Jafnt hjá Arsenal og Man Utd 20. febrúar 2008 21:38 Carlos Tevez skoraði afar mikilvægt mark fyrir United í Frakklandi Nordic Photos / Getty Images Arsenal og Manchester United þurftu bæði að sætta sig við jafntefli í fyrri leikjum sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Barcelona landaði góðum sigri í Skotlandi. Arsenal og AC Milan skildu jöfn 0-0 í spennuleik á Emirates þar sem bæði lið léku mjög varlega. Arsenal fékk nóg af færum til að tryggja sér sigurinn í leiknum en vörn Evrópumeistaranna hélt og eru þeir því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn á Ítalíu. Framherjinn Emmanuel Adebayor fór afar illa að ráði sínu þegar nærri fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, en þá skallaði hann í slá fyrir opnu marki. Manchester United komst í hann krappan í Frakklandi þar sem liðið sótti Lyon heim. Staðan var jöfn 0-0 í hálfleik en Karim Benzema kom Lyon yfir gegn gangi leiksins í þeim síðari. Það var svo hinn magnaði Tevez sem jafnaði fyrir United undir lokin og kom sínum mönnum í ágæta stöðu tili að komast í 8-liða úrslitin þar sem liðið á síðari leikinn á heimavelli. Glasgow Celtic mátti þola 3-2 tap á heimavelli gegn Barcelona eftir að hafa tvívegis náð forystu í leiknum. Jan Vennegoor of Hesselink kom Celtic yfir á 16. mínútu en Leo Messi jafnaði fyrir Barcelona aðeins tveimur mínútum síðar. Barry Robson kom Celtic í 2-1 á 38. mínútu og þannig stóð í hálfleik. Thierry Henry jafnaði svo fyrir Barcelona á 52. mínútu og Messi innsiglaði sigur spænska liðisins með heppnismarki á 79. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var á varramannabekk Barca í kvöld og kom inn fyrir Henry í blálokin, en liðið ætti að vera komið i þægilega stöðu með þessum frækna útisigri. Loks vann tyrkneska liðið Fenerbahce góðan 3-2 sigur á Sevilla en á erfiðan leik fyrir höndum í síðari leiknum á Spáni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Arsenal og Manchester United þurftu bæði að sætta sig við jafntefli í fyrri leikjum sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Barcelona landaði góðum sigri í Skotlandi. Arsenal og AC Milan skildu jöfn 0-0 í spennuleik á Emirates þar sem bæði lið léku mjög varlega. Arsenal fékk nóg af færum til að tryggja sér sigurinn í leiknum en vörn Evrópumeistaranna hélt og eru þeir því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn á Ítalíu. Framherjinn Emmanuel Adebayor fór afar illa að ráði sínu þegar nærri fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, en þá skallaði hann í slá fyrir opnu marki. Manchester United komst í hann krappan í Frakklandi þar sem liðið sótti Lyon heim. Staðan var jöfn 0-0 í hálfleik en Karim Benzema kom Lyon yfir gegn gangi leiksins í þeim síðari. Það var svo hinn magnaði Tevez sem jafnaði fyrir United undir lokin og kom sínum mönnum í ágæta stöðu tili að komast í 8-liða úrslitin þar sem liðið á síðari leikinn á heimavelli. Glasgow Celtic mátti þola 3-2 tap á heimavelli gegn Barcelona eftir að hafa tvívegis náð forystu í leiknum. Jan Vennegoor of Hesselink kom Celtic yfir á 16. mínútu en Leo Messi jafnaði fyrir Barcelona aðeins tveimur mínútum síðar. Barry Robson kom Celtic í 2-1 á 38. mínútu og þannig stóð í hálfleik. Thierry Henry jafnaði svo fyrir Barcelona á 52. mínútu og Messi innsiglaði sigur spænska liðisins með heppnismarki á 79. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var á varramannabekk Barca í kvöld og kom inn fyrir Henry í blálokin, en liðið ætti að vera komið i þægilega stöðu með þessum frækna útisigri. Loks vann tyrkneska liðið Fenerbahce góðan 3-2 sigur á Sevilla en á erfiðan leik fyrir höndum í síðari leiknum á Spáni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira