Enn segir Guðni ósatt Hrannar Björn Arnarsson skrifar 31. maí 2008 00:01 umræðan Eldhúsdagsumræður Í eldhúsdagsumræðunum fór Guðni Ágústsson mikinn að vanda. Ýmislegt í ræðunni var greinilega aðeins hugsað til skemmtunar en í ljósi raðfullyrðinga formannsins um að ríkisstjórnin hafi svikið aldraða í lífeyrismálum er óhjákvæmilegt að líta svo á að þar hafi Guðni verið að tala í fullri alvöru. Framsóknarmenn á þingi hafa líka hver af öðrum apað vitleysuna upp eftir formanninum. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir hafa þeir hins vegar látið hjá líða að rökstyðja mál sitt enda mun það reynast þeim örðugt. Í tilefni af þessum síendurteknu ósönnu fullyrðingum er óhjákvæmilegt að undirstrika að aðgerðir þessarar ríkisstjórnar í lífeyrismálum hafa að sjálfsögðu verið í fullu samræmi við lög, fullu samræmi við þær yfirlýsingar sem ríkisstjórnin hefur gefið og staðreyndin er sú að aðgerðirnar ganga mun lengra en yfirlýsingar fyrri ríkisstjórna gáfu tilefni til. Milljarðar króna renna nú til lífeyrisþega umfram þær skuldbindingar sem ríkisstjórnir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kváðu á um. Fullyrðingar um annað eru beinlínis rangar. Hvergi í umræddum yfirlýsingum ríkisstjórna frá 2002 eða 2006 er kveðið á um að lægstu bætur almannatrygginga eigi að fylgja hækkun dagvinnutryggingar. Ég skora á Guðna Ágústsson, eins og ég hef áður skorað á Bjarna Harðarson, að benda á staðreyndir svikabrigslum sínum til stuðnings eða biðjast afsökunar á stóryrðunum ella. Rangfærslur framsóknarmanna hagga ekki þeirri staðreynd að sjaldan eða aldrei hefur eins mikið verið gert í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja og á þeim skamma tíma sem Samfylkingin hefur farið með málefni lífeyrisþega. Heildarfjárhæð aukinna lífeyrisgreiðslna mun nema um 9 milljörðum króna á heilu ári og jafngildir það um það bil 17% hækkun lífeyris, miðað við síðasta ár. Á tólf ára valdatíma framsóknarmanna komust þeir ekki með tærnar þar sem Samfylkingin hefur hælana í þessum efnum. Höfundur er aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
umræðan Eldhúsdagsumræður Í eldhúsdagsumræðunum fór Guðni Ágústsson mikinn að vanda. Ýmislegt í ræðunni var greinilega aðeins hugsað til skemmtunar en í ljósi raðfullyrðinga formannsins um að ríkisstjórnin hafi svikið aldraða í lífeyrismálum er óhjákvæmilegt að líta svo á að þar hafi Guðni verið að tala í fullri alvöru. Framsóknarmenn á þingi hafa líka hver af öðrum apað vitleysuna upp eftir formanninum. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir hafa þeir hins vegar látið hjá líða að rökstyðja mál sitt enda mun það reynast þeim örðugt. Í tilefni af þessum síendurteknu ósönnu fullyrðingum er óhjákvæmilegt að undirstrika að aðgerðir þessarar ríkisstjórnar í lífeyrismálum hafa að sjálfsögðu verið í fullu samræmi við lög, fullu samræmi við þær yfirlýsingar sem ríkisstjórnin hefur gefið og staðreyndin er sú að aðgerðirnar ganga mun lengra en yfirlýsingar fyrri ríkisstjórna gáfu tilefni til. Milljarðar króna renna nú til lífeyrisþega umfram þær skuldbindingar sem ríkisstjórnir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kváðu á um. Fullyrðingar um annað eru beinlínis rangar. Hvergi í umræddum yfirlýsingum ríkisstjórna frá 2002 eða 2006 er kveðið á um að lægstu bætur almannatrygginga eigi að fylgja hækkun dagvinnutryggingar. Ég skora á Guðna Ágústsson, eins og ég hef áður skorað á Bjarna Harðarson, að benda á staðreyndir svikabrigslum sínum til stuðnings eða biðjast afsökunar á stóryrðunum ella. Rangfærslur framsóknarmanna hagga ekki þeirri staðreynd að sjaldan eða aldrei hefur eins mikið verið gert í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja og á þeim skamma tíma sem Samfylkingin hefur farið með málefni lífeyrisþega. Heildarfjárhæð aukinna lífeyrisgreiðslna mun nema um 9 milljörðum króna á heilu ári og jafngildir það um það bil 17% hækkun lífeyris, miðað við síðasta ár. Á tólf ára valdatíma framsóknarmanna komust þeir ekki með tærnar þar sem Samfylkingin hefur hælana í þessum efnum. Höfundur er aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun