19. öldin fremur en framtíðin Jón Kaldal skrifar 26. júlí 2008 06:00 Athyglisverð staða er komin upp í tengslum við byggingaáform Listaháskóla Íslands við Laugaveg. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri kann ekki að meta vinningstillögu samkeppni um nýbyggingu fyrir skólann og talar engum tæpitungum um hver verða afdrif hennar innan skipulagskerfis borgarinnar. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær sagðist hann ekki styðja tillöguna í óbreyttri mynd. Í Fréttablaðinu í dag tekur hann enn afdráttarlausar til orða og segir alveg ljóst að skipulagsráð muni ekki samþykkja tillöguna. Samkvæmt borgarstjóra er afstaða meirihlutans skýr: Listaháskólinn mun ekki, eins og stendur til, flytja starfsemina árið 2011 í þá byggingu sem sést á teikningum vinningstillögunnar, þá hina sömu og menntamálaráðherra hefur kallað „mikinn sigur fyrir íslenska arkitekta og íslenska byggingarlist". Formaður skipulagsráðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og arftaki Ólafs í embætti borgarstjóra, hefur ekki opinberað sína skoðun á tillögunni. Eftir eindregin orð Ólafs er ekki þörf á því. Borgarstjóri hefur tekið af henni ómakið og upplýst um stefnu meirihlutans í málinu. Engu máli skiptir þótt tillagan sé ekki einu sinni komin til meðferðar hjá skipulagsráði. Borgarstjóri er búinn að leggja línuna. Hann segir að tillagan verði ekki samþykkt þar. Borgarstjórnarmeirihlutinn vill aðra útfærslu. Hann veit betur en dómnefndin sem var skipuð fólki frá Listaháskólanum, fasteignaþróunarfélaginu Samson Properties, menntamálaráðuneytinu og Arkitektafélagi Íslands. Sem sagt, betur en fulltrúar þeirra sem eiga að vinna í húsinu, þeirra sem ætla að reisa það, borga fyrir það og fagfólk í arkitektúr. Og á hverju skyldi stranda? Borgarstjóri vill standa vörð um 19. aldar götumynd Laugavegar, sem vissulega er virðingarvert sjónarmið, ef götumyndin væri ekki svona skelfileg einmitt á þessum reit sem markast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu. Þetta svæði hefur um árabil verið einn vesælasti blettur miðbæjarins, sama frá hvaða sjónarhorni er horft til þess. Eina húsið á reitnum sem Húsafriðunarnefnd ríkisins vill að verði verndað er Laugavegur 41 og samkvæmt vinningstillögunni stendur það áfram. Reyndar í útfærslu sem er frá árinu 1983, þegar byggt var verulega við það. Koma Listaháskólans væri mesta framfaraskref fyrir Laugaveginn í áratugi. Tillaga Páls Hjaltasonar og félaga hjá +Arkitektum er stássleg og áræðin eins og er við hæfi fyrir þá starfsemi sem byggingin á að hýsa. Það eru ekki oft reist hús í Reykjavík sem setja afgerandi svip á borgina og lyfta umhverfi sínu á hærra plan. Hér er komin tillaga að einu slíku. Það verður núverandi meirihluta til ævarandi háðungar ef honum tekst að klúðra þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Athyglisverð staða er komin upp í tengslum við byggingaáform Listaháskóla Íslands við Laugaveg. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri kann ekki að meta vinningstillögu samkeppni um nýbyggingu fyrir skólann og talar engum tæpitungum um hver verða afdrif hennar innan skipulagskerfis borgarinnar. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær sagðist hann ekki styðja tillöguna í óbreyttri mynd. Í Fréttablaðinu í dag tekur hann enn afdráttarlausar til orða og segir alveg ljóst að skipulagsráð muni ekki samþykkja tillöguna. Samkvæmt borgarstjóra er afstaða meirihlutans skýr: Listaháskólinn mun ekki, eins og stendur til, flytja starfsemina árið 2011 í þá byggingu sem sést á teikningum vinningstillögunnar, þá hina sömu og menntamálaráðherra hefur kallað „mikinn sigur fyrir íslenska arkitekta og íslenska byggingarlist". Formaður skipulagsráðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og arftaki Ólafs í embætti borgarstjóra, hefur ekki opinberað sína skoðun á tillögunni. Eftir eindregin orð Ólafs er ekki þörf á því. Borgarstjóri hefur tekið af henni ómakið og upplýst um stefnu meirihlutans í málinu. Engu máli skiptir þótt tillagan sé ekki einu sinni komin til meðferðar hjá skipulagsráði. Borgarstjóri er búinn að leggja línuna. Hann segir að tillagan verði ekki samþykkt þar. Borgarstjórnarmeirihlutinn vill aðra útfærslu. Hann veit betur en dómnefndin sem var skipuð fólki frá Listaháskólanum, fasteignaþróunarfélaginu Samson Properties, menntamálaráðuneytinu og Arkitektafélagi Íslands. Sem sagt, betur en fulltrúar þeirra sem eiga að vinna í húsinu, þeirra sem ætla að reisa það, borga fyrir það og fagfólk í arkitektúr. Og á hverju skyldi stranda? Borgarstjóri vill standa vörð um 19. aldar götumynd Laugavegar, sem vissulega er virðingarvert sjónarmið, ef götumyndin væri ekki svona skelfileg einmitt á þessum reit sem markast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu. Þetta svæði hefur um árabil verið einn vesælasti blettur miðbæjarins, sama frá hvaða sjónarhorni er horft til þess. Eina húsið á reitnum sem Húsafriðunarnefnd ríkisins vill að verði verndað er Laugavegur 41 og samkvæmt vinningstillögunni stendur það áfram. Reyndar í útfærslu sem er frá árinu 1983, þegar byggt var verulega við það. Koma Listaháskólans væri mesta framfaraskref fyrir Laugaveginn í áratugi. Tillaga Páls Hjaltasonar og félaga hjá +Arkitektum er stássleg og áræðin eins og er við hæfi fyrir þá starfsemi sem byggingin á að hýsa. Það eru ekki oft reist hús í Reykjavík sem setja afgerandi svip á borgina og lyfta umhverfi sínu á hærra plan. Hér er komin tillaga að einu slíku. Það verður núverandi meirihluta til ævarandi háðungar ef honum tekst að klúðra þessu máli.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun