Grænþvottur í Kaupmannahöfn? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 15. desember 2009 06:00 Lokasprettur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn hefst í dag. Ráðherrar tínast til Hafnar hver á fætur öðrum og fyrir lok vikunnar þarf að innsigla samkomulag um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Sjaldan hefur jafnmikið verið undir á einni SÞ-ráðstefnu. Ef ríki heims grípa ekki til raunhæfra aðgerða strax til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda bendir allt til þess að hlýnun lofthjúpsins muni kalla fram hamfaralíkar breytingar á veðurfari og lífríki jarðar á þessari öld. Hér þarf ekki að ýkja neitt, nóg er að kynna sér niðurstöður Vísindanefndar SÞ um loftslagsbreytingar til að sannfærast um nauðsyn þess að grípa til róttækra aðgerða. Afleiðingar hlýnunar lofts og sjávar geta kallað miklar hörmungar yfir mannkynið. Frá því á loftslagsráðstefnunni á Balí árið 2007 hafa íslensk stjórnvöld lagt sig fram um að vera hluti af lausninni í samningaviðræðum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Það var grundvallarbreyting á afstöðu Íslands. Við höfum skuldbundið okkur til þess að mæta kröfunni um að hlýnun fari ekki yfir 2°C á þessari öld. Þá tókum við stöðu við hlið Evrópusambandsins í samningaviðræðunum, af ábyrgð og festu, sem ég er mjög stolt af. Það er ábyrgðarhluti lands sem telst meðal ríkustu þjóða heims - bæði fyrir og eftir hrun - að leggja sitt af mörkum til þess að leysa loftslagsvandann. Við höfum sett okkur losunarmarkmið hér heima og einnig lagt til að endurheimt votlendis reiknist ríkjum til tekna í baráttunni við loftslagsbreytingar. Næstu dagar munu ráða úrslitum um það hvort leiðtogar rúmlega 190 ríkja búi yfir festu og pólitískum kjarki sem dugar til að ná raunhæfu og haldgóðu samkomulagi í Kaupmannahöfn. Ef það bregst er hætt við að niðurstaðan verði grænþvottur, þ.e. að leiðtogarnir setji engar tölur á blað og skuldbindi sig ekki til raunhæfra aðgerða sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og samningaviðræður sigli í strand. Það má ekki gerast. Höfundur er formaður umhverfisnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Sjá meira
Lokasprettur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn hefst í dag. Ráðherrar tínast til Hafnar hver á fætur öðrum og fyrir lok vikunnar þarf að innsigla samkomulag um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Sjaldan hefur jafnmikið verið undir á einni SÞ-ráðstefnu. Ef ríki heims grípa ekki til raunhæfra aðgerða strax til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda bendir allt til þess að hlýnun lofthjúpsins muni kalla fram hamfaralíkar breytingar á veðurfari og lífríki jarðar á þessari öld. Hér þarf ekki að ýkja neitt, nóg er að kynna sér niðurstöður Vísindanefndar SÞ um loftslagsbreytingar til að sannfærast um nauðsyn þess að grípa til róttækra aðgerða. Afleiðingar hlýnunar lofts og sjávar geta kallað miklar hörmungar yfir mannkynið. Frá því á loftslagsráðstefnunni á Balí árið 2007 hafa íslensk stjórnvöld lagt sig fram um að vera hluti af lausninni í samningaviðræðum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Það var grundvallarbreyting á afstöðu Íslands. Við höfum skuldbundið okkur til þess að mæta kröfunni um að hlýnun fari ekki yfir 2°C á þessari öld. Þá tókum við stöðu við hlið Evrópusambandsins í samningaviðræðunum, af ábyrgð og festu, sem ég er mjög stolt af. Það er ábyrgðarhluti lands sem telst meðal ríkustu þjóða heims - bæði fyrir og eftir hrun - að leggja sitt af mörkum til þess að leysa loftslagsvandann. Við höfum sett okkur losunarmarkmið hér heima og einnig lagt til að endurheimt votlendis reiknist ríkjum til tekna í baráttunni við loftslagsbreytingar. Næstu dagar munu ráða úrslitum um það hvort leiðtogar rúmlega 190 ríkja búi yfir festu og pólitískum kjarki sem dugar til að ná raunhæfu og haldgóðu samkomulagi í Kaupmannahöfn. Ef það bregst er hætt við að niðurstaðan verði grænþvottur, þ.e. að leiðtogarnir setji engar tölur á blað og skuldbindi sig ekki til raunhæfra aðgerða sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og samningaviðræður sigli í strand. Það má ekki gerast. Höfundur er formaður umhverfisnefndar Alþingis.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar