar átti tvær lykilsendingar á Santonio Holmes sem var lykilmaðurinn í síðustu sókn Pittsburgh. Hann náði svo að grípa boltann í horni endamarksins frá Roethlisberger og tryggja þar með Pittsburgh sigurinn. Sannarlega ótrúlegur lokakafli á hreint frábærum leik. Arizona fékk ekki nema um 40 sekúndur til að svara en tókst það ekki í þetta sinn. Sætur sigur Pittsburgh því staðreynd. Þetta var sjötti sigur Pittsburgh í leiknum um Ofurskálina sem er met í NFL-deildinni. Erlendar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Pittsburgh Steelers vann í nótt sigur á Arizona Cardinals í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, 27-23. Pittsburgh var með yfirhöndina lengst af í leiknum en síðari helmingur síðasta fjórðungsins var dramatískur í meira lagi. Pittsburgh var komið í 20-7 forystu þegar að Arizona skoraði tvö snertimörk í röð og kom sér skyndilega í forystu þegar skammt var til leiksloka. En Pittsburgh kláraði leikinn með glæsilegri sókn sem skilaði liðinu snertimarki á ögurstundu og þar með sigur í hádramatískum leik. Santonio Holmes var hetja Pittsburgh í þessari lokasókn en hann skoraði snertimarkið örlagaríka. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger keyrði áfram sókn Pittsburgh af miklum krafti sem skapaði sigur liðsins. Pittsburgh byrjaði betur og skoraði vallarmark í sinni fyrstu sókn í leiknum. Liðið náði svo að fylgja því eftir með snertimarki í upphafi annars leikhluta en Gary Russell var þar að verki. En Arizona svaraði með snertimarki sem Ben Patrick skoraði eftir sendingu leikstjórnandans Kurt Warnes. Síðasta kerfið var upp við endamarkið en sóknin taldi alls níu kerfi og 83 jarda. Arizona náði svo aftur boltanum undir lok fyrri hálfleiksins og var allt útlit fyrir að liðið myndi skora annað snertimark - ef ekki þá alla vega vallarmark og jafna metin í leiknum. En þegar að Arizona var upp við endamarkið kastaði Warner beint á varnarmanninn James Harrisson sem gerði sér lítið fyrir og hljóp allan völlinn endilangan og skoraði snertimark fyrir Pittsburgh. Sannarlega ótrúlegt hlaup sem taldi alla 100 jardana. Staðan því 17-7 í hálfleik. Jeff Reed náði svo að skora öðru sinni vallarmark fyrir Pittsburgh í lok þriðja leikhluta eftir langa sóknarlotu liðsins. Alls sextán kerfi og 79 jardar. Þar með var staðan orðin 20-7 og hún hélst þannig vel fram í fjórða leikhluta. Larry Fitzgerald, hinn öflugi útherji Arizona, hafði látið lítið fyrir sér fara í leiknum en lét svo sannarlega til sín taka í þeim fjórða. Arizona náði að klára fjögurra mínútna sókn sem taldi átta kerfi með snertimarki þegar að tæpar átta mínútur voru eftir. Kurt Warner átti djarfa sendingu á Fitzgerald á ögurstundu en sá síðarnefndi náði að grípa boltann í endasvæðinu þrátt fyrir erfiða stöðu. Arizona náði svo að koma Pittsburgh í erfiða stöðu í upphafi sinnar sóknar. Svo fór að liðið náði ekki að koma boltanum frá sér og fékk á sig sjálfmark. Þar með var munurinn orðinn fjögur stig, 20-16. Pittsburgh byrjaði næstu sókn þegar þrjár mínútur voru eftir en hún entist ekki í nema nokkrar sekúndur. Arizona fékk boltann strax aftur og kláraði annað snertimark á aðeins 21 sekúndu. Kurt Warner átti sendinguna á Larry Fitzgerald sem kláraði 64 jarda kerfi með snertimarkinu. Þar með var Arizona komið yfir í fyrsta sinn í leiknum, 23-20, og skammt til leiksloka. Margir héldu að ótrúlegur sigur Arizona væri staðreynd. En Ben Roethlisberger og félagar hans neituðu að játa sig sigraða. Með mikilli seiglu náðu þeir að keyra átta kerfi áfram, hlaupa 78 jarda og skora snertimark. Roethlisbergar átti tvær lykilsendingar á Santonio Holmes sem var lykilmaðurinn í síðustu sókn Pittsburgh. Hann náði svo að grípa boltann í horni endamarksins frá Roethlisberger og tryggja þar með Pittsburgh sigurinn. Sannarlega ótrúlegur lokakafli á hreint frábærum leik. Arizona fékk ekki nema um 40 sekúndur til að svara en tókst það ekki í þetta sinn. Sætur sigur Pittsburgh því staðreynd. Þetta var sjötti sigur Pittsburgh í leiknum um Ofurskálina sem er met í NFL-deildinni.
Erlendar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira