Stærsta sjónvarpsíþróttahelgi sögunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. maí 2008 14:03 Um helgina ræðst hverjir verða Englandsmeistarar í knattspyrnu. Nordic Photos / Getty Images Framundan er risaíþróttahelgi en fjöldi íþróttaviðburða verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 um helgina. Íslandsmótið í knattspyrnu, Landsbankadeild karla, fer af stað um helgina og verður opnunarleikur mótsins, viðureign Keflavíkur og Vals, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16.15 á laugardaginn. Á sunnudaginn fer svo fram lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar og verða sex leikir í beinni útsendingu samtímis á sunnudaginn á Stöð 2 Sport 2 og hliðarrásum hennar. Þá má ekki gleyma 442 þar sem lokaumferðin verður gerð upp. Þar að auki er úrslitakeppnin í ensku B-deildinni um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni að hefjast og verður leikur Crystal Palace og Bristol City í beinni á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Það er svo boðið upp á fjögurra daga Formúluveislu í Tyrklandi um helgina en keppnin sjálf verður á sunnudaginn. Stærsta mótið á bandarísku mótaröðinni í golfi, The Players Championship, er einnig á dagskrá um helgina og verður sýnt beint frá keppninni á föstudag, laugardag og sunnudag. NBA-úrslitakeppnin er í fullum gangi og hefur sjaldan verið eins skemmtileg. LA Lakers hefur enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni en mæta nú á sterkasta heimavöll deildarinnar í vetur þar sem gestgjafarnir verða Utah Jazz. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið. Að venju verður sýnt frá spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en annað spænskt lið, Ciudad Real, verður í eldlínunni á sunnudaginn er þeir mæta til Kiel í Þýskalandi í síðari viðureign liðanna í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel vann fyrri viðureignina á Spáni og verður því á brattann að sækja fyrir Ólaf Stefánsson og félaga. Það mun því varla gefast tími til að standa upp úr sófanum fyrir íþróttafíkla um helgina, nema þá helst til að skella sér á völlinn á laugardaginn. Erlendar Innlendar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Framundan er risaíþróttahelgi en fjöldi íþróttaviðburða verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 um helgina. Íslandsmótið í knattspyrnu, Landsbankadeild karla, fer af stað um helgina og verður opnunarleikur mótsins, viðureign Keflavíkur og Vals, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16.15 á laugardaginn. Á sunnudaginn fer svo fram lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar og verða sex leikir í beinni útsendingu samtímis á sunnudaginn á Stöð 2 Sport 2 og hliðarrásum hennar. Þá má ekki gleyma 442 þar sem lokaumferðin verður gerð upp. Þar að auki er úrslitakeppnin í ensku B-deildinni um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni að hefjast og verður leikur Crystal Palace og Bristol City í beinni á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Það er svo boðið upp á fjögurra daga Formúluveislu í Tyrklandi um helgina en keppnin sjálf verður á sunnudaginn. Stærsta mótið á bandarísku mótaröðinni í golfi, The Players Championship, er einnig á dagskrá um helgina og verður sýnt beint frá keppninni á föstudag, laugardag og sunnudag. NBA-úrslitakeppnin er í fullum gangi og hefur sjaldan verið eins skemmtileg. LA Lakers hefur enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni en mæta nú á sterkasta heimavöll deildarinnar í vetur þar sem gestgjafarnir verða Utah Jazz. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið. Að venju verður sýnt frá spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en annað spænskt lið, Ciudad Real, verður í eldlínunni á sunnudaginn er þeir mæta til Kiel í Þýskalandi í síðari viðureign liðanna í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel vann fyrri viðureignina á Spáni og verður því á brattann að sækja fyrir Ólaf Stefánsson og félaga. Það mun því varla gefast tími til að standa upp úr sófanum fyrir íþróttafíkla um helgina, nema þá helst til að skella sér á völlinn á laugardaginn.
Erlendar Innlendar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira