Aðgerðir ráðast af skynsemi og nauðsyn 17. september 2008 00:01 Við lifum á athyglisverðum tímum, segir einhvers staðar, og víst er að það á vel við um síðustu daga, vikur og mánuði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Nýir kaflar í heimssögu viðskiptanna eru ritaðir á hverjum degi, stórar og öflugar stofnanir riða til falls, aðrar hefur þegar þrotið örendi. Hver hefði trúað því að stofnun á borð við Lehman Brothers yrði gjaldþrota? Banki sem í ríflega hundrað ár hefur lifað kreppur og heimsstyrjaldir en er stærsta fórnarlamb undirmálslánakreppunnar til þessa. Markaðurinn skýrði frá því á forsíðu Fréttablaðsins í gær að erfiðleikar í rekstri margra af stærstu fjármálafyrirtækjum heims væru líklegir til að flýta fyrir því sem ýmsir teldu nauðsynlegan samruna íslenskra fjármálafyrirtækja. Þannig væri töluverður gangur kominn í samrunaviðræður Glitnis og sparisjóðsins Byrs, sem breytt hefur verið í hlutafélag. Eins væru aðaleigendur Landsbankans og Straums með sameiningu til alvarlegrar skoðunar. Þetta eru eðlileg tíðindi. Þau koma til viðbótar vangaveltum um framtíð nokkurra sparisjóða sem glíma við lausafjárskort og hafa sumir kosið að sameinast öðrum fjármálastofnunum eða hreinlega neyðst til þess. Víst er að frekari sameiningar eða yfirtökur eru fram undan á þeim bænum. Aðgerðir í hagkerfi nútímans ráðast nefnilega hvort tveggja af skynsemi og nauðsyn. Margir hafa lengi talið að íslenskar fjármálastofnanir séu of margar og ná megi fram hagræðingu með samruna og yfirtökum. Nú hefur rík nauðsyn bæst við í grunn röksemdafærslunnar og þá verður væntanlega ekki að sökum að spyrja. Í því tilliti er hins vegar rétt að hvetja hið opinbera, bæði stjórnvöld og eftirlitsstofnanir, til að gæta þess að hamla ekki nauðsynlegum samrunum og hætta þar með á að einstök fyrirtæki gefist upp. Athyglisvert er í því sambandi að hafa í huga að samruni risafyrirtækjanna Bank of America og Merrill Lynch hefði verið keyrður í gegn á 48 klukkustundum og án athugasemda frá eftirlitsstofnunum. Á það hefur verið bent, að hér geti tekið margar vikur að fá skorið úr mun smærri málum með tilheyrandi kostnaði og töfum. Undir þetta skal tekið. Vonandi afgreiðir Samkeppniseftirlitið sem fyrst samruna Kaupþings og SPRON, svo óvissu varðandi framtíð síðarnefnda félagsins megi eyða. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur enda hvatt sérstaklega til samruna fjármálafyrirtækja. Að sama skapi er rétt að vitna til orða Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem sagði í nýlegu viðtali við Markaðinn: „Ég tel víst að það sé unnt að hagræða í bankakerfinu, til dæmis með sameiningu eða samruna fyrirtækja. Ríkisstjórnin mun stuðla að því fyrir sitt leyti.“ Frekari vitna þarf varla við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Við lifum á athyglisverðum tímum, segir einhvers staðar, og víst er að það á vel við um síðustu daga, vikur og mánuði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Nýir kaflar í heimssögu viðskiptanna eru ritaðir á hverjum degi, stórar og öflugar stofnanir riða til falls, aðrar hefur þegar þrotið örendi. Hver hefði trúað því að stofnun á borð við Lehman Brothers yrði gjaldþrota? Banki sem í ríflega hundrað ár hefur lifað kreppur og heimsstyrjaldir en er stærsta fórnarlamb undirmálslánakreppunnar til þessa. Markaðurinn skýrði frá því á forsíðu Fréttablaðsins í gær að erfiðleikar í rekstri margra af stærstu fjármálafyrirtækjum heims væru líklegir til að flýta fyrir því sem ýmsir teldu nauðsynlegan samruna íslenskra fjármálafyrirtækja. Þannig væri töluverður gangur kominn í samrunaviðræður Glitnis og sparisjóðsins Byrs, sem breytt hefur verið í hlutafélag. Eins væru aðaleigendur Landsbankans og Straums með sameiningu til alvarlegrar skoðunar. Þetta eru eðlileg tíðindi. Þau koma til viðbótar vangaveltum um framtíð nokkurra sparisjóða sem glíma við lausafjárskort og hafa sumir kosið að sameinast öðrum fjármálastofnunum eða hreinlega neyðst til þess. Víst er að frekari sameiningar eða yfirtökur eru fram undan á þeim bænum. Aðgerðir í hagkerfi nútímans ráðast nefnilega hvort tveggja af skynsemi og nauðsyn. Margir hafa lengi talið að íslenskar fjármálastofnanir séu of margar og ná megi fram hagræðingu með samruna og yfirtökum. Nú hefur rík nauðsyn bæst við í grunn röksemdafærslunnar og þá verður væntanlega ekki að sökum að spyrja. Í því tilliti er hins vegar rétt að hvetja hið opinbera, bæði stjórnvöld og eftirlitsstofnanir, til að gæta þess að hamla ekki nauðsynlegum samrunum og hætta þar með á að einstök fyrirtæki gefist upp. Athyglisvert er í því sambandi að hafa í huga að samruni risafyrirtækjanna Bank of America og Merrill Lynch hefði verið keyrður í gegn á 48 klukkustundum og án athugasemda frá eftirlitsstofnunum. Á það hefur verið bent, að hér geti tekið margar vikur að fá skorið úr mun smærri málum með tilheyrandi kostnaði og töfum. Undir þetta skal tekið. Vonandi afgreiðir Samkeppniseftirlitið sem fyrst samruna Kaupþings og SPRON, svo óvissu varðandi framtíð síðarnefnda félagsins megi eyða. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur enda hvatt sérstaklega til samruna fjármálafyrirtækja. Að sama skapi er rétt að vitna til orða Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem sagði í nýlegu viðtali við Markaðinn: „Ég tel víst að það sé unnt að hagræða í bankakerfinu, til dæmis með sameiningu eða samruna fyrirtækja. Ríkisstjórnin mun stuðla að því fyrir sitt leyti.“ Frekari vitna þarf varla við.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun