„Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna,“ segir forstjóri Kaupþings 30. janúar 2008 10:30 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Mynd/Vilhelm „Eins og aðstæður eru núna sáum við ekki fram á að ná fram þeim samlegðaráhrifum sem við stefndum að," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, en bankinn tilkynnti í morgun að hætt hefði verið við yfirtöku á hollenska bankanum NIBC. „Þetta var sameiginleg niðurstaða. Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna," segir Hreiðar. Viðræður um möguleikann á því að hætta við yfirtökuna á NIBC hafi staðið yfir í nokkrar vikur, að hans sögn. Michael Enthoven, forstjóri NIBC, tekur í sama streng í samtali við fréttastofu Reuter í dag. Þar kemur sömuleiðis fram að hagnaður NIBC í fyrra hafi numið 91 milljón evra, jafnvirði 8,6 milljörðum íslenskra króna, en það er 62 prósenta samdráttur á milli ára. Þar kemur sömuleiðis fram að markaðsverðmæti skuldabréfavafninga NIBC hafi numið 7,2 milljörðum evra í byrjun síðasta árs en einungis 2,6 milljörðum í árslok. Það jafngildir 63 prósenta samdrætti á tólf mánuðum. Þessi hluti bankans fylgdi hins vegar ekki með í yfirtöku Kaupþings. Hreiðar segir að bankinn hafi horft til þess að lækka rekstrarkostnað og auka tekjur samstæðunnar. „Það hefði orðið erfitt að að ná því fram," segir Hreiðar og bætir við að bankinn muni eftirleiðis einbeita sér að eigin rekstri. Frekari fyrirtækjakaup eru ekki fyrirhuguð á næstunni. Tilkynnt var um yfirtöku Kaupþings á NIBC í júlí í fyrra. Kaupverð nam þremur milljörðum evra, jafnvirði 286 milljörðum íslenskra króna og hefði það orðið stærsta yfirtaka Íslandssögunnar ef af hefði orðið. Eftir því sem dregist hefur að tilkynna um lok viðskiptanna hafa ýmsar sögu farið á kreik, svo sem að kaupin hefðu orðið of stór biti fyrir bankann. Hreiðar Már vísar því á bug. Bankinn hafi aukið við eigið fé sitt vegna þeirra auk þess sem forgangsréttarútboð var fyrirhugað. Ekkert verður nú hins vegar af útboðinu auk þess sem ljóst er að bandaríska fjárfestingafélagið JC Flowers, stærsti eigandi NIBC, verður ekki einn af stærstu hluthöfum Kaupþings.Aðspurður um hugsanleg áhrif þess að hætt var við yfirtökuna segir Hreiðar Már gott að allri óvissu um hana hafi verið eytt. Sé það jákvætt og reikni hann með að skuldatryggingaálag íslensku viðskiptabankanna, sem hafi staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið, lækki í kjölfarið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
„Eins og aðstæður eru núna sáum við ekki fram á að ná fram þeim samlegðaráhrifum sem við stefndum að," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, en bankinn tilkynnti í morgun að hætt hefði verið við yfirtöku á hollenska bankanum NIBC. „Þetta var sameiginleg niðurstaða. Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna," segir Hreiðar. Viðræður um möguleikann á því að hætta við yfirtökuna á NIBC hafi staðið yfir í nokkrar vikur, að hans sögn. Michael Enthoven, forstjóri NIBC, tekur í sama streng í samtali við fréttastofu Reuter í dag. Þar kemur sömuleiðis fram að hagnaður NIBC í fyrra hafi numið 91 milljón evra, jafnvirði 8,6 milljörðum íslenskra króna, en það er 62 prósenta samdráttur á milli ára. Þar kemur sömuleiðis fram að markaðsverðmæti skuldabréfavafninga NIBC hafi numið 7,2 milljörðum evra í byrjun síðasta árs en einungis 2,6 milljörðum í árslok. Það jafngildir 63 prósenta samdrætti á tólf mánuðum. Þessi hluti bankans fylgdi hins vegar ekki með í yfirtöku Kaupþings. Hreiðar segir að bankinn hafi horft til þess að lækka rekstrarkostnað og auka tekjur samstæðunnar. „Það hefði orðið erfitt að að ná því fram," segir Hreiðar og bætir við að bankinn muni eftirleiðis einbeita sér að eigin rekstri. Frekari fyrirtækjakaup eru ekki fyrirhuguð á næstunni. Tilkynnt var um yfirtöku Kaupþings á NIBC í júlí í fyrra. Kaupverð nam þremur milljörðum evra, jafnvirði 286 milljörðum íslenskra króna og hefði það orðið stærsta yfirtaka Íslandssögunnar ef af hefði orðið. Eftir því sem dregist hefur að tilkynna um lok viðskiptanna hafa ýmsar sögu farið á kreik, svo sem að kaupin hefðu orðið of stór biti fyrir bankann. Hreiðar Már vísar því á bug. Bankinn hafi aukið við eigið fé sitt vegna þeirra auk þess sem forgangsréttarútboð var fyrirhugað. Ekkert verður nú hins vegar af útboðinu auk þess sem ljóst er að bandaríska fjárfestingafélagið JC Flowers, stærsti eigandi NIBC, verður ekki einn af stærstu hluthöfum Kaupþings.Aðspurður um hugsanleg áhrif þess að hætt var við yfirtökuna segir Hreiðar Már gott að allri óvissu um hana hafi verið eytt. Sé það jákvætt og reikni hann með að skuldatryggingaálag íslensku viðskiptabankanna, sem hafi staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið, lækki í kjölfarið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira