Samgöngubætur í höfuðborginni Jón Gunnarsson skrifar 1. júlí 2009 04:00 Þau fara fyrir lítið hin fögru fyrirheit vinstri stjórnarinnar. Stóryrtu fullyrðingarnar hefðu kannski betur verið ósagðar. Það færi sennilega best á því að verkstjóri ríkisstjórnarinnar hætti að berja höfðinu við steininn og viðurkenndi að verkefnið virðist vera þessari ríkisstjórn ofviða. Aðgerða- og samstöðuleysi ríkisstjórnarflokkanna er að verða þjóðinni dýrkeypt. Það er einföld skýring á vandræðunum, kosningaloforð þessara flokka ganga ekki upp. Þegar hefur þeim tekist að skapa mikið óvissuástand í öllu atvinnulífi með aðgerðaleysi sínu. Það er eins og ríkisstjórnin skilji það ekki að uppbygging öflugs atvinnulífs og útflutningsgreina er það sem skapa mun hér grunn fyrir lífvænlegt samfélag. Það óvissuástand sem þjóðin býr nú við er ekki boðlegt. Nú er komið að niðurskurðinum og þá skal tekið til hendinni og hætt við mannaflsfreku verkefnin í samgöngumálum. Einmitt þau verkefni sem við getum sett af stað og slegið á atvinnuleysið þar sem það er sárast, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. Frekari niðurskurður á þessum vettvangi gerir útaf við mörg fyrirtæki og leiðir til enn frekara atvinnuleysis. Fyrstu skref niðurskurðar í vegagerð vekja ugg. Búið er að fresta útboði vegna Arnarnesvegar í Kópavogi og heyrst hefur að nýjum nauðsynlegum vegi á Álftanes verði einnig frestað. Allt of lengi hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins mátt búa við skarðan hlut þegar kemur að framlögum til samgöngubóta. Framlög ríkisins til stofnbrautaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu hafa að meðaltali numið um 25% af heildarfjárveitingu til vegagerðar á landinu öllu sl. 10 ár, þó um langt árabil hafi um 70% af tekjum ríkisins af umferð komið af höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarbúar gera þá kröfu að sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að framkvæmdum í samgöngumannvirkjum. Standi ríkisstjórnin við kolvitlaus áform sín um niðurskurð í þessum málaflokki er krafa okkar skýr. Samgönguráðherra hafði á sínum tíma stór orð um að hann væri samgönguráðherra alls landsins. Nú þarf hann að standa við orð sín. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Stórþingskosningar í Noregi Fastir pennar Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Rannsóknir í ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun 50+ já takk Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þau fara fyrir lítið hin fögru fyrirheit vinstri stjórnarinnar. Stóryrtu fullyrðingarnar hefðu kannski betur verið ósagðar. Það færi sennilega best á því að verkstjóri ríkisstjórnarinnar hætti að berja höfðinu við steininn og viðurkenndi að verkefnið virðist vera þessari ríkisstjórn ofviða. Aðgerða- og samstöðuleysi ríkisstjórnarflokkanna er að verða þjóðinni dýrkeypt. Það er einföld skýring á vandræðunum, kosningaloforð þessara flokka ganga ekki upp. Þegar hefur þeim tekist að skapa mikið óvissuástand í öllu atvinnulífi með aðgerðaleysi sínu. Það er eins og ríkisstjórnin skilji það ekki að uppbygging öflugs atvinnulífs og útflutningsgreina er það sem skapa mun hér grunn fyrir lífvænlegt samfélag. Það óvissuástand sem þjóðin býr nú við er ekki boðlegt. Nú er komið að niðurskurðinum og þá skal tekið til hendinni og hætt við mannaflsfreku verkefnin í samgöngumálum. Einmitt þau verkefni sem við getum sett af stað og slegið á atvinnuleysið þar sem það er sárast, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. Frekari niðurskurður á þessum vettvangi gerir útaf við mörg fyrirtæki og leiðir til enn frekara atvinnuleysis. Fyrstu skref niðurskurðar í vegagerð vekja ugg. Búið er að fresta útboði vegna Arnarnesvegar í Kópavogi og heyrst hefur að nýjum nauðsynlegum vegi á Álftanes verði einnig frestað. Allt of lengi hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins mátt búa við skarðan hlut þegar kemur að framlögum til samgöngubóta. Framlög ríkisins til stofnbrautaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu hafa að meðaltali numið um 25% af heildarfjárveitingu til vegagerðar á landinu öllu sl. 10 ár, þó um langt árabil hafi um 70% af tekjum ríkisins af umferð komið af höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarbúar gera þá kröfu að sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að framkvæmdum í samgöngumannvirkjum. Standi ríkisstjórnin við kolvitlaus áform sín um niðurskurð í þessum málaflokki er krafa okkar skýr. Samgönguráðherra hafði á sínum tíma stór orð um að hann væri samgönguráðherra alls landsins. Nú þarf hann að standa við orð sín. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar