Yfir 100 sóttu um stöðu nornar í enskum fjölskyldugarði 10. júlí 2009 10:24 Fjölskyldugarðurinn Wookey Hole í Englandi auglýsti nýlega stöðu nornar lausa til umsóknar í garðinum. Yfir 100 sóttu um stöðuna. Wookey Hole er aðalferðamannastaðurinn við Wells í Englandi en þar eru sögufrægir hellar sem tilheyra fjölskyldugarðinum. Á miðöldum voru hellarnir heimkynni Wookey nornarinnar sem ábótinn í Glastonbury lét brenna á báli til að forða íbúum héraðsins frá göldrum hennar. Nú er staðan laus. Fyrri norn var að vísu ekki brennd á báli heldur lét af störfum sökum aldurs. Fram kemur í frétt á vefsíðunni e24.no að nokkuð góð laun séu í boði fyrir þá norn sem fær stöðuna eða um 10 milljónir kr. á ári. Fram kemur í fréttinni að nornin sem ráðin verður muni fá huggulegan helli til að búa í. Hinsvegar verður nornin að hafa gjallandi hlátur og hún má alls ekki hafa ofnæmi fyrir köttum. Haldin verða opin starfsviðtöl við umsækjendurna í Wookey Hole í þessum mánuði. Þar eiga þeir að leika listir sínar þar á meðal galdra. Um stöðuna geta bæði menn og konur sótt og einnig klæðskiptingar. En fyrst og fremst verður nornin að vera vinaleg. „Við erum fjölskyldugarður og það má ekki hræða börnin," segir Gayle Penington markaðsstjóri Wookey Hole. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fjölskyldugarðurinn Wookey Hole í Englandi auglýsti nýlega stöðu nornar lausa til umsóknar í garðinum. Yfir 100 sóttu um stöðuna. Wookey Hole er aðalferðamannastaðurinn við Wells í Englandi en þar eru sögufrægir hellar sem tilheyra fjölskyldugarðinum. Á miðöldum voru hellarnir heimkynni Wookey nornarinnar sem ábótinn í Glastonbury lét brenna á báli til að forða íbúum héraðsins frá göldrum hennar. Nú er staðan laus. Fyrri norn var að vísu ekki brennd á báli heldur lét af störfum sökum aldurs. Fram kemur í frétt á vefsíðunni e24.no að nokkuð góð laun séu í boði fyrir þá norn sem fær stöðuna eða um 10 milljónir kr. á ári. Fram kemur í fréttinni að nornin sem ráðin verður muni fá huggulegan helli til að búa í. Hinsvegar verður nornin að hafa gjallandi hlátur og hún má alls ekki hafa ofnæmi fyrir köttum. Haldin verða opin starfsviðtöl við umsækjendurna í Wookey Hole í þessum mánuði. Þar eiga þeir að leika listir sínar þar á meðal galdra. Um stöðuna geta bæði menn og konur sótt og einnig klæðskiptingar. En fyrst og fremst verður nornin að vera vinaleg. „Við erum fjölskyldugarður og það má ekki hræða börnin," segir Gayle Penington markaðsstjóri Wookey Hole.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira