Jákvæðir bónusar Jón Kaldal skrifar 21. ágúst 2009 06:15 Hugmynd stjórnenda Straums um árangurstengdar greiðslur til starfsmanna bankans hafa vakið upp mikið hneykslunarbál. Menn hafa keppst hver um annan að henda sinni spýtu á köstinn, fullir vandlætingar á tillögunni. Bónushugmyndin er hins vegar langt í frá óskynsamleg á alla kanta. Hvatakerfi eru þekkt á ýmsum sviðum athafnalífsins, til dæmis í sjómennsku svo stuðst sé við hina gömlu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Ef vel fiskast fær öll áhöfnin hærri laun, og stærð hlutarins fer eftir stöðu og ábyrgð hvers og eins. Þetta er gott kerfi því allir græða. Sjómennirnir sem eru uppi í brú, á dekki og kokkurinn í eldhúsinu. Og auðvitað útgerðin líka. Aflaháir og reynslumiklir skipstjórar eru fyrir vikið eftirsóttir og dýrmætir starfskraftar. Vandamálið við hugmynd stjórnenda Straums er að hún var viðruð af röngu fólki á röngum tímapunkti. Ef nýir eigendur bankans, sem eru að stærstum hluta erlendir kröfuhafar en líka íslenskir lífeyrissjóðir, hefðu metið stöðuna sem svo að þeir gætu náð mestu af verðmætum sínum til baka frá Straumi, með því að innleiða launakerfi með bónusum, hefði það tæplegast valdið viðlíka viðbrögðum og stjórnendur bankans hafa mátt reyna á sínu skinni. Það þarf varla nema í meðallagi góða dómgreind til þess að átta sig á að það hljómar hörmulega að sama fólk og var við stjórn þegar bankinn féll, sé höfundar að áætlunum um að það fái tugmilljóna verðlaun fyrir að endurheimta hluta af eigum hans til baka. Þau hörðu viðbrögð sem hugmyndir stjórnenda Straums hafa vakið, gefa tilefni til að rifja upp vangaveltur sem birtust hér á þessum stað fyrir réttum sjö vikum. Þær snúa að uppgjöri annars banka sem skiptir þjóðina töluvert meira máli en Straumur. Samkvæmt frumvarpi um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningnum verður það hlutverk skilanefndar Landsbankans að hámarka virði eigna bankans með því að ráðstafa þeim á sem hagkvæmastan hátt þegar það er talið tímabært, eins og það er orðað. Þetta þýðir að skilanefndin á að selja eignir Landsbankans fyrir hæsta mögulega verð á næstu sjö árum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikilvægt verkefni það er. Hver afraksturinn verður mun ráða úrslitum um þær upphæðir sem lenda á þjóðarbúinu vegna Icesave þegar upp er staðið. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig sem fyrst á að þetta er verkefni fyrir fólk sem er þaulvant alþjóðlegum viðskiptum. Það þarf vanan aflaskipstjóra og áhöfn, svo kunnugleg hugtök séu notuð. Því fólki þarf að greiða góð laun og einmitt hafa að auki einhvers konar hvatakerfi sem miðar að því að sem hæst verð fáist fyrir eignirnar. Til dæmis með því að fastsetja að ef hærra verð fæst fyrir þær en tiltekið metnaðarfullt markmið, geti þau, sem starfa við umsýslu og sölu eignanna, uppskorið ríkulega. Mjög auðvelt er að gera sér í hugarlund að þessi lýsing á mögulegri útfærslu nefndar um sölu eigna Landsbankans, hljómi skelfilega í eyrum þorra almennings. Hitt er þó alveg á hreinu að þjóðin hefur ekki efni á öðru en að öllum ráðum verði beitt til að tryggja hæsta mögulega verð fyrir eignir Landsbankans. Tugum milljarða getur munað á því hvernig til tekst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Hugmynd stjórnenda Straums um árangurstengdar greiðslur til starfsmanna bankans hafa vakið upp mikið hneykslunarbál. Menn hafa keppst hver um annan að henda sinni spýtu á köstinn, fullir vandlætingar á tillögunni. Bónushugmyndin er hins vegar langt í frá óskynsamleg á alla kanta. Hvatakerfi eru þekkt á ýmsum sviðum athafnalífsins, til dæmis í sjómennsku svo stuðst sé við hina gömlu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Ef vel fiskast fær öll áhöfnin hærri laun, og stærð hlutarins fer eftir stöðu og ábyrgð hvers og eins. Þetta er gott kerfi því allir græða. Sjómennirnir sem eru uppi í brú, á dekki og kokkurinn í eldhúsinu. Og auðvitað útgerðin líka. Aflaháir og reynslumiklir skipstjórar eru fyrir vikið eftirsóttir og dýrmætir starfskraftar. Vandamálið við hugmynd stjórnenda Straums er að hún var viðruð af röngu fólki á röngum tímapunkti. Ef nýir eigendur bankans, sem eru að stærstum hluta erlendir kröfuhafar en líka íslenskir lífeyrissjóðir, hefðu metið stöðuna sem svo að þeir gætu náð mestu af verðmætum sínum til baka frá Straumi, með því að innleiða launakerfi með bónusum, hefði það tæplegast valdið viðlíka viðbrögðum og stjórnendur bankans hafa mátt reyna á sínu skinni. Það þarf varla nema í meðallagi góða dómgreind til þess að átta sig á að það hljómar hörmulega að sama fólk og var við stjórn þegar bankinn féll, sé höfundar að áætlunum um að það fái tugmilljóna verðlaun fyrir að endurheimta hluta af eigum hans til baka. Þau hörðu viðbrögð sem hugmyndir stjórnenda Straums hafa vakið, gefa tilefni til að rifja upp vangaveltur sem birtust hér á þessum stað fyrir réttum sjö vikum. Þær snúa að uppgjöri annars banka sem skiptir þjóðina töluvert meira máli en Straumur. Samkvæmt frumvarpi um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningnum verður það hlutverk skilanefndar Landsbankans að hámarka virði eigna bankans með því að ráðstafa þeim á sem hagkvæmastan hátt þegar það er talið tímabært, eins og það er orðað. Þetta þýðir að skilanefndin á að selja eignir Landsbankans fyrir hæsta mögulega verð á næstu sjö árum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikilvægt verkefni það er. Hver afraksturinn verður mun ráða úrslitum um þær upphæðir sem lenda á þjóðarbúinu vegna Icesave þegar upp er staðið. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig sem fyrst á að þetta er verkefni fyrir fólk sem er þaulvant alþjóðlegum viðskiptum. Það þarf vanan aflaskipstjóra og áhöfn, svo kunnugleg hugtök séu notuð. Því fólki þarf að greiða góð laun og einmitt hafa að auki einhvers konar hvatakerfi sem miðar að því að sem hæst verð fáist fyrir eignirnar. Til dæmis með því að fastsetja að ef hærra verð fæst fyrir þær en tiltekið metnaðarfullt markmið, geti þau, sem starfa við umsýslu og sölu eignanna, uppskorið ríkulega. Mjög auðvelt er að gera sér í hugarlund að þessi lýsing á mögulegri útfærslu nefndar um sölu eigna Landsbankans, hljómi skelfilega í eyrum þorra almennings. Hitt er þó alveg á hreinu að þjóðin hefur ekki efni á öðru en að öllum ráðum verði beitt til að tryggja hæsta mögulega verð fyrir eignir Landsbankans. Tugum milljarða getur munað á því hvernig til tekst.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun