Vilja að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA 1. október 2009 08:15 Fjármálafyrirtækið Unimex og leiguflugsfélagið Travel Service hafa lagt fram sameiginlegt tilboð í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA). Tilboðið er háð því að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA. Travel Service er í meirihlutaeigu Icelandair. Tilboðið hljóðar upp á einn milljarðar tékkneskra króna eða ríflega 7 milljarða kr. Tapið af rekstrinum sem tilboðsaðilar vilja að tékkneska ríkið yfirtaki áður en af kaupunum verði nemur hinsvegar tæpum 5 milljörðum kr. að því er sérfræðingar telja. Í frétt um málið á Dow Jones fréttaveitunni segir að sem stendur sé eigið fé CSA neikvætt. Vladka Dufkova talskona Travel Service segir að tilboð þeirra og Unimex sé háð því að allt núverandi hlutafé CSA verði afskrifað að fullu. Hinsvegar séu tilboðshafarnir tilbúnir til að yfirtaka allar aðrar fjárhagslegar skuldbindingar CSA sem eru taldar nema rúmlega 90 milljörðum kr. Þar á meðal eru flugvélaleigusamningar. Tékknesk stjórnvöld hafa ekki sett neinn lokafrest á að svara tilboðinu í CSA. Hinsvegar segir Jakub Haas talsmaður tékkneska fjármálaráðuneytisins að ákvörðun muni liggja fyrir í næsta mánuði. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fjármálafyrirtækið Unimex og leiguflugsfélagið Travel Service hafa lagt fram sameiginlegt tilboð í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA). Tilboðið er háð því að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA. Travel Service er í meirihlutaeigu Icelandair. Tilboðið hljóðar upp á einn milljarðar tékkneskra króna eða ríflega 7 milljarða kr. Tapið af rekstrinum sem tilboðsaðilar vilja að tékkneska ríkið yfirtaki áður en af kaupunum verði nemur hinsvegar tæpum 5 milljörðum kr. að því er sérfræðingar telja. Í frétt um málið á Dow Jones fréttaveitunni segir að sem stendur sé eigið fé CSA neikvætt. Vladka Dufkova talskona Travel Service segir að tilboð þeirra og Unimex sé háð því að allt núverandi hlutafé CSA verði afskrifað að fullu. Hinsvegar séu tilboðshafarnir tilbúnir til að yfirtaka allar aðrar fjárhagslegar skuldbindingar CSA sem eru taldar nema rúmlega 90 milljörðum kr. Þar á meðal eru flugvélaleigusamningar. Tékknesk stjórnvöld hafa ekki sett neinn lokafrest á að svara tilboðinu í CSA. Hinsvegar segir Jakub Haas talsmaður tékkneska fjármálaráðuneytisins að ákvörðun muni liggja fyrir í næsta mánuði.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira