Eiður lofar Paul Scholes Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2008 18:44 Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við Sunday Mirror í dag að félagar sínir í Barcelona þurfi að hafa sérstaklega góðar gætur á Paul Scholes. Barcelona mætir Manchester United í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöldið. Margir horfa til þessara leikja sem einvígi Cristiano Ronaldo og Lionel Messi en Eiður segir að þetta snúist um meira en bara þessa tvo leikmenn. „Ég er meiri aðdáandi Paul Scholes en Ronaldo. Ronaldo er frábær leikmaður en hann er með tíu frábæra leikmenn í kringum sig í hverri viku." „Scholes er einhver sá allra besti knattspyrnumaður sem ég hef séð. Fyrsta snertingin hans er óaðfinnanleg. Í hvert sinn sem ég hef spilað gegn honum hefur mér fundist að ég kæmist aldrei nálægt honum." „Auðvitað geta leikmenn eins og Ronaldo og Messi breytt gangi leikja með sínum hæfileikum. En það er mikið uppsteyti í kringum þá og leikirnir snúast um hvaða lið stendur sig betur. Þess vegna eru bæði Scholes og Ryan Giggs mjög mikilvægir. Þegar ég spilaði á Englandi fylgdist ég sérstaklega vel með þeim og sá að þeir eru gríðarlega mikilvægir leikmenn fyrir United." Eiður segir að hann muni sjálfsagt minna stjórann sinn, Frank Rijkaard, á að hann hefur skorað nokkur mörk á Old Trafford í gegnum tíðina. „Ég man þegar ég spilaði þarna í fyrsta skiptið og ég skoraði í 3-0 sigri. En besta minningin er frá því þegar við urðum meistarar og Jose Mourinho sagði að þótt við hefðum unnið deildina þyrftum við að sýna þeim að við erum meistarar. Við gerðum það. Ég skoraði í þeim leik líka. En ég man hvað best eftir því að ég var útnefndur maður leiksins - af stuðningsmönnum United!" Barcelona hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum í spænsku deildinni og gert þrjú jafntefli í röð. „Gengið í deildinni hefur ekkert að gera með Meistaradeildina. Við höfum verið óstöðugir allt tímabilið og get ég ekki sagt til um af hverju það er." „En leikirnir gegn United snúast um tvo mismunandi leikstíla. Við erum góðir í tæknilegu hliðinni og eins og önnur bresk lið eru þeir með meiri líkamlegan styrk. En bæði lið spila frábæran fótbolta. Ég er handviss um að við getum unnið þá." Hann segir það ekkert leyndarmál hver óskamótherjinn er ef Barcelona kemst í úrslitin. „Auðvitað er það Chelsea. Félagið á sinn sess í mínu hjarta. Barcelona gegn Chelsea yrði draumaúrslitaleikur." „Ég man þegar við töpuðum fyrir Liverpool í undanúrslitunum. Liverpool er ekki martraðamótherji Chelsea - liðið er martraðamótherji allra annarra liða. Þeir virðast spila á öðru plani í Meistaradeildinni en þeir gera í öðrum leikjum." „En ég myndi gjarnan vilja komast í minn fyrsta úrslitaleik Meistaradeildarinnar og mæta Chelsea í þeirra fyrsta úrslitaleik í Meistaradeildinni," sagði Eiður. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við Sunday Mirror í dag að félagar sínir í Barcelona þurfi að hafa sérstaklega góðar gætur á Paul Scholes. Barcelona mætir Manchester United í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöldið. Margir horfa til þessara leikja sem einvígi Cristiano Ronaldo og Lionel Messi en Eiður segir að þetta snúist um meira en bara þessa tvo leikmenn. „Ég er meiri aðdáandi Paul Scholes en Ronaldo. Ronaldo er frábær leikmaður en hann er með tíu frábæra leikmenn í kringum sig í hverri viku." „Scholes er einhver sá allra besti knattspyrnumaður sem ég hef séð. Fyrsta snertingin hans er óaðfinnanleg. Í hvert sinn sem ég hef spilað gegn honum hefur mér fundist að ég kæmist aldrei nálægt honum." „Auðvitað geta leikmenn eins og Ronaldo og Messi breytt gangi leikja með sínum hæfileikum. En það er mikið uppsteyti í kringum þá og leikirnir snúast um hvaða lið stendur sig betur. Þess vegna eru bæði Scholes og Ryan Giggs mjög mikilvægir. Þegar ég spilaði á Englandi fylgdist ég sérstaklega vel með þeim og sá að þeir eru gríðarlega mikilvægir leikmenn fyrir United." Eiður segir að hann muni sjálfsagt minna stjórann sinn, Frank Rijkaard, á að hann hefur skorað nokkur mörk á Old Trafford í gegnum tíðina. „Ég man þegar ég spilaði þarna í fyrsta skiptið og ég skoraði í 3-0 sigri. En besta minningin er frá því þegar við urðum meistarar og Jose Mourinho sagði að þótt við hefðum unnið deildina þyrftum við að sýna þeim að við erum meistarar. Við gerðum það. Ég skoraði í þeim leik líka. En ég man hvað best eftir því að ég var útnefndur maður leiksins - af stuðningsmönnum United!" Barcelona hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum í spænsku deildinni og gert þrjú jafntefli í röð. „Gengið í deildinni hefur ekkert að gera með Meistaradeildina. Við höfum verið óstöðugir allt tímabilið og get ég ekki sagt til um af hverju það er." „En leikirnir gegn United snúast um tvo mismunandi leikstíla. Við erum góðir í tæknilegu hliðinni og eins og önnur bresk lið eru þeir með meiri líkamlegan styrk. En bæði lið spila frábæran fótbolta. Ég er handviss um að við getum unnið þá." Hann segir það ekkert leyndarmál hver óskamótherjinn er ef Barcelona kemst í úrslitin. „Auðvitað er það Chelsea. Félagið á sinn sess í mínu hjarta. Barcelona gegn Chelsea yrði draumaúrslitaleikur." „Ég man þegar við töpuðum fyrir Liverpool í undanúrslitunum. Liverpool er ekki martraðamótherji Chelsea - liðið er martraðamótherji allra annarra liða. Þeir virðast spila á öðru plani í Meistaradeildinni en þeir gera í öðrum leikjum." „En ég myndi gjarnan vilja komast í minn fyrsta úrslitaleik Meistaradeildarinnar og mæta Chelsea í þeirra fyrsta úrslitaleik í Meistaradeildinni," sagði Eiður.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira