Dýrasta fasteign Evrópu er til sölu 11. júní 2009 10:57 Á einum besta stað í London, Belgrave Square nr. 10, er nú dýrasta fasteign Evrópu til sölu. Um er að ræða 1.950 fm lúxusíbúð og er verðmiðinn 100 milljónir punda eða um 21 milljarður kr. Eigandi herlegheitanna undanfarin ár er líbanski fasteignamógúllinn Musa Salem en hann hefur að sögn börsen.dk dundað sér við það að gera íbúðina sem best úr garði. Íbúðin telur 18 svefnherbergi ásamt sundlaug í kjallaranum. Þar að auki er að finna líkamsræktarsal og bílskúr sem getur rúmað flota af Bentley-bílum. Og næstu nágrannar eru emírinn af Dubai, sheik Rashid Al-Maktorum, rússneski auðjöfurinn Oleg Deripaska og röð af sendiráðum. Upprunalega var húsið byggt í byrjun nítjándu aldar af jarlinum af Grosvenor og síðar markgreifanum af Westminster. Byggingarstíllinn er undir áhrifum frá Miðjarðarhafinu með miklu af marmara og skrauti. Verðið á þessari fasteign er á pari við dýrustu fasteign Bandaríkjanna en það er höll í Hollywood í eigu Candy Spelling sem sett var í sölu fyrir páska á 150 milljónir dollara. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Á einum besta stað í London, Belgrave Square nr. 10, er nú dýrasta fasteign Evrópu til sölu. Um er að ræða 1.950 fm lúxusíbúð og er verðmiðinn 100 milljónir punda eða um 21 milljarður kr. Eigandi herlegheitanna undanfarin ár er líbanski fasteignamógúllinn Musa Salem en hann hefur að sögn börsen.dk dundað sér við það að gera íbúðina sem best úr garði. Íbúðin telur 18 svefnherbergi ásamt sundlaug í kjallaranum. Þar að auki er að finna líkamsræktarsal og bílskúr sem getur rúmað flota af Bentley-bílum. Og næstu nágrannar eru emírinn af Dubai, sheik Rashid Al-Maktorum, rússneski auðjöfurinn Oleg Deripaska og röð af sendiráðum. Upprunalega var húsið byggt í byrjun nítjándu aldar af jarlinum af Grosvenor og síðar markgreifanum af Westminster. Byggingarstíllinn er undir áhrifum frá Miðjarðarhafinu með miklu af marmara og skrauti. Verðið á þessari fasteign er á pari við dýrustu fasteign Bandaríkjanna en það er höll í Hollywood í eigu Candy Spelling sem sett var í sölu fyrir páska á 150 milljónir dollara.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira