Brottreknir ræstitæknar í Valhöll? Ögmundur Jónasson skrifar 10. júní 2008 00:01 Vefsíða Landspítalans auglýsir fundi fyrir starfsmenn Landspítalans með heilbrigðisráðherra. Ekkert nema gott um það að segja að heilbrigðisráðherra vilji sitja fyrir svörum hjá starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og eðlilegt að Landspítalinn auglýsi þetta framtak ráðherrans. Það sem hins vegar er óvenjulegt við þetta fundarboð á vef Landspítalans er að fundarstaðurinn skuli vera Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins þar sem vertinn er Landsmálafélagið Vörður. Tilefni fundahalda Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, er ærið. Víða þarf hann að verja eigin gjörðir. Þannig hefur hann dregið úr framlagi til Landspítalans á fjárlögum að raungildi. Ítrekað hefur heilbrigðisráðherra sagt fullyrðingar í þessa veru ósannindi og horfir þá í krónufjöldann sem til sjúkrahússins rennur. Þá vill hann gleyma að hafa hliðsjón af umfangi þeirra verka sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Ríkisendurskoðun hefur sýnt fram á að jafnt og þétt hafi verið þrengt að sjúkrahúsinu á undanförnum árum. Aldrei hefur ástandið verið eins slæmt og nú. Sveltistefnan er síðan notuð til að einkavæða starfsemi LSH í bútum. Ýmsir verkþættir eru þegar komnir til verktaka og minnast margir eflaust þeirra deilna sem risu í vetur þegar hafist var handa um að bjóða út störf læknaritara. Ræstitæknarnir eru flestir komnir til verktakafyrirtækisins ISS. Þar eru kjörin rýrari en þau voru þegar þetta starfsfólk starfaði milliliðalaust hjá sjúkrahúsinu, enda leikurinn til þess gerður að spara á kostnað starfsfólksins. Um mánaðamótin var ræstitæknum á Barna- og unglingageðdeildinni sagt upp störfum. Skyldu þeir hafa mætt í Valhöll til að heyra heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins útskýra hve þjóðhagslega hagkvæmar uppsagnirnar væru? Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Vefsíða Landspítalans auglýsir fundi fyrir starfsmenn Landspítalans með heilbrigðisráðherra. Ekkert nema gott um það að segja að heilbrigðisráðherra vilji sitja fyrir svörum hjá starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og eðlilegt að Landspítalinn auglýsi þetta framtak ráðherrans. Það sem hins vegar er óvenjulegt við þetta fundarboð á vef Landspítalans er að fundarstaðurinn skuli vera Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins þar sem vertinn er Landsmálafélagið Vörður. Tilefni fundahalda Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, er ærið. Víða þarf hann að verja eigin gjörðir. Þannig hefur hann dregið úr framlagi til Landspítalans á fjárlögum að raungildi. Ítrekað hefur heilbrigðisráðherra sagt fullyrðingar í þessa veru ósannindi og horfir þá í krónufjöldann sem til sjúkrahússins rennur. Þá vill hann gleyma að hafa hliðsjón af umfangi þeirra verka sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Ríkisendurskoðun hefur sýnt fram á að jafnt og þétt hafi verið þrengt að sjúkrahúsinu á undanförnum árum. Aldrei hefur ástandið verið eins slæmt og nú. Sveltistefnan er síðan notuð til að einkavæða starfsemi LSH í bútum. Ýmsir verkþættir eru þegar komnir til verktaka og minnast margir eflaust þeirra deilna sem risu í vetur þegar hafist var handa um að bjóða út störf læknaritara. Ræstitæknarnir eru flestir komnir til verktakafyrirtækisins ISS. Þar eru kjörin rýrari en þau voru þegar þetta starfsfólk starfaði milliliðalaust hjá sjúkrahúsinu, enda leikurinn til þess gerður að spara á kostnað starfsfólksins. Um mánaðamótin var ræstitæknum á Barna- og unglingageðdeildinni sagt upp störfum. Skyldu þeir hafa mætt í Valhöll til að heyra heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins útskýra hve þjóðhagslega hagkvæmar uppsagnirnar væru? Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun