Tilboð í Alitalia hangir á bláþræði 18. september 2008 09:05 Mynd/AFP Hópur ítalskra fjárfesta, sem í síðustu viku lagði fram tilboði í ítalska flugfélagið Alitalia, hefur þrýst verulega á forsvarsmenn ítalskra verkalýðsfélaga og hefur hann gefið þeim frest til klukkan tvö í síðasta lagi að taka tilboðinu, sem hljóðar upp á einn milljarð evra, rúma 133 milljarða íslenskra króna. Dragist á langinn að taka ákvörðun í málinu ætla fjárfestarnir að draga tilboðinu til baka. Fimm verkalýðsfélög hafa gengist að tilboðinu en nokkur hafa lýst því yfir að tilboð fjárfestanna sé út í hött, að því er breska ríkisútvarpið hermir.. Alitalia hefur um árabil barist í bökkum og tapar nú orðið 2,1 milljón evra, jafnvirði 200 milljóna íslenskra króna, hvern einasta dag. Ítalska ríkið á 49 prósenta hlut í því og hefur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, lofað að hann muni gera allt sem í valdi hann stendur til að koma félaginu til hjálpar. Til stóð að evrópski flugrisinn KLM-Air France keypti flugfélagið fyrr á árinu. Viðræður runnu hins vegar út í sandinn vegna andstöðu verkalýðsfélaga við nauðsynlegar breytingar. Peningar flugfélagsins eru nú uppurnir og hafa stjórnendur farið fram á greiðslustöðvun þar sem fyrirtækið á ekki lengur til fyrir eldsneyti á vélarnar. Gangi tilboð fjárfestanna í geng mun Alitalia renna saman við Air One, næststærsta flugfélag Ítalíu. Reiknað er með því að eftir endurskipulagningu muni 12.500 manns vinna hjá sameinuðu flugfélagi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hópur ítalskra fjárfesta, sem í síðustu viku lagði fram tilboði í ítalska flugfélagið Alitalia, hefur þrýst verulega á forsvarsmenn ítalskra verkalýðsfélaga og hefur hann gefið þeim frest til klukkan tvö í síðasta lagi að taka tilboðinu, sem hljóðar upp á einn milljarð evra, rúma 133 milljarða íslenskra króna. Dragist á langinn að taka ákvörðun í málinu ætla fjárfestarnir að draga tilboðinu til baka. Fimm verkalýðsfélög hafa gengist að tilboðinu en nokkur hafa lýst því yfir að tilboð fjárfestanna sé út í hött, að því er breska ríkisútvarpið hermir.. Alitalia hefur um árabil barist í bökkum og tapar nú orðið 2,1 milljón evra, jafnvirði 200 milljóna íslenskra króna, hvern einasta dag. Ítalska ríkið á 49 prósenta hlut í því og hefur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, lofað að hann muni gera allt sem í valdi hann stendur til að koma félaginu til hjálpar. Til stóð að evrópski flugrisinn KLM-Air France keypti flugfélagið fyrr á árinu. Viðræður runnu hins vegar út í sandinn vegna andstöðu verkalýðsfélaga við nauðsynlegar breytingar. Peningar flugfélagsins eru nú uppurnir og hafa stjórnendur farið fram á greiðslustöðvun þar sem fyrirtækið á ekki lengur til fyrir eldsneyti á vélarnar. Gangi tilboð fjárfestanna í geng mun Alitalia renna saman við Air One, næststærsta flugfélag Ítalíu. Reiknað er með því að eftir endurskipulagningu muni 12.500 manns vinna hjá sameinuðu flugfélagi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira