Geir tekur ekki við landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2008 15:36 Geir Sveinsson tekur ekki við íslenska landsliðinu í handbolta. Nordic Photos / Getty Images Geir Sveinsson tekur ekki við landsliðinu í handbolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. Geir hefur átt í viðræðum við HSÍ í tæpa viku eftir að ljóst varð að Dagur Sigurðsson myndi ekki taka við landsliðinu. Aron Kristjánsson hefur einnig verið orðaður við landsliðið en ekki hefur náðst í hann síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Eftir að hafa legið yfir þessu máli í fjóra daga og skoðað málið frá öllum hliðum hef ég ákveðið að taka ekki að mér starfið af persónulegum ástæðum," sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég er farinn inn á allt aðrar brautir í mínu lífi og snerist þessi ákvörðun að miklu leyti um hvort ég ætti að snúa mér aftur að handboltanum eða ekki. Það ásamt öðrum persónulegum ástæðum, vegna fjölskyldu og þess háttar, gerir það að verkum að ég treysti mér ekki í þetta." „Ef forsendur hefðu verið aðrar hefði ég sjálfsagt tekið þessu. Það eru spennandi tímar framundan, bæði hvað varðar Ólympíuleika og heimsmeistaramóti." Hann segist nú vera hættur afskiptum af handbolta. „Já, þess konar afskiptum eins og þetta starf snýst um. Ég efast um að ég muni nokkurn tímann taka upp þennan þráð á nýjan leik. Þess vegna tók ég mér þennan tíma til að íhuga málið því ef ég vildi koma mér út í þjálfun fengi ég ekki betra tækifæri en að þjálfa íslenska landsliðið. Nú er ég kominn á aðra braut og ég vissi að með því að afþakka þetta væri ég búinn að loka síðustu hurðinni." Geir segir að HSÍ hefði boðið sér starfið á fimmtudaginn í síðustu viku, skömmu eftir að Dagur hafi hafnað boði HSÍ um að taka að sér starf landsliðsþjálfara. Þar áður hafnaði Svíinn Magnus Andersson starfinu. „Ég get haft áhyggjur af því að HSÍ hafi fengið þrjár neitanir í röð. Ég verð fyrst og fremst að hugsa um mína fjölskyldu. Ég hef þó alltaf borið hag handboltans fyrir brjósti og verið tilbúinn að gera mikið fyrir íþróttina. Ég hef til dæmis unnið heilmikið fyrir Val í gegnum tíðina." Aðspurður um hvort hann sé bitur í dag vegna þess að honum hafi ekki verið boðið starfið þegar Viggó Sigurðsson var ráðinn segir Geir svo alls ekki vera. „Fólk tekur bara sínar ákvarðanir út frá sínum forsendum. Ég hef hins vegar sagt við Gúnda (Guðmund Á. Ingvarsson, formann HSÍ), með fullri virðingu fyrir Viggó, að í þeirri stöðu hafi hann valið næstbesta kostinn." „Vissulega rennur manni blóðið til skyldunnar en það eru ákveðnar ástæður fyrir því að þetta varð lendingin." Innlendar Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira
Geir Sveinsson tekur ekki við landsliðinu í handbolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. Geir hefur átt í viðræðum við HSÍ í tæpa viku eftir að ljóst varð að Dagur Sigurðsson myndi ekki taka við landsliðinu. Aron Kristjánsson hefur einnig verið orðaður við landsliðið en ekki hefur náðst í hann síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Eftir að hafa legið yfir þessu máli í fjóra daga og skoðað málið frá öllum hliðum hef ég ákveðið að taka ekki að mér starfið af persónulegum ástæðum," sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég er farinn inn á allt aðrar brautir í mínu lífi og snerist þessi ákvörðun að miklu leyti um hvort ég ætti að snúa mér aftur að handboltanum eða ekki. Það ásamt öðrum persónulegum ástæðum, vegna fjölskyldu og þess háttar, gerir það að verkum að ég treysti mér ekki í þetta." „Ef forsendur hefðu verið aðrar hefði ég sjálfsagt tekið þessu. Það eru spennandi tímar framundan, bæði hvað varðar Ólympíuleika og heimsmeistaramóti." Hann segist nú vera hættur afskiptum af handbolta. „Já, þess konar afskiptum eins og þetta starf snýst um. Ég efast um að ég muni nokkurn tímann taka upp þennan þráð á nýjan leik. Þess vegna tók ég mér þennan tíma til að íhuga málið því ef ég vildi koma mér út í þjálfun fengi ég ekki betra tækifæri en að þjálfa íslenska landsliðið. Nú er ég kominn á aðra braut og ég vissi að með því að afþakka þetta væri ég búinn að loka síðustu hurðinni." Geir segir að HSÍ hefði boðið sér starfið á fimmtudaginn í síðustu viku, skömmu eftir að Dagur hafi hafnað boði HSÍ um að taka að sér starf landsliðsþjálfara. Þar áður hafnaði Svíinn Magnus Andersson starfinu. „Ég get haft áhyggjur af því að HSÍ hafi fengið þrjár neitanir í röð. Ég verð fyrst og fremst að hugsa um mína fjölskyldu. Ég hef þó alltaf borið hag handboltans fyrir brjósti og verið tilbúinn að gera mikið fyrir íþróttina. Ég hef til dæmis unnið heilmikið fyrir Val í gegnum tíðina." Aðspurður um hvort hann sé bitur í dag vegna þess að honum hafi ekki verið boðið starfið þegar Viggó Sigurðsson var ráðinn segir Geir svo alls ekki vera. „Fólk tekur bara sínar ákvarðanir út frá sínum forsendum. Ég hef hins vegar sagt við Gúnda (Guðmund Á. Ingvarsson, formann HSÍ), með fullri virðingu fyrir Viggó, að í þeirri stöðu hafi hann valið næstbesta kostinn." „Vissulega rennur manni blóðið til skyldunnar en það eru ákveðnar ástæður fyrir því að þetta varð lendingin."
Innlendar Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira