Geir Haarde undrast dóm Hæstaréttar Magnús Halldórsson skrifar 14. maí 2008 00:01 „Ég undrast þennan dóm,“ sagði Geir Haarde forsætisráðherra um dóm Hæstaréttar frá því á fimmtudag síðastliðinn, en þá var framkvæmd útboðs vegna sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) dæmd ólögmæt. Salan fór fram árið 2003. „Við töldum ferlið hafa verið eðlilegt,“ sagði Geir. Óljóst er hvaða áhrif dómurinn mun hafa en svo kann að vera að einhverjir aðrir bjóðendur í hlutinn eigi rétt á skaðabótum, þar sem hugsanlegt er að hæsta boði í hlutinn hafi ekki verið tekið í ljósi mats dómkvaddra matsmanna þess efnis. Samkvæmt þeirra mati áttu Jarðboranir hf. hæsta boð.Höfuðstöðvar ÍAV Sala á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hefur verið dæmd ólögmæt í Hæstarétti.fréttablaðið/vilhelm„Þetta sýnir hvernig málið var vaxið á sínum tíma. Það var brotið gegn tveimur meginreglum í útboðum á vegum hins opinbera. Annars vegar að gætt sé jafnræðis bjóðenda og hins vegar að hæsta boði sé tekið,“ segir Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður JB byggingarfélags (JBB) og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar (TSH) í máli félaganna gegn íslenska ríkinu. JBB og THS höfðuðu mál á hendur íslenska ríkinu en þau buðu saman í 39,86 prósenta hlut ríkisins. Ásamt þeim buðu Jarðboranir, Joco, og Eignarhaldsfélagið AV ehf. (EAV) í hlutinn, en hið síðastnefnda fékk hlutinn á um tvo milljarða króna. Í febrúar í fyrra var málinu vísað frá, en þeim dómi var snúið við í Hæstarétti. Ekki var þó fallist á skaðabótakröfu. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að stjórnendum Íslenskra aðalverktaka, sem buðu í hlut ríkisins undir merkjum EAV, hafi haft stöðu fruminnherja í skilningi þágildandi laga um verðbréfaviðskipti og þeir hafi ekki virt skyldur sem á þá voru lagðar vegna viðskipta með hluti í ÍAV. Ekki er þó tekið fram í dómnum að stjórnendur hafi búið yfir gögnum sem aðrir höfðu ekki. Í dómnum segir að ekki hafi verið tryggt jafnræði þeirra sem tóku þátt í útboðinu eða réttra samskiptareglna gætt. „Verður því að fallast á með áfrýjendum að framkvæmd útboðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hafi verið ólögmæt,“ segir orðrétt í dómi Hæstaréttar. Baldur Guðlaugsson, núverandi formaður einkavæðingarnefnar (framkvæmdanefndar um einkavæðingu), segir óljóst hvaða áhrif dómurinn hafi. Baldur var ekki formaður nefndarinnar þegar salan fór fram. „Það er auðvitað ekki gott að fá þessa niðurstöðu dómstóla. Hæstiréttur staðfestir nú samt þá niðurstöðu að áfrýjendur í þessu tiltekna máli hafi ekki átt rétt á bótum. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
„Ég undrast þennan dóm,“ sagði Geir Haarde forsætisráðherra um dóm Hæstaréttar frá því á fimmtudag síðastliðinn, en þá var framkvæmd útboðs vegna sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) dæmd ólögmæt. Salan fór fram árið 2003. „Við töldum ferlið hafa verið eðlilegt,“ sagði Geir. Óljóst er hvaða áhrif dómurinn mun hafa en svo kann að vera að einhverjir aðrir bjóðendur í hlutinn eigi rétt á skaðabótum, þar sem hugsanlegt er að hæsta boði í hlutinn hafi ekki verið tekið í ljósi mats dómkvaddra matsmanna þess efnis. Samkvæmt þeirra mati áttu Jarðboranir hf. hæsta boð.Höfuðstöðvar ÍAV Sala á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hefur verið dæmd ólögmæt í Hæstarétti.fréttablaðið/vilhelm„Þetta sýnir hvernig málið var vaxið á sínum tíma. Það var brotið gegn tveimur meginreglum í útboðum á vegum hins opinbera. Annars vegar að gætt sé jafnræðis bjóðenda og hins vegar að hæsta boði sé tekið,“ segir Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður JB byggingarfélags (JBB) og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar (TSH) í máli félaganna gegn íslenska ríkinu. JBB og THS höfðuðu mál á hendur íslenska ríkinu en þau buðu saman í 39,86 prósenta hlut ríkisins. Ásamt þeim buðu Jarðboranir, Joco, og Eignarhaldsfélagið AV ehf. (EAV) í hlutinn, en hið síðastnefnda fékk hlutinn á um tvo milljarða króna. Í febrúar í fyrra var málinu vísað frá, en þeim dómi var snúið við í Hæstarétti. Ekki var þó fallist á skaðabótakröfu. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að stjórnendum Íslenskra aðalverktaka, sem buðu í hlut ríkisins undir merkjum EAV, hafi haft stöðu fruminnherja í skilningi þágildandi laga um verðbréfaviðskipti og þeir hafi ekki virt skyldur sem á þá voru lagðar vegna viðskipta með hluti í ÍAV. Ekki er þó tekið fram í dómnum að stjórnendur hafi búið yfir gögnum sem aðrir höfðu ekki. Í dómnum segir að ekki hafi verið tryggt jafnræði þeirra sem tóku þátt í útboðinu eða réttra samskiptareglna gætt. „Verður því að fallast á með áfrýjendum að framkvæmd útboðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hafi verið ólögmæt,“ segir orðrétt í dómi Hæstaréttar. Baldur Guðlaugsson, núverandi formaður einkavæðingarnefnar (framkvæmdanefndar um einkavæðingu), segir óljóst hvaða áhrif dómurinn hafi. Baldur var ekki formaður nefndarinnar þegar salan fór fram. „Það er auðvitað ekki gott að fá þessa niðurstöðu dómstóla. Hæstiréttur staðfestir nú samt þá niðurstöðu að áfrýjendur í þessu tiltekna máli hafi ekki átt rétt á bótum.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira