Fjölnir vildi ekki taka upp nafn Fram - viðræðum slitið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2008 15:36 Úr leik Fram og Fjölnis í sumar. Í dag var gefin út fréttatilkynning frá vinnuhópi sem vann að sameiningu Fram og Fjölnis að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum um sameininguna. „Vinnuhópur á vegum Knattspyrnufélagsins Fram og Ungmennafélagsins Fjölnis hafa ákveðið að slíta viðræðum um samruna félaganna," segir í tilkynningunni. „Þetta gekk ekki saman, það er bara svo einfalt," sagði Kjartan Þór Ragnarsson, varaformaður Fram, í samtali við Vísi. „Það náðist ekki samkomulag um nafn sem var útgangspunktur í okkar að komu að þessu. Við vildum halda nafni Fram." „Upphaflega samþykktu þeir að notast við nafn Fram en vildu svo fá nýtt nafn á sameinað félag. Það er eitthvað sem ekki er hægt að selja Frömurum," sagði Kjartan. Hann sagði að ekki hefði náð saman um önnur atriði er varðaði sameininguna. „Það var sitt lítið af hverju. Við erum til að mynda með samning við Reykjavíkurborg en ekki Fjölnir. Það er ýmislegt er varðar samnýtingu aðstöðu og skipulag á því sem ekki tekur að ræða á meðan að Fjölnir er ekki með sín mál á hreinu gagnvart Reykjavíkurborg."Ef sameina á félög verður að taka upp nýtt nafnRagnar Þórir Guðgeirsson, formaður Fjölnis, segir ástæðuna fyrir viðræðuslitunum hins vegar þá að að Frammarar hafi ekki viljað skipta um nafn. „Það var mjög stíf krafa frá þeim að halda gamla góða nafninu," segir Ragnar.„Við ákváðum að opna á umræðuna mjög framarlega í ferlinu og fengum strax mjög sterk viðbrögð. Í kjölfarið funduðum við með okkar deildum og eitt af því sem kom mjög fljótt upp var nafn á félagið," segir Ragnar en Fjölnir rekur einhverja fjölmennustu knattspyrnudeild á landinu. Í Grafarvoginum höfðu menn því nokkrar áhyggjur af því að ekki væru næg verkefni fyrir alla iðkendur félagsins.Ragnar segist fyrst og fremst vera rekstrarmaður og vill að hlutirnir gangi upp. „Ég var ekkert viðkvæmur fyrir nöfnum en eins og menn vita þá jafnast stuðningur við íþróttafélög oft á við trúarbrögð."Ragnar bendir á að þrjár sameiningartilraunir hafi verið gerðar með Fjölni og sú reynsla sýni að ef sameina eigi félög verði að taka upp nýtt nafn.„Það töldu menn ekki valkost með 100 ára gamalt nafn í höndunum." Innlendar Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fram og Fjölnir skoða sameiningu Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: 7. október 2008 18:13 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Sjá meira
Í dag var gefin út fréttatilkynning frá vinnuhópi sem vann að sameiningu Fram og Fjölnis að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum um sameininguna. „Vinnuhópur á vegum Knattspyrnufélagsins Fram og Ungmennafélagsins Fjölnis hafa ákveðið að slíta viðræðum um samruna félaganna," segir í tilkynningunni. „Þetta gekk ekki saman, það er bara svo einfalt," sagði Kjartan Þór Ragnarsson, varaformaður Fram, í samtali við Vísi. „Það náðist ekki samkomulag um nafn sem var útgangspunktur í okkar að komu að þessu. Við vildum halda nafni Fram." „Upphaflega samþykktu þeir að notast við nafn Fram en vildu svo fá nýtt nafn á sameinað félag. Það er eitthvað sem ekki er hægt að selja Frömurum," sagði Kjartan. Hann sagði að ekki hefði náð saman um önnur atriði er varðaði sameininguna. „Það var sitt lítið af hverju. Við erum til að mynda með samning við Reykjavíkurborg en ekki Fjölnir. Það er ýmislegt er varðar samnýtingu aðstöðu og skipulag á því sem ekki tekur að ræða á meðan að Fjölnir er ekki með sín mál á hreinu gagnvart Reykjavíkurborg."Ef sameina á félög verður að taka upp nýtt nafnRagnar Þórir Guðgeirsson, formaður Fjölnis, segir ástæðuna fyrir viðræðuslitunum hins vegar þá að að Frammarar hafi ekki viljað skipta um nafn. „Það var mjög stíf krafa frá þeim að halda gamla góða nafninu," segir Ragnar.„Við ákváðum að opna á umræðuna mjög framarlega í ferlinu og fengum strax mjög sterk viðbrögð. Í kjölfarið funduðum við með okkar deildum og eitt af því sem kom mjög fljótt upp var nafn á félagið," segir Ragnar en Fjölnir rekur einhverja fjölmennustu knattspyrnudeild á landinu. Í Grafarvoginum höfðu menn því nokkrar áhyggjur af því að ekki væru næg verkefni fyrir alla iðkendur félagsins.Ragnar segist fyrst og fremst vera rekstrarmaður og vill að hlutirnir gangi upp. „Ég var ekkert viðkvæmur fyrir nöfnum en eins og menn vita þá jafnast stuðningur við íþróttafélög oft á við trúarbrögð."Ragnar bendir á að þrjár sameiningartilraunir hafi verið gerðar með Fjölni og sú reynsla sýni að ef sameina eigi félög verði að taka upp nýtt nafn.„Það töldu menn ekki valkost með 100 ára gamalt nafn í höndunum."
Innlendar Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fram og Fjölnir skoða sameiningu Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: 7. október 2008 18:13 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Sjá meira
Fram og Fjölnir skoða sameiningu Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: 7. október 2008 18:13