Þroskaðri evruumræða Þórlindur Kjartansson skrifar 18. júlí 2008 06:00 Fulltrúar atvinnulífsins hafa brugðist vel við hugmyndum um breytingar á fyrirkomulagi gjaldeyrismála sem ræddar hafa verið á síðustu dögum og byggjast á aukinni tengingu við evru án aðildar að Evrópusambandinu. Þetta kemur ekki á óvart enda er það fyrst og fremst, og nánast eingöngu, óánægja með gjaldmiðilinn sem hefur valdið auknum áhuga á aðild. Þetta er ekki skrýtið í ljósi þess að umræðan hefur lengi takmarkast af þeirri hugsun að eini valkosturinn við núverandi fyrirkomulag sé aðild að Evrópusambandinu. Margir þeir, sem hvað sannfærðastir eru um að Evrópusambandsaðild sé betri kostur fyrir Íslendinga en núverandi staða, hafa brugðist nokkuð illa við þessari umræðu. Vísað er til orða embættismanna hvað þetta varðar en ekkert haldbetra heldur en almenn tilfinning er haft fyrir yfirlýsingunum. Varasamt er að taka slíkar almennar yfirlýsingar hátíðlega, enda er það ekki ráðinna starfsmanna Evrópusambandsins í Brussel að skera úr um pólitísk álitamál heldur fellur það í hlut lýðræðislega kjörinna forystumanna aðildarríkjanna. Eins er mikilvægt fyrir áframhald þessarar umræðu að sem flestir átti sig vel á því sem í þeim felst. Um er að ræða flókin og vandmeðfarin mál og því er ekki óeðlilegt að það taki tíma fyrir þátttakendur í umræðunni að átta sig fyllilega á því hvað í þeim felst. Mikilvægt er að átta sig á því að í raun er verið að ræða tvær leiðir. Önnur leiðin er sú að semja við Evrópusambandið um að Ísland taki upp evruna. Hin leiðin er sú að samið verði um fastbindingu krónunnar við evruna með sérstöku samkomulagi. Hvorug þessara leiða er einhliða upptaka. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir samstarfi við Evrópusambandið. Bent hefur verið á að nú þegar hafi nokkur ríki, sem hafa mikil og náin tengsl við Evrópusambandið, tekið upp evru. Þetta gildir einnig um Ísland. Þátttaka Íslands á innra markaði Evrópu gerir það að verkum að Evrópusambandið væri ekki að gefa almennt fordæmi fyrir ESB-lausri evruvæðingu með því að semja við Ísland. Annað sem hafa þarf í huga er að staða krónunnar nú er líklega fyrst og fremst afleiðing af því að íslenska hagkerfið er orðið miklu stærra heldur en gjaldmiðillinn. Þeir kraftar sem verka á krónuna eru alþjóðlegir. Ennfremur hafa áhrif peningamálastjórnarinnar minnkað innanlands. Afsal á peningamálastjórn hefur því að einhverju leyti gerst sjálfkrafa með aukinni alþjóðavæðingu. Í þessu ljósi, og með reynslu undanfarinna ára í huga, þurfa stjórnvöld að endurmeta peningamálastefnuna. Slík endurskoðun verður ekki umflúin og óþarfi er að óttast hana. Aðildarsinnaður leiðarahöfundur Morgunblaðsins lýsti því að það sé „áhættusamt“ að láta reyna á það hvort vilji sé fyrir samningi við Ísland um gjaldmiðlamál. Þar segir að slíkar þreifingar yrðu túlkaðar þannig að íslensk stjórnvöld hefðu misst trú á gjaldmiðlinum. Þessi málflutningur heldur ekki vatni því nákvæmlega sama gildir ef sótt er um aðild að Evrópusambandinu. Slíkt gæti allt eins verið túlkað þannig að stjórnvöld hefðu gefist upp á krónunni og enn stæði eftir sá möguleiki að Íslendingar hafni aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er því alveg sama hvaða leið er farin við breytingar á fyrirkomulagi peningamála; því kann að fylgja einhver áhætta. Þær tvær leiðir til evrutengingar sem nú eru í umræðunni ættu að vera fagnaðarefni fyrir alla þá sem trúa því að traust alþjóðlegt samstarf sé forsenda fyrir áframhaldandi velmegun. Þess vegna er mikilvægt að umræðan um þær fái að þroskast eðlilega. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Fulltrúar atvinnulífsins hafa brugðist vel við hugmyndum um breytingar á fyrirkomulagi gjaldeyrismála sem ræddar hafa verið á síðustu dögum og byggjast á aukinni tengingu við evru án aðildar að Evrópusambandinu. Þetta kemur ekki á óvart enda er það fyrst og fremst, og nánast eingöngu, óánægja með gjaldmiðilinn sem hefur valdið auknum áhuga á aðild. Þetta er ekki skrýtið í ljósi þess að umræðan hefur lengi takmarkast af þeirri hugsun að eini valkosturinn við núverandi fyrirkomulag sé aðild að Evrópusambandinu. Margir þeir, sem hvað sannfærðastir eru um að Evrópusambandsaðild sé betri kostur fyrir Íslendinga en núverandi staða, hafa brugðist nokkuð illa við þessari umræðu. Vísað er til orða embættismanna hvað þetta varðar en ekkert haldbetra heldur en almenn tilfinning er haft fyrir yfirlýsingunum. Varasamt er að taka slíkar almennar yfirlýsingar hátíðlega, enda er það ekki ráðinna starfsmanna Evrópusambandsins í Brussel að skera úr um pólitísk álitamál heldur fellur það í hlut lýðræðislega kjörinna forystumanna aðildarríkjanna. Eins er mikilvægt fyrir áframhald þessarar umræðu að sem flestir átti sig vel á því sem í þeim felst. Um er að ræða flókin og vandmeðfarin mál og því er ekki óeðlilegt að það taki tíma fyrir þátttakendur í umræðunni að átta sig fyllilega á því hvað í þeim felst. Mikilvægt er að átta sig á því að í raun er verið að ræða tvær leiðir. Önnur leiðin er sú að semja við Evrópusambandið um að Ísland taki upp evruna. Hin leiðin er sú að samið verði um fastbindingu krónunnar við evruna með sérstöku samkomulagi. Hvorug þessara leiða er einhliða upptaka. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir samstarfi við Evrópusambandið. Bent hefur verið á að nú þegar hafi nokkur ríki, sem hafa mikil og náin tengsl við Evrópusambandið, tekið upp evru. Þetta gildir einnig um Ísland. Þátttaka Íslands á innra markaði Evrópu gerir það að verkum að Evrópusambandið væri ekki að gefa almennt fordæmi fyrir ESB-lausri evruvæðingu með því að semja við Ísland. Annað sem hafa þarf í huga er að staða krónunnar nú er líklega fyrst og fremst afleiðing af því að íslenska hagkerfið er orðið miklu stærra heldur en gjaldmiðillinn. Þeir kraftar sem verka á krónuna eru alþjóðlegir. Ennfremur hafa áhrif peningamálastjórnarinnar minnkað innanlands. Afsal á peningamálastjórn hefur því að einhverju leyti gerst sjálfkrafa með aukinni alþjóðavæðingu. Í þessu ljósi, og með reynslu undanfarinna ára í huga, þurfa stjórnvöld að endurmeta peningamálastefnuna. Slík endurskoðun verður ekki umflúin og óþarfi er að óttast hana. Aðildarsinnaður leiðarahöfundur Morgunblaðsins lýsti því að það sé „áhættusamt“ að láta reyna á það hvort vilji sé fyrir samningi við Ísland um gjaldmiðlamál. Þar segir að slíkar þreifingar yrðu túlkaðar þannig að íslensk stjórnvöld hefðu misst trú á gjaldmiðlinum. Þessi málflutningur heldur ekki vatni því nákvæmlega sama gildir ef sótt er um aðild að Evrópusambandinu. Slíkt gæti allt eins verið túlkað þannig að stjórnvöld hefðu gefist upp á krónunni og enn stæði eftir sá möguleiki að Íslendingar hafni aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er því alveg sama hvaða leið er farin við breytingar á fyrirkomulagi peningamála; því kann að fylgja einhver áhætta. Þær tvær leiðir til evrutengingar sem nú eru í umræðunni ættu að vera fagnaðarefni fyrir alla þá sem trúa því að traust alþjóðlegt samstarf sé forsenda fyrir áframhaldandi velmegun. Þess vegna er mikilvægt að umræðan um þær fái að þroskast eðlilega. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun