Hefur skilning og pólitískt þor Magnús Már Guðmundsson skrifar 23. júlí 2008 16:09 Kristján Möller, samgönguráðherra. „Ég hef skilning á náttúruverndar- sjónarmiðum og pólitískt þor en það ekki þar með sagt að það þurfi að vera nákvæmlega það sama og menn biðja um hverju sinni,“ segir Kristján Möller, samgönguráðherra, í kjölfar yfirlýsingar Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, frá því fyrr í dag. Bergur sagði Kristján skorta skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða. Hann sagði Vegagerðina vera ríki í ríkinu sem væri að hefja náttúruspjöll með framkvæmdum við Gjábakkaveg, veg um Teigskóg og Dettifossveg. Kristján segist tvívegis hafa átt fundi með fulltrúum Landverndar um framkvæmdirnar og hlustað á sjónarmið samtakanna. ,,Ég hef lesið öll þau gögn sem til eru varðandi þessa vegi en ég er hinsvegar ekki sammála þeirra sjónarmiðum og byggi ég þá skoðun mína á því að mat á umhverfisáhrifum við allar þessar framkvæmdir hefur farið fram." Í staðinn fyrir veg um Teigskóg hefur verið rætt um jarðgöng. ,,Ég hef ekkert á móti jarðgöngum en það er miklu meiri kostnaður sem fylgir þeim," segir Kristján og bætir við að það er mat hans hans að framkvæmdir við veginn eigi að hefjast sem fyrst. Auk þess hafi umhverfisráðherra úrskurðað um framkvæmdina og Vegagerðin breytt áætlunum sínum í framhaldinu. Um Dettifossveg segir Kristján að það hafi verið sameiginleg niðurstaða starfshóps sem í voru fulltrúar sveitarfélaga, Náttúruverndar ríkisins, Ferðamálaráðs og Samtaka ferðaþjónustunnar að leggja veginn vestan Jökulsár. Áður en útboð um veg um Gjábakka hófst segist Kristján hafa farið vel yfir öll gögn sem hafi komið inn á hans borð. ,,Ef skoðaðar eru niðurstöður umhverfismats sést að meirihluti nítratmengunar sem fer í Þingvallavatn er vegna landbúnaðar, sumarhúsa og umferðar sem fylgir skráningu Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO. Þessi atriði hafa meiri áhrif heldur en staðsetning vegar um Gjábakka," segir Kristján. Kristján segist hafa farið vel yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við fyrrnefnda vegi. ,,Umhverfismat liggur fyrir og umhverfisráðherra er búinn að úrskurða í kærumálum þannig að þessi verk ganga eftir. Búið er að semja við verktaka um lagningu Gjábakkavegar og Dettifossvegar.“ Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23. júlí 2008 12:58 Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23. júlí 2008 10:37 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
„Ég hef skilning á náttúruverndar- sjónarmiðum og pólitískt þor en það ekki þar með sagt að það þurfi að vera nákvæmlega það sama og menn biðja um hverju sinni,“ segir Kristján Möller, samgönguráðherra, í kjölfar yfirlýsingar Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, frá því fyrr í dag. Bergur sagði Kristján skorta skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða. Hann sagði Vegagerðina vera ríki í ríkinu sem væri að hefja náttúruspjöll með framkvæmdum við Gjábakkaveg, veg um Teigskóg og Dettifossveg. Kristján segist tvívegis hafa átt fundi með fulltrúum Landverndar um framkvæmdirnar og hlustað á sjónarmið samtakanna. ,,Ég hef lesið öll þau gögn sem til eru varðandi þessa vegi en ég er hinsvegar ekki sammála þeirra sjónarmiðum og byggi ég þá skoðun mína á því að mat á umhverfisáhrifum við allar þessar framkvæmdir hefur farið fram." Í staðinn fyrir veg um Teigskóg hefur verið rætt um jarðgöng. ,,Ég hef ekkert á móti jarðgöngum en það er miklu meiri kostnaður sem fylgir þeim," segir Kristján og bætir við að það er mat hans hans að framkvæmdir við veginn eigi að hefjast sem fyrst. Auk þess hafi umhverfisráðherra úrskurðað um framkvæmdina og Vegagerðin breytt áætlunum sínum í framhaldinu. Um Dettifossveg segir Kristján að það hafi verið sameiginleg niðurstaða starfshóps sem í voru fulltrúar sveitarfélaga, Náttúruverndar ríkisins, Ferðamálaráðs og Samtaka ferðaþjónustunnar að leggja veginn vestan Jökulsár. Áður en útboð um veg um Gjábakka hófst segist Kristján hafa farið vel yfir öll gögn sem hafi komið inn á hans borð. ,,Ef skoðaðar eru niðurstöður umhverfismats sést að meirihluti nítratmengunar sem fer í Þingvallavatn er vegna landbúnaðar, sumarhúsa og umferðar sem fylgir skráningu Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO. Þessi atriði hafa meiri áhrif heldur en staðsetning vegar um Gjábakka," segir Kristján. Kristján segist hafa farið vel yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við fyrrnefnda vegi. ,,Umhverfismat liggur fyrir og umhverfisráðherra er búinn að úrskurða í kærumálum þannig að þessi verk ganga eftir. Búið er að semja við verktaka um lagningu Gjábakkavegar og Dettifossvegar.“
Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23. júlí 2008 12:58 Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23. júlí 2008 10:37 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23. júlí 2008 12:58
Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23. júlí 2008 10:37