Varar við þýskum bankamönnum 21. ágúst 2008 14:50 Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins, varar Íslendinga við að ganga í Evrópusambandið. Við það fái bankamenn í Frankfurt í Þýskalandi völd yfir ákvörðunum þjóðarinnar. Mynd/Rósa Ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið verða þeir „líkt og maður sem er lokaður inni í brennandi húsi án útkomuleiðar". Þetta sagði Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins, á opnum fyrirlestri á vegum Heimssýnar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í hádeginu á fimmtudag. Farage er einn þekktasti stjórnmálamaður Bretlands og tvímælalaust með þekktustu gagnrýnendum Evrópusambandsins þar í landi. Í fyrirlestri sínum varaði Farage Íslendinga við að gefa eftir völd yfir fiskveiðistjórnun, vaxtaákvörðunum og utanríkisstefnum, og að varasamt væri að gefa þau „einhverjum bankamönnum í Frankfurt". Farage gagnrýndi fiskveiðistjórnunarstefnu Evrópusambandsins harðlega, og sagði hana hafa orðið til þess að á annað hundrað þúsund störf hefðu tapast. Að auki leiddi hún tíl stórfellds brottkasts, allt að sjötíu prósentum afla í Norðursjó væri hent í sjóinn. En þó þessi stefna væri hreint glapræði væru engar líkur til að henni fengist breytt og útilokað að Íslendingar fengju undanþágu undan henni. „Ef við getum ekki fengið undanþágur, fimmta stærsta hagkerfi heims, getið þið það ekki! Það er einfaldlega útilokað," sagði hann. Fyrirlestur Farage var haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og var vel sóttur. Að lokum fyrirlestrarins urðu líflegar umræður þar sem Farage sagði á litríkan hátt frá reynslu sinni í Evrópuþinginu, en hann hefur setið þar síðan 1999, og er einn af leiðtogum andstæðinga Evrópusambandsins á þinginu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið verða þeir „líkt og maður sem er lokaður inni í brennandi húsi án útkomuleiðar". Þetta sagði Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins, á opnum fyrirlestri á vegum Heimssýnar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í hádeginu á fimmtudag. Farage er einn þekktasti stjórnmálamaður Bretlands og tvímælalaust með þekktustu gagnrýnendum Evrópusambandsins þar í landi. Í fyrirlestri sínum varaði Farage Íslendinga við að gefa eftir völd yfir fiskveiðistjórnun, vaxtaákvörðunum og utanríkisstefnum, og að varasamt væri að gefa þau „einhverjum bankamönnum í Frankfurt". Farage gagnrýndi fiskveiðistjórnunarstefnu Evrópusambandsins harðlega, og sagði hana hafa orðið til þess að á annað hundrað þúsund störf hefðu tapast. Að auki leiddi hún tíl stórfellds brottkasts, allt að sjötíu prósentum afla í Norðursjó væri hent í sjóinn. En þó þessi stefna væri hreint glapræði væru engar líkur til að henni fengist breytt og útilokað að Íslendingar fengju undanþágu undan henni. „Ef við getum ekki fengið undanþágur, fimmta stærsta hagkerfi heims, getið þið það ekki! Það er einfaldlega útilokað," sagði hann. Fyrirlestur Farage var haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og var vel sóttur. Að lokum fyrirlestrarins urðu líflegar umræður þar sem Farage sagði á litríkan hátt frá reynslu sinni í Evrópuþinginu, en hann hefur setið þar síðan 1999, og er einn af leiðtogum andstæðinga Evrópusambandsins á þinginu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira