Fjórði titill Serenu í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2009 12:07 Serena Williams þurfti lítið að hafa fyrir sigrinum í morgun. Nordic Photos / Getty Images Serena Williams fór létt með hina rússnesku Dinöru Safinu í úrslitum einliðaleiks kvenna á opna ástralska meistaramótinu í tennis og vann þar með sinn annan titil á mótinu á tveimur dögum. Þetta var í fjórða sinn sem Serena sigrar á mótinu en þetta var hennar tíundi slemmutitill á ferlinum. Í gær vann hún sigur í tvíliðaleik kvenna þar sem hún keppti með Venus, systur sinni. Serena fór af miklu öryggi í gegnum undanúrslita- og úrslitaviðureignir sínar en hún mætti rússneskum keppendum í síðustu þremur viðureignum sínum á mótinu. Safina tókst einfaldlega ekki að valda álaginu sem fylgir því að keppa til úrslita á stórmóti en þetta var í annað sinn á hennar ferli sem hún gerir það. Serena vann fyrsta settið 6-0 og það síðara 6-3. Leiktíminn var ekki nema 58 mínútur og viðurkenndi Safina að hún hafi ekki átt möguleika í dag. „Ég var bara einn af boltastrákunum í dag,“ sagði hún. Serena vann Elenu Dementievu í undanúrslitunum en viðureignir hennar í 16-manna og fjórðungsúrslitunum voru umdeildari. Í 16-manna úrslitunum þurfti Victoria Azarenka að hætta í öðru setti gegn Serenu eftir að hafa unnið það fyrsta 6-3. Azarenka átti við veikindi að stríða og gat ekki haldið áfram. Í fjórðungsúrslitunum mætti hún Svetlönu Kuznetsovu sem vann fyrsta settið í viðureigninni, 7-5. Vegna mikils hita var ákveðið að loka þakinu á leikvangnum þar sem leikurinn fór fram og sagði Kuznetsova eftir viðureignina að hún hafi verið afar óánægð með þá ákvörðun og fullyrðir að hún hefði unnið viðureignina við óbreyttar aðstæður. Serena Williams náði með sigrinum að koma sér í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins á kostnað Serbans Jelenu Jankovic sem datt úr leik í Ástralíu í 16-manna úrslitunum. Erlendar Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Serena Williams fór létt með hina rússnesku Dinöru Safinu í úrslitum einliðaleiks kvenna á opna ástralska meistaramótinu í tennis og vann þar með sinn annan titil á mótinu á tveimur dögum. Þetta var í fjórða sinn sem Serena sigrar á mótinu en þetta var hennar tíundi slemmutitill á ferlinum. Í gær vann hún sigur í tvíliðaleik kvenna þar sem hún keppti með Venus, systur sinni. Serena fór af miklu öryggi í gegnum undanúrslita- og úrslitaviðureignir sínar en hún mætti rússneskum keppendum í síðustu þremur viðureignum sínum á mótinu. Safina tókst einfaldlega ekki að valda álaginu sem fylgir því að keppa til úrslita á stórmóti en þetta var í annað sinn á hennar ferli sem hún gerir það. Serena vann fyrsta settið 6-0 og það síðara 6-3. Leiktíminn var ekki nema 58 mínútur og viðurkenndi Safina að hún hafi ekki átt möguleika í dag. „Ég var bara einn af boltastrákunum í dag,“ sagði hún. Serena vann Elenu Dementievu í undanúrslitunum en viðureignir hennar í 16-manna og fjórðungsúrslitunum voru umdeildari. Í 16-manna úrslitunum þurfti Victoria Azarenka að hætta í öðru setti gegn Serenu eftir að hafa unnið það fyrsta 6-3. Azarenka átti við veikindi að stríða og gat ekki haldið áfram. Í fjórðungsúrslitunum mætti hún Svetlönu Kuznetsovu sem vann fyrsta settið í viðureigninni, 7-5. Vegna mikils hita var ákveðið að loka þakinu á leikvangnum þar sem leikurinn fór fram og sagði Kuznetsova eftir viðureignina að hún hafi verið afar óánægð með þá ákvörðun og fullyrðir að hún hefði unnið viðureignina við óbreyttar aðstæður. Serena Williams náði með sigrinum að koma sér í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins á kostnað Serbans Jelenu Jankovic sem datt úr leik í Ástralíu í 16-manna úrslitunum.
Erlendar Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira