Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum 24. apríl 2009 18:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ljóst að mjög lítil verðmæti verði eftir í bönkunum og vísar í minnisblað sem hann hefur séð úr skýrslu Oliver Wyman um verðmat á bönkunum. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Kjósendur verði að fá heildarmyndina til að taka upplýstar ákvarðanir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist ekki vita hvaða upplýsinga Sigmundur Davíð er að vísa til. Steingrímur segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð að fullyrða um stöðu bankanna með þessum hætti. Hann hefur ekki séð skýrsluna. Í svari við fyrirspurn fréttastofunnar til Fjármálaeftirlitsins kemur fram að óvíst sé til hvaða talna Sigmundur Davíð sé að vísa. Miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir standist staðhæfingar hans ekki. Mikil leynd hefur hvílt yfir skýrslunum og hefur samningsaðilum einum verið veittur aðgangur að þeim til að gæta jafnræðis meðal þeirra. Sigmundur vill ekki gefa það upp hvaðan hann fær upplýsingarnar. „Mér finnst með ólíkingum ef fjármálaráðherra hefur ekki séð þetta," segir Sigmundur. Hann segir að það sé ríkisstjórnarinnar að birta þetta plagg. Sigmundur telur að ríkisstjórnin sé vísvitandi halda upplýsingum um raunverulega stöðu efnahagslífsins. Hann ályktar að stjórnin vilji ekki fara í gegnum kosningar áður en þessar upplýsingar komi fram. Fjallað var um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi þegar þetta mál var rætt. Þátturinn var tekinn upp fyrr í dag og verður sýndur strax að loknum fréttum. Kosningar 2009 Tengdar fréttir FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. 24. apríl 2009 17:58 Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16 Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23. apríl 2009 19:43 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ljóst að mjög lítil verðmæti verði eftir í bönkunum og vísar í minnisblað sem hann hefur séð úr skýrslu Oliver Wyman um verðmat á bönkunum. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Kjósendur verði að fá heildarmyndina til að taka upplýstar ákvarðanir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist ekki vita hvaða upplýsinga Sigmundur Davíð er að vísa til. Steingrímur segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð að fullyrða um stöðu bankanna með þessum hætti. Hann hefur ekki séð skýrsluna. Í svari við fyrirspurn fréttastofunnar til Fjármálaeftirlitsins kemur fram að óvíst sé til hvaða talna Sigmundur Davíð sé að vísa. Miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir standist staðhæfingar hans ekki. Mikil leynd hefur hvílt yfir skýrslunum og hefur samningsaðilum einum verið veittur aðgangur að þeim til að gæta jafnræðis meðal þeirra. Sigmundur vill ekki gefa það upp hvaðan hann fær upplýsingarnar. „Mér finnst með ólíkingum ef fjármálaráðherra hefur ekki séð þetta," segir Sigmundur. Hann segir að það sé ríkisstjórnarinnar að birta þetta plagg. Sigmundur telur að ríkisstjórnin sé vísvitandi halda upplýsingum um raunverulega stöðu efnahagslífsins. Hann ályktar að stjórnin vilji ekki fara í gegnum kosningar áður en þessar upplýsingar komi fram. Fjallað var um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi þegar þetta mál var rætt. Þátturinn var tekinn upp fyrr í dag og verður sýndur strax að loknum fréttum.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. 24. apríl 2009 17:58 Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16 Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23. apríl 2009 19:43 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. 24. apríl 2009 17:58
Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16
Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23. apríl 2009 19:43