Hefur skilning og pólitískt þor Magnús Már Guðmundsson skrifar 23. júlí 2008 16:09 Kristján Möller, samgönguráðherra. „Ég hef skilning á náttúruverndar- sjónarmiðum og pólitískt þor en það ekki þar með sagt að það þurfi að vera nákvæmlega það sama og menn biðja um hverju sinni,“ segir Kristján Möller, samgönguráðherra, í kjölfar yfirlýsingar Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, frá því fyrr í dag. Bergur sagði Kristján skorta skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða. Hann sagði Vegagerðina vera ríki í ríkinu sem væri að hefja náttúruspjöll með framkvæmdum við Gjábakkaveg, veg um Teigskóg og Dettifossveg. Kristján segist tvívegis hafa átt fundi með fulltrúum Landverndar um framkvæmdirnar og hlustað á sjónarmið samtakanna. ,,Ég hef lesið öll þau gögn sem til eru varðandi þessa vegi en ég er hinsvegar ekki sammála þeirra sjónarmiðum og byggi ég þá skoðun mína á því að mat á umhverfisáhrifum við allar þessar framkvæmdir hefur farið fram." Í staðinn fyrir veg um Teigskóg hefur verið rætt um jarðgöng. ,,Ég hef ekkert á móti jarðgöngum en það er miklu meiri kostnaður sem fylgir þeim," segir Kristján og bætir við að það er mat hans hans að framkvæmdir við veginn eigi að hefjast sem fyrst. Auk þess hafi umhverfisráðherra úrskurðað um framkvæmdina og Vegagerðin breytt áætlunum sínum í framhaldinu. Um Dettifossveg segir Kristján að það hafi verið sameiginleg niðurstaða starfshóps sem í voru fulltrúar sveitarfélaga, Náttúruverndar ríkisins, Ferðamálaráðs og Samtaka ferðaþjónustunnar að leggja veginn vestan Jökulsár. Áður en útboð um veg um Gjábakka hófst segist Kristján hafa farið vel yfir öll gögn sem hafi komið inn á hans borð. ,,Ef skoðaðar eru niðurstöður umhverfismats sést að meirihluti nítratmengunar sem fer í Þingvallavatn er vegna landbúnaðar, sumarhúsa og umferðar sem fylgir skráningu Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO. Þessi atriði hafa meiri áhrif heldur en staðsetning vegar um Gjábakka," segir Kristján. Kristján segist hafa farið vel yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við fyrrnefnda vegi. ,,Umhverfismat liggur fyrir og umhverfisráðherra er búinn að úrskurða í kærumálum þannig að þessi verk ganga eftir. Búið er að semja við verktaka um lagningu Gjábakkavegar og Dettifossvegar.“ Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23. júlí 2008 12:58 Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23. júlí 2008 10:37 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
„Ég hef skilning á náttúruverndar- sjónarmiðum og pólitískt þor en það ekki þar með sagt að það þurfi að vera nákvæmlega það sama og menn biðja um hverju sinni,“ segir Kristján Möller, samgönguráðherra, í kjölfar yfirlýsingar Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, frá því fyrr í dag. Bergur sagði Kristján skorta skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða. Hann sagði Vegagerðina vera ríki í ríkinu sem væri að hefja náttúruspjöll með framkvæmdum við Gjábakkaveg, veg um Teigskóg og Dettifossveg. Kristján segist tvívegis hafa átt fundi með fulltrúum Landverndar um framkvæmdirnar og hlustað á sjónarmið samtakanna. ,,Ég hef lesið öll þau gögn sem til eru varðandi þessa vegi en ég er hinsvegar ekki sammála þeirra sjónarmiðum og byggi ég þá skoðun mína á því að mat á umhverfisáhrifum við allar þessar framkvæmdir hefur farið fram." Í staðinn fyrir veg um Teigskóg hefur verið rætt um jarðgöng. ,,Ég hef ekkert á móti jarðgöngum en það er miklu meiri kostnaður sem fylgir þeim," segir Kristján og bætir við að það er mat hans hans að framkvæmdir við veginn eigi að hefjast sem fyrst. Auk þess hafi umhverfisráðherra úrskurðað um framkvæmdina og Vegagerðin breytt áætlunum sínum í framhaldinu. Um Dettifossveg segir Kristján að það hafi verið sameiginleg niðurstaða starfshóps sem í voru fulltrúar sveitarfélaga, Náttúruverndar ríkisins, Ferðamálaráðs og Samtaka ferðaþjónustunnar að leggja veginn vestan Jökulsár. Áður en útboð um veg um Gjábakka hófst segist Kristján hafa farið vel yfir öll gögn sem hafi komið inn á hans borð. ,,Ef skoðaðar eru niðurstöður umhverfismats sést að meirihluti nítratmengunar sem fer í Þingvallavatn er vegna landbúnaðar, sumarhúsa og umferðar sem fylgir skráningu Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO. Þessi atriði hafa meiri áhrif heldur en staðsetning vegar um Gjábakka," segir Kristján. Kristján segist hafa farið vel yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við fyrrnefnda vegi. ,,Umhverfismat liggur fyrir og umhverfisráðherra er búinn að úrskurða í kærumálum þannig að þessi verk ganga eftir. Búið er að semja við verktaka um lagningu Gjábakkavegar og Dettifossvegar.“
Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23. júlí 2008 12:58 Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23. júlí 2008 10:37 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23. júlí 2008 12:58
Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23. júlí 2008 10:37