Sigurður Ragnar: Þetta eru bestu leikmenn Íslands í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2009 15:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins. Mynd/Stefán „Þetta er hátíðlegur hópur og því ætla ég að lesa hann upp," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þegar hann tilkynnti hvaða 22 stelpur fá að fara á fyrsta stórmótið í sögu íslensks A-landsliðs en framundan er Evrópumót landsliða í Finnlandi. „Við erum búnir að velta þessu vali mikið fyrir okkur enda er um mjög mikilvægan hóp að ræða. Við teljum að þetta séu bestu leikmenn Íslands í dag og við teljum liðið vera mjög vel undirbúið eftir marga undirbúningsleiki á þessu ári," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannafundinum. „Það er einn nýliði í hópnum, Kristín Ýr Bjarnadóttir sem er markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna og er að mínu mati einn besti skallamaður landsins. Við misstum Hörpu Þorsteinsdóttur í meiðsli þegar hún fótbrotnaði og Kristín Ýr finnst mér eiga heima í þessum hópi," sagði Sigurður Ragnar sem játti því að valið hafi verið erfitt á milli markmannanna Söndru Sigurðardóttur og Maríu B. Ágústsdóttur. „Þær hafa báðar staðið sig mjög vel í sumar og eru báðar frábærir markmenn. Þær hafa líka gert sín mistök þannig að valið var gríðarlega erfitt. Markmannsstaðan er kannski sú staða þar sem að við erum best sett í liðinu. Við eigum marga frábæra markmenn en niðurstaðan var þessi að Sandra var valin fram yfir Maríu," sagði Sigurður Ragnar. Markmið liðsins eru að komast upp úr riðlinum og inn í átta liða úrslitin. "Það væri frábær árangur að komast upp úr þessum mjög svo erfiða riðli sem við erum í með Þýskalandi, Fraklandi og Noregi," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Við lítum raunsætt á hlutina og við erum í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með Þýskalandi sem hefur unnið tvær síðustu heimsmeistarakeppnir og fékk ekki á sig mark í þeirri síðustu. Þær hafa unnið síðustu fimm evrópumót og þær eru ekki vanar að misstíga sig á stórkeppni. Það verður mikil áskorun að mæta þeim en við vitum að við eigum góða möguleika á móti bæði Frakklandi og Noregi. Við unnið Noreg nokkuð sannfærandi í síðasta leik. Við höfum síðan bæði unnið og tapað á móti Frökkum í jöfnum leikjum þannig að það getur allt gerst þar," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar kallar hópinn saman 12. ágúst en daginn áður fer fram síðasta umferðin í Pepsi-deild kvenna fyrir EM-hléið. Stelpurnar munu þá fara á æfingu og horfa síðan saman á karlalandsleik Íslands og Slóvakíu. Íslenska landsliðið mætir Serbíu á Laugardalsvellinum 15. ágúst og segir Sigurður Ragnar að lokaundirbúningurinn fyrir lokakeppnina hefjist í raun ekki fyrr en eftir hann. „Þetta er mótaleikur og mjög mikilvægur leikur því við erum þarna að hefja leik í nýju móti þar sem við ætlum líka að ná árangri. Þessi leikur má alls ekki gleymast og við ætlum ekki að tapa okkur í undirbúningnum fyrir lokakeppnina því þessi leikur er gríðarlega mikilvægur," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
„Þetta er hátíðlegur hópur og því ætla ég að lesa hann upp," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þegar hann tilkynnti hvaða 22 stelpur fá að fara á fyrsta stórmótið í sögu íslensks A-landsliðs en framundan er Evrópumót landsliða í Finnlandi. „Við erum búnir að velta þessu vali mikið fyrir okkur enda er um mjög mikilvægan hóp að ræða. Við teljum að þetta séu bestu leikmenn Íslands í dag og við teljum liðið vera mjög vel undirbúið eftir marga undirbúningsleiki á þessu ári," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannafundinum. „Það er einn nýliði í hópnum, Kristín Ýr Bjarnadóttir sem er markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna og er að mínu mati einn besti skallamaður landsins. Við misstum Hörpu Þorsteinsdóttur í meiðsli þegar hún fótbrotnaði og Kristín Ýr finnst mér eiga heima í þessum hópi," sagði Sigurður Ragnar sem játti því að valið hafi verið erfitt á milli markmannanna Söndru Sigurðardóttur og Maríu B. Ágústsdóttur. „Þær hafa báðar staðið sig mjög vel í sumar og eru báðar frábærir markmenn. Þær hafa líka gert sín mistök þannig að valið var gríðarlega erfitt. Markmannsstaðan er kannski sú staða þar sem að við erum best sett í liðinu. Við eigum marga frábæra markmenn en niðurstaðan var þessi að Sandra var valin fram yfir Maríu," sagði Sigurður Ragnar. Markmið liðsins eru að komast upp úr riðlinum og inn í átta liða úrslitin. "Það væri frábær árangur að komast upp úr þessum mjög svo erfiða riðli sem við erum í með Þýskalandi, Fraklandi og Noregi," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Við lítum raunsætt á hlutina og við erum í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með Þýskalandi sem hefur unnið tvær síðustu heimsmeistarakeppnir og fékk ekki á sig mark í þeirri síðustu. Þær hafa unnið síðustu fimm evrópumót og þær eru ekki vanar að misstíga sig á stórkeppni. Það verður mikil áskorun að mæta þeim en við vitum að við eigum góða möguleika á móti bæði Frakklandi og Noregi. Við unnið Noreg nokkuð sannfærandi í síðasta leik. Við höfum síðan bæði unnið og tapað á móti Frökkum í jöfnum leikjum þannig að það getur allt gerst þar," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar kallar hópinn saman 12. ágúst en daginn áður fer fram síðasta umferðin í Pepsi-deild kvenna fyrir EM-hléið. Stelpurnar munu þá fara á æfingu og horfa síðan saman á karlalandsleik Íslands og Slóvakíu. Íslenska landsliðið mætir Serbíu á Laugardalsvellinum 15. ágúst og segir Sigurður Ragnar að lokaundirbúningurinn fyrir lokakeppnina hefjist í raun ekki fyrr en eftir hann. „Þetta er mótaleikur og mjög mikilvægur leikur því við erum þarna að hefja leik í nýju móti þar sem við ætlum líka að ná árangri. Þessi leikur má alls ekki gleymast og við ætlum ekki að tapa okkur í undirbúningnum fyrir lokakeppnina því þessi leikur er gríðarlega mikilvægur," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira