,,Armageddon" ef bandarískar skuldir hætta að seljast 25. september 2009 11:09 Julian Robertson stofnandi og stjórnarformaður Tiger Management segir að það muni liggja við heimsendi (Armageddon) ef Japanir og Kínverjar gefist upp á að kaupa bandarískar skuldir, það er ríkisskuldabréf. Þessi orð lét Robertson falla í viðtali á CNBC stöðinni en hann telur að ríkissjóður Bandaríkjanna sé orðinn alltof háður fyrrgreindum þjóðum sem hafa verið duglegar við að taka að sér skuldir sjóðsins með kaupum á ríkisskuldabréfum. „Ég veit ekki hvar annarsstaðar við ættum að fá fjármagn. Ég tel að við höfum komið okkur í skelfilega stöðu og tel að við ættum að reyna að koma okkur út úr henni," segir Robertson. Fram kom í máli Robertson að fari svo að Japanir og Kínverjar gefist upp á bandarískum ríkisskuldabréfakaupum sé óðaverðbólga framundan í Bandaríkjunum. „Við gætum auðveldlega horft fram á 15 til 20% verðbólgu," segir hann. „Það er brjálæði að við höfum komið okkur í þá stöðu að vera jafnháð þessum þjóðum." Annað sem veldur Robertson áhyggjum í þessum sambandi er að í augnablikinu eru Japanir og Kínverjar aðeins að kaupa ríkisskuldabréf til styttri tíma. „Við getum ekki lengur selt þeim bréf til lengri tíma," segir Robertson. „Og þið vitið að sögulega hefur fólk sem tekur lán til styttri tíma ætíð brennt sig á slíku." Lausnin á þessu vandamáli er að mati Robertson að Bandaríkin verða að nota vöxt og sparnað til að snúa þróuninni við. Það verður að spara og skera niður, hætta eyðslu og draga úr umsvifum. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Julian Robertson stofnandi og stjórnarformaður Tiger Management segir að það muni liggja við heimsendi (Armageddon) ef Japanir og Kínverjar gefist upp á að kaupa bandarískar skuldir, það er ríkisskuldabréf. Þessi orð lét Robertson falla í viðtali á CNBC stöðinni en hann telur að ríkissjóður Bandaríkjanna sé orðinn alltof háður fyrrgreindum þjóðum sem hafa verið duglegar við að taka að sér skuldir sjóðsins með kaupum á ríkisskuldabréfum. „Ég veit ekki hvar annarsstaðar við ættum að fá fjármagn. Ég tel að við höfum komið okkur í skelfilega stöðu og tel að við ættum að reyna að koma okkur út úr henni," segir Robertson. Fram kom í máli Robertson að fari svo að Japanir og Kínverjar gefist upp á bandarískum ríkisskuldabréfakaupum sé óðaverðbólga framundan í Bandaríkjunum. „Við gætum auðveldlega horft fram á 15 til 20% verðbólgu," segir hann. „Það er brjálæði að við höfum komið okkur í þá stöðu að vera jafnháð þessum þjóðum." Annað sem veldur Robertson áhyggjum í þessum sambandi er að í augnablikinu eru Japanir og Kínverjar aðeins að kaupa ríkisskuldabréf til styttri tíma. „Við getum ekki lengur selt þeim bréf til lengri tíma," segir Robertson. „Og þið vitið að sögulega hefur fólk sem tekur lán til styttri tíma ætíð brennt sig á slíku." Lausnin á þessu vandamáli er að mati Robertson að Bandaríkin verða að nota vöxt og sparnað til að snúa þróuninni við. Það verður að spara og skera niður, hætta eyðslu og draga úr umsvifum.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira