Andrés Önd og peningastefnan 11. júní 2008 00:01 Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, segir að bankinn sé að skoða aukið samstarf við skóla á sviði hagfræðikennslu. MARKAÐURINN/GVA Þau skref sem við höfum tekið í að auka gagnsæi og upplýsingagjöf hafa aukið áhrifamátt peningastefnunnar. Við sjáum það af verðmyndun á markaði að við erum að hafa meiri áhrif með því að gefa meiri upplýsingar,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Spurður hvort Seðlabanki Íslands stefni að útgáfu kennsluefnis líkt og margir seðlabankar hafa gert undanfarið segir Þorvarður að það hafi verið fundað um það og þá sérstaklega að auka samstarf við skólana. Hann bendir á að margir seðlabankar hafi farið í samstarf við skóla og komið á fót keppnum á sviði hagfræði. Hann segir að rætt hafi verið um að koma á slíkri keppni hérlendis en ekkert ákveðið í þeim efnum. Þorvarður telur að aukin upplýsingagjöf styðji tvímælalaust við peningamálastefnuna. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að upplýsa almenning um hagfræði og áherslan á peningamálahagfræði er allt of lítil á Íslandi. Það er ótrúlegt í ljósi verðbólgusögunnar að það sé ekki meiri umræða um hve skaðleg verðbólga sé,“ segir Þorvarður. Hann segir jafnframt að hann hafi upplifað það margsinnis að þurfa að útskýra hve skaðleg verðbólga sé á meðan almenningur í Þýskalandi fari á taugum ef fréttir birtist sem sýni þriggja prósenta verðbólgu. Spurður hvort Andrés Önd eða aðrar teiknimyndapersónur geti stutt við peningamálastefnuna í ljósi þess að Seðlabanki Bandaríkjanna gefur út myndasögur til að upplýsa almenning um hagfræði segir Þorvarður: „Þetta leggst allt á sömu sveif, hvort sem það eru teiknimyndasögur eða mjög fræðileg umræða.“Engin ákvörðun ennÁHERSLA Á AÐ ÚTSKÝRA VERÐBÓLGUMARKMIÐ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri segir að bankinn taki reglulega á móti námsfólki og leggi áherslu á að útskýra verðbólgumarkmið bankans og mikilvægi fjármálastöðugleika. markaðurinn/VALLI„Seðlabankinn tekur reglulega á móti námsfólki á öllum aldri, allt frá grunnskólanemum til háskólanema, og við kynnum þeim starfsemina. Einnig er tekið á móti starfsmannafélögum og félagasamtökum. Við reynum að miða kynningar við hæfi hvers og eins þó að áherslan sé á að útskýra þá þætti sem varða verðbólgumarkmið bankans og fjármálastöðugleika. Yngri hlustendur hafa jafnan meiri áhuga á seðlum og mynt auk gullforða bankans,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri hjá Seðlabanka Íslands.Hann bendir á að bankinn gefi út ýmislegt efni sem þjóni þeim tilgangi að uppfræða almenning, og fleira hafi verið til umræðu þó að ekki hafi verið tekin ákvörðun um slíkt.Spurður um tölvuleik sem er í myntsafni Seðlabankans og Þjóðminjasafns í seðlabankabyggingunni við Kalkofnsveg segir Stefán að hann hafi verið saminn í samvinnu við Seðlabanka Finnlands og margmiðlunarfyrirtæki í Finnlandi. „Leikurinn er ekki aðgengilegur á vefnum en myntsafnið er opið reglulega fyrir almenning og því geta áhugasamir skoðað þennan leik sem byggir á sams konar forsendum og liggja að baki þegar seðlabankar beita vöxtum til að hafa áhrif á verðbólgu,“ segir Stefán.Hann segir jafnframt að það sé í bígerð að setja leikinn á vefinn en óljóst er hvenær af því verður. Stefán bendir á að leikurinn er aðgengilegur á hinni ensku heimasíðu safns Seðlabanka Finnlands, www.rahamuseo.fi/english/. Undir smásjánni Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Þau skref sem við höfum tekið í að auka gagnsæi og upplýsingagjöf hafa aukið áhrifamátt peningastefnunnar. Við sjáum það af verðmyndun á markaði að við erum að hafa meiri áhrif með því að gefa meiri upplýsingar,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Spurður hvort Seðlabanki Íslands stefni að útgáfu kennsluefnis líkt og margir seðlabankar hafa gert undanfarið segir Þorvarður að það hafi verið fundað um það og þá sérstaklega að auka samstarf við skólana. Hann bendir á að margir seðlabankar hafi farið í samstarf við skóla og komið á fót keppnum á sviði hagfræði. Hann segir að rætt hafi verið um að koma á slíkri keppni hérlendis en ekkert ákveðið í þeim efnum. Þorvarður telur að aukin upplýsingagjöf styðji tvímælalaust við peningamálastefnuna. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að upplýsa almenning um hagfræði og áherslan á peningamálahagfræði er allt of lítil á Íslandi. Það er ótrúlegt í ljósi verðbólgusögunnar að það sé ekki meiri umræða um hve skaðleg verðbólga sé,“ segir Þorvarður. Hann segir jafnframt að hann hafi upplifað það margsinnis að þurfa að útskýra hve skaðleg verðbólga sé á meðan almenningur í Þýskalandi fari á taugum ef fréttir birtist sem sýni þriggja prósenta verðbólgu. Spurður hvort Andrés Önd eða aðrar teiknimyndapersónur geti stutt við peningamálastefnuna í ljósi þess að Seðlabanki Bandaríkjanna gefur út myndasögur til að upplýsa almenning um hagfræði segir Þorvarður: „Þetta leggst allt á sömu sveif, hvort sem það eru teiknimyndasögur eða mjög fræðileg umræða.“Engin ákvörðun ennÁHERSLA Á AÐ ÚTSKÝRA VERÐBÓLGUMARKMIÐ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri segir að bankinn taki reglulega á móti námsfólki og leggi áherslu á að útskýra verðbólgumarkmið bankans og mikilvægi fjármálastöðugleika. markaðurinn/VALLI„Seðlabankinn tekur reglulega á móti námsfólki á öllum aldri, allt frá grunnskólanemum til háskólanema, og við kynnum þeim starfsemina. Einnig er tekið á móti starfsmannafélögum og félagasamtökum. Við reynum að miða kynningar við hæfi hvers og eins þó að áherslan sé á að útskýra þá þætti sem varða verðbólgumarkmið bankans og fjármálastöðugleika. Yngri hlustendur hafa jafnan meiri áhuga á seðlum og mynt auk gullforða bankans,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri hjá Seðlabanka Íslands.Hann bendir á að bankinn gefi út ýmislegt efni sem þjóni þeim tilgangi að uppfræða almenning, og fleira hafi verið til umræðu þó að ekki hafi verið tekin ákvörðun um slíkt.Spurður um tölvuleik sem er í myntsafni Seðlabankans og Þjóðminjasafns í seðlabankabyggingunni við Kalkofnsveg segir Stefán að hann hafi verið saminn í samvinnu við Seðlabanka Finnlands og margmiðlunarfyrirtæki í Finnlandi. „Leikurinn er ekki aðgengilegur á vefnum en myntsafnið er opið reglulega fyrir almenning og því geta áhugasamir skoðað þennan leik sem byggir á sams konar forsendum og liggja að baki þegar seðlabankar beita vöxtum til að hafa áhrif á verðbólgu,“ segir Stefán.Hann segir jafnframt að það sé í bígerð að setja leikinn á vefinn en óljóst er hvenær af því verður. Stefán bendir á að leikurinn er aðgengilegur á hinni ensku heimasíðu safns Seðlabanka Finnlands, www.rahamuseo.fi/english/.
Undir smásjánni Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira