Nú er tíminn 8. apríl 2009 05:30 Kosningarnar 25. apríl nk. eru fyrir margt ansi mikilvægar. Við hrun efnahagskerfisins hefur myndast tækifæri til þess að byggja upp nýtt og réttlát samfélag sem grundvallast á gildum jafnaðar, réttlætis og lýðræðis eftir hugmyndafræðilegt hrun frjálshyggjunnar. Síðustu árin hefur samfélag okkar einkennst af gildum þar sem græðgin og einstaklingshyggjan réði ferðinni undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Arðsemi, eiginfjárhlutfall, rekstrarleg hagkvæmni og fleiri hugtök í þessum anda lágu til grundvallar öllum helstu ákvörðunum jafnt hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum. Þessa tíma eigum við eftir að minnast sem tíma þar sem einkavinavæðingin náði hámarki, samfélagvitundin dofnaði, og siðferði spilltist, með vaxandi ójöfnuði. Við höfum val í kosningunum sem fara fram 25. apríl um að kjósa fólk til áhrifa sem hefur sameinast undir merkjum jafnaðarstefnunnar, þeirri hugmyndafræði sem hefur aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir eins og nú. Breytinga er þörf Næstu árin koma stjórnmálin til með að snúast um stóru línurnar. Við þurfum að taka afstöðu til ýmissa mála, þ.m.t. hvort við viljum gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, hvort við viljum gera breytingar á landbúnaðarkerfinu, hvort við viljum við skoða tækifærin sem geta falist í aðild að Evrópusambandinu og hvort við viljum halda byggð í landinu. Þessum spurningum hefur Samfylkingin svarað játandi. Við viljum gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Auðlindirnar í hafinu eru eign þjóðarinnar. Þetta er réttlætismál sem þarf að tryggja í stjórnarskrá. Við viljum líka gera breytingar á landbúnaðarkerfinu og auka frelsi bænda til framleiðslu gæðaafurða og fullvinnslu. Við viljum skoða tækifærin sem felast í aðild að Evrópusambandinu en gerum kröfur um full yfirráð yfir auðlindum okkar og berum aðildarsamning undir þjóðaratkvæði. Síðustu árin hefur landsbyggðin setið á hakanum. Við höfum þurft að horfa upp á frestun framkvæmda vegna ofþenslu og samdráttar í efnahagslífinu. Nú er tími til þess að líta á landsbyggðina sem mikilvægan þátttakanda í uppbyggingarstarfinu sem er framundan. Á landsbyggðinni eru ýmis tækifæri til atvinnusköpunar. Þar erum við með gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sem eru sérlega vel til þess fallnar að vinna á þeirri kreppu sem við erum í núna. En til þess að landsbyggðin fái notið tækifæra sinna til fulls verður hún að búa við samkeppnishæf skilyrði. Með samkeppnishæfum skilyrðum á ég við samgöngukerfi sem eru við hæfi á árinu 2009, öryggi í raforkuflutningum og öryggi í gagnaflutningum. Verum óhrædd við breytingar. Verkefnin framundan Framundan eru tímar þar sem þarf að taka erfiðar ákvarðanir, skera niður og forgangsraða. En það viljum við í Samfylkingunni gera með grunngildi jafnaðarstefnunnar að leiðarljósi, þar sem velferð og vinna eru sett í öndvegi. Við viljum bera ábyrgð og skila vel unnu verki. Nýtum tækifærið og byggjum upp réttlátt samfélag. Það skiptir máli hverjir stjórna landinu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Kosningarnar 25. apríl nk. eru fyrir margt ansi mikilvægar. Við hrun efnahagskerfisins hefur myndast tækifæri til þess að byggja upp nýtt og réttlát samfélag sem grundvallast á gildum jafnaðar, réttlætis og lýðræðis eftir hugmyndafræðilegt hrun frjálshyggjunnar. Síðustu árin hefur samfélag okkar einkennst af gildum þar sem græðgin og einstaklingshyggjan réði ferðinni undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Arðsemi, eiginfjárhlutfall, rekstrarleg hagkvæmni og fleiri hugtök í þessum anda lágu til grundvallar öllum helstu ákvörðunum jafnt hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum. Þessa tíma eigum við eftir að minnast sem tíma þar sem einkavinavæðingin náði hámarki, samfélagvitundin dofnaði, og siðferði spilltist, með vaxandi ójöfnuði. Við höfum val í kosningunum sem fara fram 25. apríl um að kjósa fólk til áhrifa sem hefur sameinast undir merkjum jafnaðarstefnunnar, þeirri hugmyndafræði sem hefur aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir eins og nú. Breytinga er þörf Næstu árin koma stjórnmálin til með að snúast um stóru línurnar. Við þurfum að taka afstöðu til ýmissa mála, þ.m.t. hvort við viljum gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, hvort við viljum gera breytingar á landbúnaðarkerfinu, hvort við viljum við skoða tækifærin sem geta falist í aðild að Evrópusambandinu og hvort við viljum halda byggð í landinu. Þessum spurningum hefur Samfylkingin svarað játandi. Við viljum gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Auðlindirnar í hafinu eru eign þjóðarinnar. Þetta er réttlætismál sem þarf að tryggja í stjórnarskrá. Við viljum líka gera breytingar á landbúnaðarkerfinu og auka frelsi bænda til framleiðslu gæðaafurða og fullvinnslu. Við viljum skoða tækifærin sem felast í aðild að Evrópusambandinu en gerum kröfur um full yfirráð yfir auðlindum okkar og berum aðildarsamning undir þjóðaratkvæði. Síðustu árin hefur landsbyggðin setið á hakanum. Við höfum þurft að horfa upp á frestun framkvæmda vegna ofþenslu og samdráttar í efnahagslífinu. Nú er tími til þess að líta á landsbyggðina sem mikilvægan þátttakanda í uppbyggingarstarfinu sem er framundan. Á landsbyggðinni eru ýmis tækifæri til atvinnusköpunar. Þar erum við með gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sem eru sérlega vel til þess fallnar að vinna á þeirri kreppu sem við erum í núna. En til þess að landsbyggðin fái notið tækifæra sinna til fulls verður hún að búa við samkeppnishæf skilyrði. Með samkeppnishæfum skilyrðum á ég við samgöngukerfi sem eru við hæfi á árinu 2009, öryggi í raforkuflutningum og öryggi í gagnaflutningum. Verum óhrædd við breytingar. Verkefnin framundan Framundan eru tímar þar sem þarf að taka erfiðar ákvarðanir, skera niður og forgangsraða. En það viljum við í Samfylkingunni gera með grunngildi jafnaðarstefnunnar að leiðarljósi, þar sem velferð og vinna eru sett í öndvegi. Við viljum bera ábyrgð og skila vel unnu verki. Nýtum tækifærið og byggjum upp réttlátt samfélag. Það skiptir máli hverjir stjórna landinu!
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun