Vilja taka upp evru í samstarfi við AGS Höskuldur Kári Schram skrifar 17. apríl 2009 18:39 Sjálfstæðisflokkurinn vill að leitað verði eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um upptöku evru hér á landi. Þingmaður flokksins segir viðbúið að skoðanir sambandsins á einhliða upptöku Evru hafi breyst í kjölfar efnhagskreppunnar. Skýrsla nefndar um þróun evrópumála var kynnt á blaðamannfundi í dag. Nefndin tók til starfa í marsmánuði í fyrra en henni var meðal annars ætlað að leggja mat á hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Tíu sátu í nefndinni, fulltrúar þingflokka og fulltrúar atvinnulífsins. Ekki náðist sátt um eina sameiginlega niðurstöðu heldur fylgdu skýrslunni fimm sérálit. Í séráliti sjálfstæðismanna kemur fram að þeir telja að leita eigi eftir samstarfi við Alþjóðgjaldeyrisjóðinn um að Ísland fái að taka upp evru án aðildar að bandalaginu. „Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að það væri ekki auðsótt en það hefur komið fram að hjá Alþjóðagjaldeyrisjóðnum að þeir telja að það sé skynsamlegt að þær þjóðir sem eru komnar inn í ESB en hafa ekki tekið upp evruna að þeim sé hleypt strax núna inn í evruna," segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bætir við að um raunhæfan möguleika sé að ræða. „Við skoðuðum þetta mál í haust áður en þetta hrun varð hér og fengum mjög neikvæð viðbrögð áður en allar þessar hörmungar hafa gengið yfir Evrópu. Viðhorf hafa mjög breyst hvað þetta varðar síðan þá." Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins segir að engin pólitískur vilji sé innan Evrópusambandsins að Ísland fái að taka upp evru án beinnar aðildar. „Það að gera það í trássi við Evrópusambandið það þýðir að við þyrfum að fara út í það að kaupa evrur og þá spyr ég með hverju ætlum við að borga það vegna þess að okkar króna er ekki gjaldmiðlinn fyrir slíkum kaupum," segir Gylfi. Í sameiginlegu séráliti Samfylkingar, Alþýðusambandsins og þriggja aðildarfélaga Samtaka atvinnulfísins er mælt með því að Ísland sæki um aðild sem fyrst. Þingmaður Samfylkingarinnar telur nauðsynlegt að aðildarviðræður hefjist næsta sumar. „Annars er hætta að það verði ennþá meiri seinkun og miðað við hvernig ástandið er núna þá höfum við ekki efni á því að búa við íslensku krónuna, við þessi gjaldeyrishöft búa við þessar sveiflur og óróleika í mörg ár í viðbót. það er engin tilviljun að allt atvinnulífið er að öskra á evruna með samfylkingunni á evrópusambandsaðild," segir Ágúst Ólafur Ágústsson. Kosningar 2009 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn vill að leitað verði eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um upptöku evru hér á landi. Þingmaður flokksins segir viðbúið að skoðanir sambandsins á einhliða upptöku Evru hafi breyst í kjölfar efnhagskreppunnar. Skýrsla nefndar um þróun evrópumála var kynnt á blaðamannfundi í dag. Nefndin tók til starfa í marsmánuði í fyrra en henni var meðal annars ætlað að leggja mat á hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Tíu sátu í nefndinni, fulltrúar þingflokka og fulltrúar atvinnulífsins. Ekki náðist sátt um eina sameiginlega niðurstöðu heldur fylgdu skýrslunni fimm sérálit. Í séráliti sjálfstæðismanna kemur fram að þeir telja að leita eigi eftir samstarfi við Alþjóðgjaldeyrisjóðinn um að Ísland fái að taka upp evru án aðildar að bandalaginu. „Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að það væri ekki auðsótt en það hefur komið fram að hjá Alþjóðagjaldeyrisjóðnum að þeir telja að það sé skynsamlegt að þær þjóðir sem eru komnar inn í ESB en hafa ekki tekið upp evruna að þeim sé hleypt strax núna inn í evruna," segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bætir við að um raunhæfan möguleika sé að ræða. „Við skoðuðum þetta mál í haust áður en þetta hrun varð hér og fengum mjög neikvæð viðbrögð áður en allar þessar hörmungar hafa gengið yfir Evrópu. Viðhorf hafa mjög breyst hvað þetta varðar síðan þá." Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins segir að engin pólitískur vilji sé innan Evrópusambandsins að Ísland fái að taka upp evru án beinnar aðildar. „Það að gera það í trássi við Evrópusambandið það þýðir að við þyrfum að fara út í það að kaupa evrur og þá spyr ég með hverju ætlum við að borga það vegna þess að okkar króna er ekki gjaldmiðlinn fyrir slíkum kaupum," segir Gylfi. Í sameiginlegu séráliti Samfylkingar, Alþýðusambandsins og þriggja aðildarfélaga Samtaka atvinnulfísins er mælt með því að Ísland sæki um aðild sem fyrst. Þingmaður Samfylkingarinnar telur nauðsynlegt að aðildarviðræður hefjist næsta sumar. „Annars er hætta að það verði ennþá meiri seinkun og miðað við hvernig ástandið er núna þá höfum við ekki efni á því að búa við íslensku krónuna, við þessi gjaldeyrishöft búa við þessar sveiflur og óróleika í mörg ár í viðbót. það er engin tilviljun að allt atvinnulífið er að öskra á evruna með samfylkingunni á evrópusambandsaðild," segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Kosningar 2009 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira