Bankarisi í algjörum mínus 16. janúar 2009 13:24 Kenneth D. Lewis, forstjóri Bank of America. Mynd/AFP Bank of America, langstærsti banki Bandaríkjanna, tæpaði 1,8 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 230 milljarða króna, á fjórða og síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er fyrsta tap bankans í um átján ár. Til samanburðar nam hagnaður bankans ári fyrr 268 milljónum dala. Hagnaðurinn nam fimm sentum á hlut þá en tapið nú nemur 48 sentum á hlut. Tekjur bankans í fyrra námu 15,98 milljörðum dala, sem er nítján prósenta aukning á milli ára. Helsta ástæðan fyrir taprekstrinum er þungur róður eftir stórar yfirtökur á síðasta ári. Bankinn lauk yfirtöku á fasteignalánveitandanum Countrywide Financial um mitt síðasta ár auk þess að samþykkja yfirtöku á fjárfestingabankanum Merrill Lynch í hamfaraveðri á fjármálamörkuðum í september. Kaupin gengu í gegn um áramótin. Svo þungur er róðurinn að bankinn var að sækja sér 138 milljarða dala fé úr sérstökum neyðarsjóði bandarískra stjórnvalda fyrir fjármálafyrirtæki í vandræðum. Í nótt var svo tilkynnt að ríkið kaupir hlut í bankanum fyrir 20 milljarða dala en gengur í ábyrgðir á eignum fyrir afganginn.Þetta er annað sinn sem bankinn sækir í neyðarsjóðinn og þykir farið að hitna undir Kenneth D. Lewis, forstjóra, vegna málsins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bank of America, langstærsti banki Bandaríkjanna, tæpaði 1,8 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 230 milljarða króna, á fjórða og síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er fyrsta tap bankans í um átján ár. Til samanburðar nam hagnaður bankans ári fyrr 268 milljónum dala. Hagnaðurinn nam fimm sentum á hlut þá en tapið nú nemur 48 sentum á hlut. Tekjur bankans í fyrra námu 15,98 milljörðum dala, sem er nítján prósenta aukning á milli ára. Helsta ástæðan fyrir taprekstrinum er þungur róður eftir stórar yfirtökur á síðasta ári. Bankinn lauk yfirtöku á fasteignalánveitandanum Countrywide Financial um mitt síðasta ár auk þess að samþykkja yfirtöku á fjárfestingabankanum Merrill Lynch í hamfaraveðri á fjármálamörkuðum í september. Kaupin gengu í gegn um áramótin. Svo þungur er róðurinn að bankinn var að sækja sér 138 milljarða dala fé úr sérstökum neyðarsjóði bandarískra stjórnvalda fyrir fjármálafyrirtæki í vandræðum. Í nótt var svo tilkynnt að ríkið kaupir hlut í bankanum fyrir 20 milljarða dala en gengur í ábyrgðir á eignum fyrir afganginn.Þetta er annað sinn sem bankinn sækir í neyðarsjóðinn og þykir farið að hitna undir Kenneth D. Lewis, forstjóra, vegna málsins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira