Baráttan skilaði góðum sigri á Dönum 10. september 2008 23:07 Logi Gunnarsson skoraði 12 stig, hirti 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan 77-71 sigur á Dönum í fyrsta leik sínum í Evrópukeppni B-þjóða. Sigur íslenska liðsins var í raun aldrei í hættu, en góður varnarleikur og gríðarleg barátta skiluðu íslenska liðinu sigrinum. Íslenska liðið byrjaði betur í leiknum og hafði yfir 25-19 eftir fyrsta leikhlutann þar sem Jón Arnór Stefánsson fór fyrir liðinu í sínum fyrsta heimaleik með landsliðinu í tvö ár. Íslendingar höfðu yfir í hálfleik 40-37 eftir að hafa náð mest 10 stiga forystu, en danska liðið hafði þá aðeins í tvígang náð að hafa forystuna. Íslenska liðið var vel stutt af fjölmörgum áhorfendum sem lögðu sér leið í Höllina í kvöld, en þeir hefðu vissulega mátt vera fleiri. Í þriðja leikhlutanum dró nokkuð í sundur með liðunum og náði íslenska liðið að auka forskotið jafnt og þétt, en Danir minnkuðu muninn í 10 stig fyrir lok þriðja leikhluta 64-54. Helgi Magnússon átti frábæra innkomu í íslenska liðið í leikhlutanum og skoraði mikilvæga þrista. Fjórði leikhlutinn einkenndist af gríðarlegri baráttu og var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska hjá liðunum á þeim kafla, enda var fast leikið. Íslenska liðið lét forskotið aldrei af hendi þó Dönum tækist að laga stöðuna nokkuð í lokin og íslenska liðið hafði að lokum sigur 77-71 eins og áður sagði. Fín byrjun hjá íslenska liðinu sem mætir næst Hollendingum ytra á laugardaginn. Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig, Páll Axel Vilbergsson skoraði 12 stig (7 frák), Logi Gunnarsson 12 stig (6 frák, 6 stoð) og Jakob Sigurðarson skoraði 8 stig. Fannar Ólafsson skoraði 2 stig og hirti 10 fráköst, en barátta hans og hinna stóru strákanna í íslenska liðinu sló hávaxnari Danina alveg út af laginu. Chanan Coleman skoraði 15 stig fyrir danska liðið og Peter Johansen 14. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan 77-71 sigur á Dönum í fyrsta leik sínum í Evrópukeppni B-þjóða. Sigur íslenska liðsins var í raun aldrei í hættu, en góður varnarleikur og gríðarleg barátta skiluðu íslenska liðinu sigrinum. Íslenska liðið byrjaði betur í leiknum og hafði yfir 25-19 eftir fyrsta leikhlutann þar sem Jón Arnór Stefánsson fór fyrir liðinu í sínum fyrsta heimaleik með landsliðinu í tvö ár. Íslendingar höfðu yfir í hálfleik 40-37 eftir að hafa náð mest 10 stiga forystu, en danska liðið hafði þá aðeins í tvígang náð að hafa forystuna. Íslenska liðið var vel stutt af fjölmörgum áhorfendum sem lögðu sér leið í Höllina í kvöld, en þeir hefðu vissulega mátt vera fleiri. Í þriðja leikhlutanum dró nokkuð í sundur með liðunum og náði íslenska liðið að auka forskotið jafnt og þétt, en Danir minnkuðu muninn í 10 stig fyrir lok þriðja leikhluta 64-54. Helgi Magnússon átti frábæra innkomu í íslenska liðið í leikhlutanum og skoraði mikilvæga þrista. Fjórði leikhlutinn einkenndist af gríðarlegri baráttu og var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska hjá liðunum á þeim kafla, enda var fast leikið. Íslenska liðið lét forskotið aldrei af hendi þó Dönum tækist að laga stöðuna nokkuð í lokin og íslenska liðið hafði að lokum sigur 77-71 eins og áður sagði. Fín byrjun hjá íslenska liðinu sem mætir næst Hollendingum ytra á laugardaginn. Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig, Páll Axel Vilbergsson skoraði 12 stig (7 frák), Logi Gunnarsson 12 stig (6 frák, 6 stoð) og Jakob Sigurðarson skoraði 8 stig. Fannar Ólafsson skoraði 2 stig og hirti 10 fráköst, en barátta hans og hinna stóru strákanna í íslenska liðinu sló hávaxnari Danina alveg út af laginu. Chanan Coleman skoraði 15 stig fyrir danska liðið og Peter Johansen 14.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira