Opinber lífeyrissjóður hagnast vel á andláti Jackson 3. júlí 2009 12:48 Hinn opinberi lífeyrissjóður ABP í Hollandi hagnast nú vel á andláti Michael Jackson því sjóðurinn á réttindin á hluta af lagasafni Jacksons. Eftirspurn eftir lögum Jackson hefur verið gríðarleg frá því hann lést í vikunni og í hvert sinn sem lag eftir hann er spilað fljóta peningar inn í sjóði ABP, það er af þeim lögum sem sjóðurinn á. „Það eru ætíð ákveðin lög sem skyndilega verða vinsæl af einni eða öðrum ástæðum, í þetta sinn vegna hörmulegs atburðar," segir talsmaður ABP í samtali við Reuters. „Þetta getur verið grundvöllur fjárfestingar." Talsmaðurinn vildi ekki gefa upp hve miklar fjárhæðir er um að ræða hvað Jackson varðar. ABP eyddi 140 milljónum evra, eða um 25 milljörðum kr., á síðasta ári við að kaupa lagasöfn af þekktum dægurlagastjörnum. Í þessu eignasafni sjóðsins eru nú m.a. lög Justin Timberlake, Beyonce og Kaiser Chiefs. Þá á sjóðurinn einnig réttindin á tónverkum klassískra tónlistarmanna eins og Stravinsky og Rachmaninov. Reuters segir ennfremur að nú hafi sjóðurinn áhuga á að kaupa lagasafn Bítlanna sem var í eigu Jacksons, það er svo framarlega sem fjölskyldan vilji selja það. „Við höfum ætíð áhuga á góðum fjárfestingarmöguleikum. Bítla-safnið er að sjálfsögðu eitt af því fallegasta í sögu poppsins," segir talsmaður ABP. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hinn opinberi lífeyrissjóður ABP í Hollandi hagnast nú vel á andláti Michael Jackson því sjóðurinn á réttindin á hluta af lagasafni Jacksons. Eftirspurn eftir lögum Jackson hefur verið gríðarleg frá því hann lést í vikunni og í hvert sinn sem lag eftir hann er spilað fljóta peningar inn í sjóði ABP, það er af þeim lögum sem sjóðurinn á. „Það eru ætíð ákveðin lög sem skyndilega verða vinsæl af einni eða öðrum ástæðum, í þetta sinn vegna hörmulegs atburðar," segir talsmaður ABP í samtali við Reuters. „Þetta getur verið grundvöllur fjárfestingar." Talsmaðurinn vildi ekki gefa upp hve miklar fjárhæðir er um að ræða hvað Jackson varðar. ABP eyddi 140 milljónum evra, eða um 25 milljörðum kr., á síðasta ári við að kaupa lagasöfn af þekktum dægurlagastjörnum. Í þessu eignasafni sjóðsins eru nú m.a. lög Justin Timberlake, Beyonce og Kaiser Chiefs. Þá á sjóðurinn einnig réttindin á tónverkum klassískra tónlistarmanna eins og Stravinsky og Rachmaninov. Reuters segir ennfremur að nú hafi sjóðurinn áhuga á að kaupa lagasafn Bítlanna sem var í eigu Jacksons, það er svo framarlega sem fjölskyldan vilji selja það. „Við höfum ætíð áhuga á góðum fjárfestingarmöguleikum. Bítla-safnið er að sjálfsögðu eitt af því fallegasta í sögu poppsins," segir talsmaður ABP.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira