Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar 22. nóvember 2008 18:53 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. Lárus segir að það sé rangt sem haldið er fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins að verklagsreglur við lánveitingar hafi verið brotnar hjá Glitni. Um lánveitingar til tengdra aðila hafi gilt strangar reglur sem bankinn hafi fylgt. Yfirlýsing Lárusar í heild sinni:Sem fyrrverandi forstjóri gamla Glitnis banka hf. harma ég að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. Í greininni eru rangfærslur og þar eru dregnar rangar ályktanir út frá takmörkuðum upplýsingum. Ég tek fram að við vinnslu þessarar fréttar var ekki haft samband við mig. Umfjöllun um málefni banka og viðskiptavini þeirra er trúnaðarmál sem lýtur ströngum reglum. Í þeim efnum er ábyrgð fjölmiðla mikil og afar mikilvægt að þeir fari jafnframt að lögum. Eins og allir starfsmenn fjármálafyrirtækja er ég bundinn af bankaleynd og á því erfitt með að svara einstökum atriðum og ávirðingum sem Morgunblaðið setur fram í grein sinni. Ég vil þó koma eftirfarandi á framfæri: Morgunblaðið heldur því fram að verklagsreglur við lánveitingar sem fjallað er um hafi verið brotnar hjá bankanum. Þetta er rangt. Hvað varðar lán til FL Group vil ég árétta að um lánveitingar til tengdra aðila gilda strangar reglur og var þeim fylgt í einu og öllu í minni forstjóratíð. Fjármálaeftirlitið (FME) gerði í nóvember 2007 úttekt á málum varðandi Stím ehf. sem Morgunblaðið fjallar um og afhenti bankinn FME allar upplýsingar um lánveitingar til félagsins. Á þeim tíma sem ég gegndi starfi forstjóra Glitnis átti ég mjög tíð og opin samskipti við Fjármálaeftirlit og Seðlabanka og fór ég og meðstjórnendur mínir að öllu leiti að þeirra tilmælum. Þau lutu einkum að þeim sameiginlegu markmiðum bankans og eftirlitsaðila að bankinn bætti tryggingastöðu sína, drægi úr lánveitingum til eignarhaldsfélaga, styrkti eiginfjárhlutfall og minnkaði efnahagsreikning sinn. Að þessu var unnið. Nú hefur verið ákveðið að málefni gömlu bankanna verði rannsökuð til hlítar. Ég fagna því en tel mikilvægt að rannsóknin verði framkvæmd af þar til bærum óháðum erlendum sérfræðingum og að þeim verði veitt nægilegt svigrúm við þá rannsókn. Virðingarfyllst, Lárus Welding Stím málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. Lárus segir að það sé rangt sem haldið er fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins að verklagsreglur við lánveitingar hafi verið brotnar hjá Glitni. Um lánveitingar til tengdra aðila hafi gilt strangar reglur sem bankinn hafi fylgt. Yfirlýsing Lárusar í heild sinni:Sem fyrrverandi forstjóri gamla Glitnis banka hf. harma ég að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. Í greininni eru rangfærslur og þar eru dregnar rangar ályktanir út frá takmörkuðum upplýsingum. Ég tek fram að við vinnslu þessarar fréttar var ekki haft samband við mig. Umfjöllun um málefni banka og viðskiptavini þeirra er trúnaðarmál sem lýtur ströngum reglum. Í þeim efnum er ábyrgð fjölmiðla mikil og afar mikilvægt að þeir fari jafnframt að lögum. Eins og allir starfsmenn fjármálafyrirtækja er ég bundinn af bankaleynd og á því erfitt með að svara einstökum atriðum og ávirðingum sem Morgunblaðið setur fram í grein sinni. Ég vil þó koma eftirfarandi á framfæri: Morgunblaðið heldur því fram að verklagsreglur við lánveitingar sem fjallað er um hafi verið brotnar hjá bankanum. Þetta er rangt. Hvað varðar lán til FL Group vil ég árétta að um lánveitingar til tengdra aðila gilda strangar reglur og var þeim fylgt í einu og öllu í minni forstjóratíð. Fjármálaeftirlitið (FME) gerði í nóvember 2007 úttekt á málum varðandi Stím ehf. sem Morgunblaðið fjallar um og afhenti bankinn FME allar upplýsingar um lánveitingar til félagsins. Á þeim tíma sem ég gegndi starfi forstjóra Glitnis átti ég mjög tíð og opin samskipti við Fjármálaeftirlit og Seðlabanka og fór ég og meðstjórnendur mínir að öllu leiti að þeirra tilmælum. Þau lutu einkum að þeim sameiginlegu markmiðum bankans og eftirlitsaðila að bankinn bætti tryggingastöðu sína, drægi úr lánveitingum til eignarhaldsfélaga, styrkti eiginfjárhlutfall og minnkaði efnahagsreikning sinn. Að þessu var unnið. Nú hefur verið ákveðið að málefni gömlu bankanna verði rannsökuð til hlítar. Ég fagna því en tel mikilvægt að rannsóknin verði framkvæmd af þar til bærum óháðum erlendum sérfræðingum og að þeim verði veitt nægilegt svigrúm við þá rannsókn. Virðingarfyllst, Lárus Welding
Stím málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52